Vísir - 22.06.1962, Side 10

Vísir - 22.06.1962, Side 10
10 ___-___________ VISIR ------ Alaskabúi ræðir ræktun á Skógræktarmaður frá Alaska, Roger R. Robinson að nafni, hefur í nýútkomnu Ársriti Skóg ræktarfélags íslands skrifað stutta grein um ræktunarmál á íslandi, einkum þó skógrækt. Bendir Robinson þar á ýmsar leiðir, sem hann telur heppi- legar fyrir okkur íslendinga, m. a. um ræktun skjólbelta, uppgræðslu örfoka lands, skipu Iagningu beitar, tilraunir með skógrækt, rannsókn á Iandnýt- ingu o. fl. Höfundur þessarar athyglis- verðu greinar kom til íslands á s.l. ári, en um nokkur ár áð- ur, eða allt frá því 18>40 hafði hann haft samstarf við Hákon Bjarnason skógræktarstjóra og aðra (slenzka skógræktarmenn og aðstoðað þá við fræsöfnun í heimalandi sínu. En láta mun nærri að um 60—65% af öllu trjáfræi, sem flutt hefur verið inn til íslands til þessa hafi komið frá Alaska^ Hér fer á eftir niðurlag grein ar Rogei R. Robinson’s, sem birtist í Ársriti Skógræktarfé- lagsins og er það birt með leyfi skógræktarstjóra. Ég fékk nokkra nasasjón ,f landkostum íslands á ferð minni um landið, og vona að ég hafi metið þá rétt. Þýðing landbúnaðarins vex. 1. Mér skildist að fyrrum hafi um 35% eða jafnvel 40% af landinu verið vaxið sam- felldum gróðri, birkiskógum, gras- og mýrlendi. Nú er talið ( að um 18% sé enn gróið, og að orsakir til þess séu af ýmsum toga spunnar. Þetta er feikí- legt tjón fyrir búskapinn 1 land inu, sem er einn aðalatvinnu- vegurinn. Þó að fiskveiðar framleiði að vísu 90% af út- flutningsverðmæti Iandsins, þá gefur búskapurinn af sér Iífs- nauðsynjar, og þýðing hans vex með auknum fólksfjölda. Hér stefnir tvær gagnstæðar átt- ir, — minnkandi flötur gróins lands en vaxandi þarfir fyrir aukinn bústofn. 2 Eitt hið þýðingarmesta er að finna leiðir og aðferðir, sem stöðva framhaldandi gróð- ureyðingu. í því sambandi á hin stöðuga vindsvörfun þátt í miklum skemmdum. Til þess að hamla upp á móti henni þarf samfeldan gróður eða annað, sem heftir för og styrk vindanna. í Alaska sjáum við víða moldrok og uppblástur. Þetta er einkum algengt norðan við Anchorage, þar sem óskynsamleg ræktun lands hefur valdið miklum spjöllum á fáum árum. Skjólbelti og landgræðsla. Á nokkrum stöðum á ís- landi sá ég vísi að skjólbelt- um, sem strax voru farin að gera nokkuð gagn. Hjá okkur í Bandaríkjunum er það orðin venja og nauðsyn að planta skjólbeltum með hæfilegum millibilum á ræktunar- og beitilöndum til þess að verja jarðveginn. Úr skjólbeltunum fá menn svo girðingastaura, en það er orðin nauðsyn að girða beitilönd af. 3. Þó að verndun hins gróna lands sé mikil nauðsyn er ekki síður þörf á að græða upp ör- foka lönd, til þess að auka hið gróðurberandi land. Sums stað- ,ar er auðvelt, að gera slfkt með pvl að girða og friða á- kveðin svæði og láta t. d. birk- ið breiðast út á eðlilegan hátt. En annars staðar, þar sem stór og gjöreydd lönd er að ræða, verður að nota aðra og dýrari ræktunartsfekni til þess að græða þau. Það krefst mik- illa athugana og tilrauna af hálfu vísindamanna á þessu sviði. Skipulag beitar. 4. Aðrar aðferðir til þess að mæta hinum vaxandi þörfum fyrir beitiland verða tilrauna- menn og bændur að vinna að í sameiningu, en ég gæti hugsað mér að slíkt yrði eitthvað á þessa leið: a. Koma skipulagi á beitina og forðast ofoeit, m. a. með þvi að dreifa beitarpeningi jafnara um beitilöndin. b. Bæta beitilöndin með því Roger R. Robinson að auka gróðurinn á þeim. c. Bæta eða taka upp nýjar aðferðir í meðferð húsdýr- anna, einkum fjárins. Nú er sauðfé leyft að rása ótakmark að um öll lönd. Sauðfé hættir til að þrautnaga löndin áður en það rásar áfram. Það held- ur sig gjarnan í bröttum hlíð- um, sem í sjálfu sér væri ekki athugavert ef að það gengi ekki of nærri landinu. En of- beit í hlíðum veldur bæði vind- og vatnssvörfum. Undir slíkum kringumstæðum er unnt að koma í veg fyrir of- beit án þess að draga úr arð- semi fjárins með því að reka féð til á milli beitilanda og koma þannig skipulagi á beit- ina. Hjá okkur I Bandaríkjun- um er það talið mjög þýðing- armikið að fylgjast með beit- arpeningi í högum, og ég tel að slíkt mundi ekki þýðingar- minna á íslandi, einkum ef menn vilja fjölga fé. 5. Keppa verður að því að auka ræktun skjólbelta og sjá um að gróðurstöðvarnar hafi ávallt nægilegt magn af trjá- plöntum til plöntunar I skjól- belti. Að auki verða þær að hafa nægilegt magn til skóg græðslunnar, sem ég vík að innan skamms. Og enn fremur hafa garðar einstaklinga og bæjarfélaga þarfir fyrir mikið magn trjáplantna. Tilraunir í skógrækt. 6. Skógrækt ríkisins, Skóg- ræktarfélag Islands ásamt hér- aðsfélögunum eiga þakkir skildar fyrir hið mikla starf, sem er fólgið I uppeldi trjá- plantna I gróðrarstöðvunum og gróðursetningu Hinir fjöl- mörgu reitir og gróðursetning trjáa um allt landið við alls konar skilyrði og í mismun- andi hæð, þar sem fjöldi teg- unda hefur veríð reyndur eru undirstöðutilraunir, nauðsyn- legar og hentugar til þess að byggja á almenna áætlun um framtíðarstarfið. Þetta hefur verið gert. Nú þarf tilraunir á fjölda sviðum til þess að rann- saka á hvern hátt sé heppileg- ast að vinna, hversu spara megi fíma og peninga. Mér þykir vænt um að heyra, að ráðagerðir séu um að koma upp tilraunastöð í skógrækt á næsta ári. Við tilraunir þarf að finna hina beztu stofna hverrar trjá- tegundar og velja þá til gróð- ursetningar. Rannsaka þarf jarðveg, Iegu landa og gróð- urskilyrði og hefja tilraunir, sem taka yfir langan tíma, er verða í framtíðinni til þess að leiða í ljós hverjar skóg- græðsluaðferðir verði bundn- ar við ísland og verði íslenzk- ar. Sérstakar veðurathuganir verður að gera og finna sam- band milli þeirra og þroska hinna ýmsu tegunda. Hvaða gróðursetningaraðferðir henta bezt og hvernig á að hirða ungviðið til að fá sem beztan þroska er einnig rannsóknar- efni. Skógrækt er líka þáttur í heilbrigðri fjármálaþróun þjóðfélagsins, beitilöndin eru ekki nema einn þáttur þeirra. Lönd nytjuð eftir Iegu og staðháttum. 7 Nauðsyn er að láta Hárið — Framh. af bls. 8. að segja, að ekkert hár verður jafn langt. Eitt hár getur ekki reist sig, en mörg jafnlöng geta það. — Hvernig hefur herratízkan breytzt að undanförnu? rn- Aðallega þannig, að hárið er styttra. Þetta er tiltölulega nýtt í Evrópu. Ameríkanar hafa þó gengið með stutt hár lengi, en það er haft enn styttra en í Evrópu og gert öðru vísi. — Það er oft sagt, að rakar- ar vilji heldur klippa hár, sem er ekki nýþvegið? — Þetta er gömul hégilja, sem ég ekki skil hvar er runn- in upp. Menn koma með skftugt hár til okkar og ætlast til að fá góða klippingu, án þess að vita að það er mjög erfitt að fá, nema hárið sé vel hreint. Svo eru menn alltaf að spara og láta ekki þvo sér um leið. Ég get vel skilið að menn vilji spara, en þá ættu þeir að koma með hreint hár, eða allavega ekki mjög skítugt. — Það fólk, sem mest ber á að komi með óhreint hár eru stúlkur á aldrinum 12—14 ára. Þetta stafar sennilega af því ,að þær eru á millibilsaldri. — Að eldra fólk sé með mjög óhreint hár er óalgengt. — Þú hefur mikið verið við- riðinn skemmtanalífið, bæði hér og úti í sveitum á sumrin. Hvað viltu segja um það? — Það er mikið talað um ó- læti og ósæmilega framkomu unglinganna. — Undanfarin tólf ár hef ég haft af þessu mikla reynslu og meðal annars oft verið við dyravörzlu með hljóm sveitum. Á þessum tíma hefur það til dæmis aldrei 'komið fyr- ir að ég væri barinn. Mér virð- ist að mest af ólátunum, sem svo mikið er talað um, stafi af fáfennm hóp. í þeim hópi eru fyrst og fremst illa gefnir eða þroskalitlir strákar, sem drekka ti' að verða meiri menn og missa við það mest af þeirri litlu glóru, sem þeir annars hafa. fram fara athugun á því, hversu hin ýms lönd verði bezt nytjuð í framtíðinni. Ættu stjórnarvöldin ásamt búnaðarfélögunum og skóg- ræktarfélögunum að taka þátt í þessu. Löndin yrðu þá flokk- uð eftir því til hvers þau eru fallin, sum til ræktunar, önn- ur til beitar og enn önnur til skógræktar. T. d. brattar hlíð- ar, sem þola litla beit án hættu á skemmdum, yrðu bezt not- aðir til skógræktar. Á þennan hátt fæst yfirlit um, hversu þið getið mætt á- ætluðum þörfum vkkar í fram tíðinni. Og þetta verk ætti ekki að láta undan dragast, Framh. af bls. 4 þeir, eru Hula-hula dansmeyj- arnar, aðeins á meðan þær dansa. Og við flest störf í verzlunum og skrifstofum er fólk klætt venjulegum fatnaði eins og í flestum löndum, stúlkur við verzlunarstörf ganga ekki , „muu-muu". — En þú varst ekki lengi innanbúðar í Waikiki? — Nei, ég fékk annað starf og hækkaði svolítið i tign, ef ég má kalla það svo. í Hono- lulu starfar gagnfræðaskóli, sem er einkastofnun og heitir Mid-Pacific High School. Það er eftirsóttur skóli og komast að færri nemendur en vilja, þó að þar þurfi að borga há skólagjöld, en í öðrum gagn- fræðaskólum kostar skólavist ekkert. Þess vegna eru það ein- göngu börn efnaðasta fólksins, „aðalsins“, sem þar komast að. Allt er þar hið vandaðasta sem völ er á. Skólastjórinn er norsk- ur prófessor, sem kom frá Bandaríkjunum, Joseph Bakk- en, framúrskarandi skólafröm- uður. Nýlega var vígt dýrindis samkomuhús fyrir skólann og skýrt eftir Joseph Bakken í heiðurs- og þakklætisskyni fyrir starf hans við skólann. Nem- endur eru bæði stúlkur og piit- ar, og ég fékk starf sem að- stoðarráðskona við stúlkna- deildina. Þarna var ég svo til síðustu áramóta, að ég hélt heim til barna minna i Van- couver, en hafði áður ákveðið að fara í þessa íslandsferð í sumar. Mér fannst tími til kom- inn, hafi ekki séð ísland í hálfa öld. Annars kom sonur minn að heimsækja mig £ fyrra í Hono- lulu. — Þú hefir sem sagt ekki hugsað þér að setjast alveg að á Hawai-eyjum? — Ef ég á að segja þér eins og er, þá gæti ég vel hugsað mér það. Mér fellur ljómandi vel við landið og fólkið. Fannst loft- ið dálftið óþægilegt rétt fyrst meðan ég var þar, en vandist því undir eins og fannst ég eiga heima þar innan skamms. En börnin mín taka það ekki í mál, að ég fari að setjast að svo langt í burtu frá þeim. Bæði þau og kunningjar mínir í Vancouver voru svo steinhissa, þegar ég sagði þeim, að ég væri að fara ein míns liðs í landkönnun til Hawai-eyja, og sumir efuðust víst um, að ég væri með réttu ráði. Eins var ym kunningja mína og vini, sem ég eignaðist í •Honolulu, þegar ég kvaddi þá af því að ég væri að fara til Islands. ' Þeir spurðu, hvort ég væri galin, hvort þar væri annað en ís, bjarndýr og Eskimóar. Þetta sögðu nú sumir. Ég hafði gert því að það tekur tíma að hefta jarðvegsskemmdir og rækta skóga og skjólbelti, en kann- ske helzt af öllu að afla þess fjár, sem nauðsynlegt er til þess að hefja starfið. En slíka flokkun má taka í pörtum, fyrir einstaka landshluta í senn. 8. Mér datt í hug að gefnu tilefni, að staðir þeir, sem menn vilja skipa undir nátt- úruvernd vegna sögu eða sér- kenna, koma ekki til greina sem skógræktar- eða beiti- land. Þá verður að vernda sér- staklega, enda verða þeir varla miklit að víðáttu. mér allt far um að fræða alla um ísland. En margir trúðu ekki því, sem ég sagði þeim. Loks sagði ég hinum fáfróðu þar, að Eskimóar hefðu aldrei verið til á íslandi. Hins vegar væru þeir bæði í Bandaríkjunum og Kan- ada. Þá spurðu þessir blessaðir einfeldningar enn, hvort ég væri bara galin. Já, ég hélt það væri bara ágætt að vera stundum dá- lítið galin. Mér leiðist að ber- ast aðeins með í farvegi vanans, langar í hreyfingu og ævintýr. Og það er ævintýri líkast að koma til Islands eftir öll þessi ár. Samt á ég eftir að heimsækja bernskustöðvarnar austur á Seyðisfirði. — Hittirðu aldrei íslendinga I Honolulu? — Það er áreiðanlega fátt um þá, ég vissi ekki um neinn þar búsettan. Tveir komu að heim- sækja mig, sonur minn eins og ég sagði áðan, og vinkona mín frá Vancouver, Diane Johnson, vesturíslenzk stúlka. Faðir henn ar Egill Johnson kom hingað í fyrra og er hér enn. Hér er mynd af okkur Diane £ klúbb einum £ Honolulu, þar sem út- varpsmaður er korhinn með hljóðnemann og er að hafa við- tal ýið mig. Ég vona, að það hafi gert eitthvert gagn til að Ieiðrétta misskilning margra um ísland. — Ég hef heyrt, að þú hafir fengizt við skáldsagna og leik- gerð fyrr á ár.um. — Já, blessaður vertu, það er nú ekkert til að hafa orð á. Ég fékkst við það dálitið f sveitinni þegar ég var yngri og við bjugg- um á Vogar. Þegar kvenfélagið þar var að efna til skemmtana og okkur vantaði eitthvert leik rit til að færa upp á skemmti- skránni þá setti ég stundum saman einhverja leikritsmynd og reyndi eftir megni að æfa það og stjórna. Svo var það jafn óðum búið og gleymt. Stundum skrifaði ég stuttar sögur til að lesa upp á samkomum. Líka eft- ir að ég fluttist til Vancouver setti ég saman leikþætti, sem íslendingafélagið Ströndin lék á skemmtifundum. En ekki var það vegna þess, að ég ætlaði að verða rithöfundur, lét mig ekki dreyma um það, gerði þetta bara til gamans. — Voru foreldrar þfnir bæði af Austfjörðum? — Pabbi, Guðjón Pétur Vig- fússon var fæddur á Djúpavogi, fluttist til Seyðisfjarðar og var útgerðarmaður, en afi bjó þar á Þórarinsstöðum. En mamma, Anna Jónína Hjálmarsdóttir, var héðan sunnan, frá Miðnesi í Gullbringusýslu. Svo að ég er ritagerð fyr « árun Viðtal dagsins —

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.