Vísir - 04.07.1962, Side 2

Vísir - 04.07.1962, Side 2
2 VÍSIR Miðvikudagur 4. júlí 1962. f> \ t W//////Æ W/////A 6"n d m Knattspyrnumönnum boðið í reiðtúr Ein frægasta „taktík“, sem enn hefur verið fundin upp í knattspymu, er það þegar ís- lcnzkir knattspymumenn buðu knattspyrnumönnunum frá Aka demisk Boldklub í Kaupmanna- höfn í reiðtúr að Straumi fyrir sunnan Hafnarfjörð. Unnu okk- ar menn leikinn við þetta bezta lið Dana daginn eftir með 4:1, en tapaði svo tveim dögum síð- ar með 2:7 fyrir sama liði, þeg- ar HARÐSPERRURNAR voru búnar í liði Dana. Segir eitt dagblaðanna í ágúst svo um þetta: Heimboðsnefndin sá að eina ráðið að AB gæti fcngið slæma útreið var að fara með Danina í „útreiðartúr“. I'ctta hreif og í fyrrakvöld er þeir komu úr Firðinum vom þeir allir liða- mötalausir um hnén og það sem snert hafði hnakkinn eins og gló andi eldhaf. Liðamótin voru ekki fundin aftur og eldurinn Heimsmet í fjórsundi Nýtt heimsmet hefur verið sett í 4x100 metra fjórsundi. Það var Bandaríkjamaðurinn Ted Sticklcs, sem tók aftur metið af Þjóðverjan- um Gerhard Hetz, sem setti met í maí sl. Stickies synti á 4:51,4 mín, en Hetz átti metið á 4:52,8, óstaðfest að vísu. Viðurkennda metið var met Stickles 4:53,8 mfn. Guðmundur Gíslason er einn af beztu sundmönnum Evrópu í þess- ari grein og er Norðurlandamet hans á vegalengdinni 5:16,3, sett snemma f vor. ekki slokknaður i gærkvöldi. Og við þær aðstæður er ekki gott að sparka knetti“. Þetta rifjaðist upp þegar „heimboðsnefnd“ KR í sam- bandi við Sjálandsúrvalið bauð Dönunum á hestbak að Hrísbrú í Mosfelissveit. Danir voru bún- ir að læra af reynslu forfeðr- anna og gættu sín vandlega á „þarfasta þjóninum“, sem hafði farið svo hryggilega með AB fyrir 43 árum. Það hefur því ekki verið harðsperrum um að kenna í fyrrakvöld er Akurnes- ingar gerðu svo óvænt jafntefli við Sjálandsúrvalið. Myndirnar af hestamennsku SBU-manna tók ljósmyndari VÍSIS, Ingimundur Magnússon. HVÍSOMA Héraðssamband Vestur-Isfirðinga (HVÍ), var háð um síðustu helgi að Núpi, Núpsskóla. Keppendur voru um áttatíu aðallega frá fjórum íþróttafélögum á Vestfjörðum. Veð- ur var óhagstætt fyrri daginn, en sólskin og gott veður á sunnudag- inn. Mótið var sett af forseta ÍSÍ, Ben. G. Waage, með ræðu. Sigurðiw Guðmúndsson, íþróttakennari stjórnaði mótinu röggsamlega, sem fór vel fram. Fyrst fóru fram fim- leikasýningar drengja, undir stjórn Sigurðar Guðmundssonar, og þar á eftir fimleikasýning stúlkna, undir stjórn ungfrú Gígju Hermannsdótt- ur, íþróttakennara. Fimleikasýning- arnar fóru fram undir skemmtilegri hljómlist — og tókust vel. Var þeim klappað mjög lof í lófa að sýn ingunum loknum. Það er orðið fremur fátítt að sjá staðæfingar á fimleikasýningum, meiri áherzla er lögð á að sýna áhalda-æfingar ým- iss konar. Þá hófst keppni í frjálsíþrótt- uh, sbr. meðfylgjandi keppnisskrá og úrslit. Stigahæsta félagið var Grettir, með 121 stig. Höfrungur Umf. Mýrarhrepps 45 stig. Stiga- fékk 99 stig. Stefnir 84 stig og hæsti einstaklingurinn var Emii Hjartarson (G) með 36 y2 og Ólöf Ólafsdóttir (H), með 15% stig. Tíu dögum fyrir afmælismótið, var haldið íþróttanámskeið að Núps skóla, undir forystu Sigurðar Guð- Framh. á bls. 5. Noregur vunn Möltu 5:0 Norðmenn, sem landslið okkar í knattspyrnu mætir á mánudaginn kemur, keppti í gærkvöldi við ibúa hinnar örsmáu eyju Möltu, sem er sunnan við Sikiley. Möitubúar töpuðu nú 5:0 en töp- uðu á föstudagskvöldið fyrir Dön- um með 6:1 í Kaupmannahöfn. Leik urinn fór fram í Þrándheimi. Möltumenn léku aigeran varnar- leik og eftir 80. mínútur var stað- an „aðeins“ 2:0 fyrir Noreg, en síð- ustu 10 mínúturnar fundu þeir leið- ina að markinu og skoruðu 3 til viðbótar. Leikmenn Möltu eru geysilagnir með boltann og fljótir, en kunna lítið í leikreglum og „taktík“ og eru auk þess óvanir að leika á grasi, en á klettaeynni þeirra leika þeir á malarvelli. Lokotilraun með itmdsliðið í kvöld verður gerð endanleg til- raun með landslið fyrir leikinn við Noreg. Ákveðið er að hafa engan pressuleik, þrátt fyrir að svo sé skráð í leikskýrslu KRR. Verður því landsliðið væntanlega valið strax að þessum leik ioknum. Er af þeim sökum mikið í húfi fyr- ir leikmennina íslenzku, og ættu knattspyrnuunnendur ekki að missa af þessum leik. Ef íslenzka liðinu tekst vel upp og sigrar í leiknum, má búast við óbreyttu liði gegn Norðmönnunum. Danir stilla upp sínu sterkasta iiði, liðinu sem sigraði KR. Er líka óhætt að fullyrða að þá hafi Sjá- lendingarnir sýnt sinn bezta leik. Væri það stór sigur fyrir sjálenzka úrvalið ef það hefði betur í viður- eigninni við tilraunalandsliðið í kvöld. Lið SBU er þannig skipað: Johansen Köge, Jensen Rodkilde, Nielsen Köge, Andersen Köge, Bent sen AB, Astrup Lyngby, Nielsen AB,. Jörgensen Köge, Olsen Rosk- ilde, Andersen Köge, Nielsen Lyng by. Engar breytingar eða forföll eru í íslenzka liðinu og er það þannig skipað: ■ Heimir KR, Árni Val, Bjarni KR, Garðar KR, Hörður KR, Ormar Val, Steingrímur ÍBA, Ríkharður ÍA, Þór ólfur St. Mirren, Kári ÍBA, Sigur- þór KR. Íþróttafréttaritaramótið REYKJAVÍKURBÆR sá um 4. dag móts íþróttafréttamanna, sem frá hefur verið sagt hér á síðunni að undanförnu. Jónas B. Jónsson, fræðslufulltrúi og Gísli Halldórsson ,arkitckt, fóru með blaðamennina í iangferða- bifreið til Krísuvíkur og þar greip einn Finninn tækifærið og stakk sér á bólakaf í ískalt Atlantshafið, enda gefst honum ekki tækifæri til þess á hverj- um degi. Síðan var ekið sem leið ligg- ur að virkjununum i Soginu, eftir að gufuvirkjanirnar i Krísuvík höfðu verið skoðaðar. Góðar veitingár voru bornar fyrir fulltrúana í Sogsvirkjun- inni og við það tækifæri af- hentu Svíar frá Félagi íþrótta- blaðamanna í Stokkhólmi ís- lenzka félaginu að gjöf stóran kristalvasa, en Svíarnir fóru utan daginn eftir til að verða vitni að bardaga Ingemars og Johnsons í Gautaborg. Ferðinni var siðan haldið á- fram á Þingvöll og þjóðgarðs- vörður, sr. Eiríkur J. Eiríksson, hélt einstaklega skörulega og skemmtilegan fyrirlestur um sögustaðinn Þingvelli og skýrði helztu kennileiti. Frá Þingvöllum var haldið til dælustöðvarinnar á Reykjum í Mosfellssveit, en þaðan hafa Reykvíkingar til þessa fengið heita vatnið í hús sín. Dælan er oft í gamni nefnd „romm- dæla“ og fulltrúunum var ein- mitt boðið að smakka á púnsi, heitu íslenzku vatni úr iðrum jarðar og rommi út í. Lauk þannig þessari stórgóðu ferð, sem Reykjavíkurborg bauð til. Fóru flestir á Laugar- | dalsvöliinn og horfðu á óhag- stæðan samanburð íslenzkrar og tékkneskrar knattspyrnu. KR fékk mörk hjá unglingum Tékka en skoraði ekkert í stað- inn.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.