Vísir - 04.07.1962, Qupperneq 7
smábílar leiddir saman
Vinsældir smábílanna fara
vaxandi víða um lönd. Með því
er yfirleitt átt við Iitla fjögurra
manna bíia, sem eru ódýrir og
sparneytnir með sprengirúmi
undir þúsund kúbik-sentimetr-
um í hreyflinum.
Tegundum smábíla fer stöð-
ugt fjölgandi og er framleiðslu-
aukningin nú mest £ þeim. Á
þetta sérstaklega við í Evrópu.
í Bandaríkjunum hefur bíja-
BMW
eign verið almennari og bílarn-
ir stærri og sterkari. Stafar það
bæði af tiltölulega ódýru benzmi
og hinum miklu vega-
Iengdum þar í landi. Þar hafa
smábilar því enn ekki rutt sér til
rúms, en hins vegar hefur dreg-
ið úr áhuganum á stærstu gerð-
unum með tilkomu „compact“
bílanna.
En í Evrópu blómgast fram-
Ieiðsla smábíla betur en nokkru
sinni fyrr. Nýjar gerðir hafa
sprottið upp hver á fætur ann-
iSAR
arri £ Þýzkalandi, Frakklandi og
Bretlandi og framleiðsla Fiat á
ítalíu á smábilum hefur aldrei
verið meiri en nú.
FÓTGANGENDUR
EIGNAST BÍLA.
Hvað veldur þessari smábíla-
öldu? Margar ástæður liggja
fyrir henni, svo sem þrengsiin
á vegum og bi'lastæðum, sem
verða æ erfiðari viðfangs. Aðal-
orsökin er þó, að nú er sú þró-
un að verða £ Evrópu, að iág-
launafólk sem hefur verið fót-
FIAT
gangandi fram að þessu er að
fá sér bila og þá er viðráðan-
legast bæði upp á kaupverð og
reksturskostnað að fá sér smá-
bil En smábílarnir eru svo mjög
í tízku, að efnafólk hefur iíka
fylgt með, mörgum finnast þess
ir litlu léttu vagnar skemmti-
legri og auðveldari i öllum vöf-
um. Brigitte Bardot og ýmsar
aðrar stjörnur í Frakklandi hafa
valið sér smábíi. Og það er nú
í tízku í Frakklandi jafnt meðal
efnafólks og láglaunaðra að
AUSTIN
fara í sumarfrí með tjald og
sem allra einfaldastan smábíl af
Renault eða Citroen-gerð.
Smábílarnir ættu þá ekki síð-
ur að geta orðið vinsælir á Is-
landi, þar sem allt bílverð er
uppsprengt og margfaldað með
tollum og innflutningsgjöldum,
enda hefur sú orðið raunin á
hér, að smábílaeignin hefur
mjög aukizt síðan bílainnflutn-
ingur fór að verða frjáls.
VANDAÐUR
AÐ BYGGINGU1.
Eitt af því sem hefur gert
smábílana vinsæla eru ýmsar
skemmtilegar tæknilegar nýj-
CITR9EN
ungar, sem hafa komið fyrr
fram á þeim en stærri bílum.
Þeir eru margir sérstaklega
vandaðir að byggingu og stafar
það af því, að framleiðendur
verða að leggja að sér til að
gera svo litla bíla vel úr garði.
Þar verða þeir í rauninni að
gera hið ómögulega mögulegt
og koma öllu því sem tii þarf
í hinn litla vagn.
Það er mjög skemmtilegt að
athuga hvernig hinir ýmsu
framleiðendur leysa vandamál-
in hver með sínum hætti. En
helztu úrlausnarefnin eru
tvenns konar, að gera bílinn
þægilegan þrátt fyrir smæðina
og bæta úr því að langar vega-
lengdir verða þreytandi og hætt
við að hraðinn verði ekki eins
mikill og hjá stærri bílum.
Oft hefur fjölskyldufaðirinn
mestan áhuga á verði bílsins, að
það sé sem lægst, en konan hef-
ur oft mestan áhuga á útlitinu,
að bíliinn sé fallegur.
En þegar allt kemur til alls,
er það ekki kaupverðið sem
skiptir mestu máli, heldur end-
ingin. Ef hún er. slæm, ef vélin
er ónýt eða ef lakkhúðin er illa
gerð og bíllinn ryðgar fljótt
niður, þá er hætt við að þeir
bílar fái fljótt slæmt orð á sig.
Hér á íslandi skiptir varahluta-
þjónustan líka afar miklu máli.
Menn hafa haft svo vonda
reynslu af henni á undanförn-
um haftaárum, að fyrsta spurn-
ingin, sem hver einasti bíl-
kaupandi ber fram er, hvort
hún sé góð. Úti á meginlandi
Evrópu eru menn hins vegar
yfirleitt öruggir u m að vara-
hlutaþjónusta og viðgerðir eru
í góðu lagi, þótt stundum sé
erfitt að komast inn með bílinn
á hin yfirfullu viðgerðaverk-
stæði.
SAMANBURÐUR A
FIMM TEGUNDUM.
Vegna hins vaxandi áhuga á
smábílum tók þýzka tómaritið
Stern sig til nýlega og prófaði
og gerði samanburð á nokkrum
helztu smábílunum sem þar
hafa rutt sér til rúms að und-
anförnum, og verður hér sagt
frá nokkrum atriðum úr áliti
þess.
Tegundirnar sem bílasérfræð-
ingur blaðsins Hans Spoerl próf
aði voru tvær þýzkar, ein
ítölsk, ein brezk og ein frönsk.
Það voru þessar gerðir: BMW-
700, Isar T-700 sem er fram-
leidd af Goggomobil, en lítt
þekkt hér, Fiat 600 D, Austin
Seven 850 og Citroen Ami 6.
Um verðið er það að segja
að Fiat 600 var ódýrust 4110
mörk (sambærilegt við 97 þús.
ísl. kr.), Þá kom Isar 4630 mörk
(100 þús. ísl. kr.), BMW kost-
aði 4760 mörk (105 þús. ísl.
kr.), Aústin 5295 mörk ( 110 þ.
ísl. kr.) og Citroen Ami 5450
mörk (112 þús. ísl. kr.).
Utlit og MÁLNING.
Hvað útlitið snerti taldi
Spoerl að BMW væri fallegast-
ur, en Fiat legði minnsta á-
herzlu á útlitið, en hann hefði
lengi verið eins að útliti og fólk
væri farið að venjast honum.
Hins vegar væri Citroen Ami
sérvizkulegur. Spoerl segir að
þegar hann dæmir þannig útlit
bíla, eigi hann Við það álit, sem
almenningur hafi á þessum hlut-
um.
Um málningu segir hann að
BMW standi fremstur, en Aust
in sé tortryggilegastur og hætt
við ryði. Lakkið á Citroen er
miklu betra, en efnið (platan) í
yfirbyggingu hans í þynnsta
lagi. Hann telur bæði málningu
og efni í yfirbyggingu Fiats
mátulega.
ÞÆGINDI
VIÐ AKSTUR.
Spoerl telur sætin í Isar ó-
þægilegust og kveðst ekki langa
til að sitja í honum i langferð-
um. Fyrir hávaxna menn er út-
sýnið úr honurp slæmt, auk
þess er loftræsting i honum ó-
fullnægjandi og upphitunin ekki
lyktarlaus. En þægindin í Isar
liggja í mjög góðri og öruggri
gfrskiptingu og því að hreyfill-
inn er hljóðlítill enda þótt hann
sé loftkældur.
Citroen Ami er vafalaust
þægilegastur af þessum smá-
bílum, enda er hann stærstur
þeirra, dásamleg sæti, gott út-
sýni og fjöðrun bílsins er ein-
stök, eins og góð og loftfjöðrun.
Þægindin í Fiat liggja í því,
hve auðvelt er að aka honum.
Allt gerist eins og af sjálfu sér.
Maður þarf ekki að venjast
Fiat, segir Spoerl, heldur sezt
upp í hann og eftir eina mínútu
finnst manni eins og maður hafi
aldrei ekið öðrum bíl. Þar er
ekkert framúrskarandi, en allt
rétt, sætj, útsýn, rúðuþurrkur,
dyr og fjaðraumbúnaður
Það kemur manni á óvart,
hve Austin Seven sem virðist
minnstur þessara bíla er rúm-
góður að innan. Samt er hann
ekki þægilegur og stafar það
helzt af hinni frekar stífu
gúmmífjöðrun og af því að
þurfa að tvikúpla við gírskipt-
ingu á miklum hraða. BMW er
þægilegri en þó er þreytandi
við hann á langleiðum vélar-
hljóð og hin of viðkvæma gír-
skipting.
Fiat-billinn er þægilegur í
borgarumferð en Citroen Ami
beztur í langferðir.
VÉLAENDING
OG HRAÐI.
Það er erfitt að segja um
endingu á vélunum skrifar
Spoerl. Um Fiat-vélina er það
að segja, að reynslan er sú, að
hún endist illa í Þýzkalandi en
miklu betur í heimalandinu
Italíu. Telur hann að þetta
stafi af þvi að í Þýzkalandi sé
hitinn á kælivatninu stilltur of
lágt. Hann kveðst búast við að
ending Citroen-vélarinnar sé
góð. Hann telur þó líklegast að
vélin í Austin Seven sé ending-
arbezt og það þrátt fyrir það að
vélsmíði Breta, sem áður bar af
hafi hrakað. Hann segir að
hljóðið á Austin-vélinni sé sér-
staklega fallegt.
Hvaða hámarkshraða snertir
skara BMW og Austin fram úr
báðir með 120 km hraða, en
hinir allir með 110 km hraða.
BMW skaraði fram úr með
hraðaaukningu. Þar stóð Citro-
en Ami sig ilia. Fiat er fremur
lengi að auka hraðann fyrst í
stað en vinnur mjög vel á 60
til 80 km hraða.
Spoerl bendir annars á und-
arlegt fyrirbæri á flestum bíl-
um, að hraðamælarnir eru ekki
réttir, sýna að jafnaði of mik-
inn hraða. Verst er þetta hjá
Fiat. Þegar hann er á 50 km
hraða sýnir mælirinn Ö6, og við
Framh. á bls. 10