Vísir - 04.07.1962, Qupperneq 10
/0
V'ISIR
Miðvikudagur 4. júlí 1962.
Fyrsta skemmti-
fEuaið til Kulusuk
Flugfélag íslands efndi til fyrstu
hópferðar sinnar til Kulusuk á
austurströ'nd Grænlands í fyrradag.
Var flogið þangað Dakotavél með
um 20 farþegum og voru fararstjór
ar þeir Björn Þorsteinsson sagn-
fræðingur og Þórhallur Vilmundar-
son prófessor.
Lagt var af stað frá Reykjavík
klukkan tæplega 9 í gærmorgun
og lent á flugvellinum £ Kulusuk
um hádegið, miðað við íslenzkan
tíma. En áður en lent var var farið
í hringflug inn í Angmagsalik-
fjörðinn og annað nágrenni.
Kulusuk er eyja yzt í Angmaksa-
likfirðinum og halda menn að hún
sé það sama sem menn kölluðu
áður fyrr Gunnbjarriarsker eða
Krosseyju. Sé svo þá er þetta einn
merkasti staður í sögulegu tilliti,
því að fundur Gunnbjarnarskers
leiddi síðar til leitar Grænlands og
landnáms og síðar til Vínlands-
fundar. í Landnámu segir um
þetta: „Eiríkur rauði sagði að hann
ætlaði að leita lands þess, er Gunn-
björn son Jlfs Kráku sá, er hann
rak vestur um ísland, þá er hann
fann Gunnbjarnarsker. Hann
kvast aftur mundu leita til vina
sinna, ef hann fyndi landið“.
I Kulusuk er lítið og frumstætt
Eskimóaþorp með tæplega 300
íbúum. Það er í heild mjög sér-
kennandi fyrir veiðimannaþorp á
Grænlandi þar sem menningin hef-
ur ekki hafið \,innreið sína“ svo
nokkru nemur. Kofarnir sem fólkið
býr 1 flestir hlaðnir úr torfi og
grjóti en með timburþili að framan.
Þeir eru hrörlegir mjög og húsa-
kynni þröng, auk þess mörg óþrif-
leg og sóðaleg, en mismunandi þó
eins óg gerist og gengur. Barna-
mergð virtist mikil, mörg þeirra
voru ekki óþokkaleg til fara og
klædd litsterkum fatnaði, einkum
var rauði liturinn áberandi. Mikili
urmull var af grænlenzkum hund-
um í þorpinu, en þeir eru notaðir
til sleðadráttar á vetrum. Þeir
voru flestir bundnir með löngum
járnkeðjum.
1 þorpinu er kirkja og skóli sam-
byggt. Þar eru og nokkur timbur-
hús önnur, enda mun danska
stjórnin hafa í hyggju að endur-
byggja þorpið og er þegar byrjuð
á því.
Bandaríkjamenn höfðu herbæki-
stöð á Kulusuk £ heimsstyrjöldinni
og byggðu þar þá ágætan flugvöll.
Nú hefur verið komið þar upp mik-
illi radarstöð og samgöngur við
flugvöllinn á eynni þv£ allmiklar.
Meðal annars má geta þess að Flug-
félag íslands hefur tekið að sér
flutninga milli Kulusuk og Syðri
Straumfjarðar á Grænlandi og hef-
ur stóra flugvél að staðaldri £ för-
um þar á milli. Það má því segja
að Kulusuk sé orðinn eins konar
miðdepill fyrir samgöngur á Aust-
urströnd Grænlands.
Þá má að lokum geta þess að
1 Kulusuk.
fjölskylda sú sem bjarndýrið réðist
á £ vetur, þar sem konan slasaðist
svo, að flytja varð hana til íslands
£ flugvél, var frá Kulusuk.
Það er mikil náttúrufegurð £
Kulusuk, brattir og miklir fjalls-
tindar risa allt f kring en fjörður-
inn fullur af stórum og smáum is-
jökum. Gróður er aftur á móti af
mjög skornum skammti.
Veður var eins fagurt i gær og
frekást var unnt að kjósa sér,
glampandi sólskin frá morgni til
kvölds og þátttakendur fararinnar,
sem voru r\ær allir útlendir, hinir
ánægðustu í hvfvetna.
Varðarferð —
Framh. af 3. síðu.
En matur allur var frá Þorbimi
í Borg. Yfir borðum flutti
Bjarni Benediktsson formaður
Sjálfstæðisflokksins snjalla
hvatningarræðu, þar sem hann 1
ræddi um nauðsyn samheldni 1
og minntist á ummæli Jóns Sig-
urðssonar um að gera yrði
Reykjavik sterka til þess að allt
Island yrði sterkt. Þar flutti
Árni Öla ritsjóri einnig eina af
sinum snjöllu ferðalýsingum.
Var fólkið mjög ánægt með
þessa samkomu i Þjórsárveri.
— ★ —
Nú var ferðinni haldið 'ifram
upp Skeiðin, yfir brúna á Iðu
og ao Skálholti. Þar flutti pró-
fessor ' Þórir Kr. Þórðarson
ræðu, þar sem hann lýsti Skál-
holti og sögu staðarins.
Var dvalizt þar góða stund í
yndislegu verði sól og hita.
Enn var háldið af stað og nú
yfir Brúará. Áttu bilstjórarnir
í erfiðleikum með að koma bíl
unum yfir hina þröngu brú á
Brúará og tók það nærri 40
mínútur að koma öllum ellefu
bílunum yfir. Margir farþeg-
anna fóru út til að horfa á hve
bílstjórarnir voru leiknir að
beygja og bakka bilunum tíl að
komast beint á brúna.
— ★ —
Um kvöldið um átta leytið
var komið að Þingvöllum í
glaða sólskini. Var numið stað-!
ar í Vellankötlu og kvöldverður |
snæddur. Hraunið og kjarrið i l
Vatnsvíklnni var þá með feg-
ursta móti, sem það getur verið
og Iagði skugga frá kjarrinu.
Loks var lagt af stað síð-
asta áfangann til Reykjavíkur
og var komið þangað fimm mín
útum fyrir hinn áætlaða Komu-
tíma sem var kl. 11.
Fimm —
Framh. af 7. síðu.
100 km hraða sýnir hann 116
km. Hraðamælirinn á Austin
Seven er réttastur en þó sýnir
hann 43 km hraða við 50 km
réttan hraða.
SPARNEYTNI
CITROENS.
;Benz£neyðslan skiptir miklu
máli. Citroen-bílarnir eru alltaf
frægir fyrir benzin-sparnað og I
það á við um Citroen Ami þeg-
ar honum er ekið á meðalhraða.
Benzíneyðsla hans þá ér svo
lítil, ið það er næstum ótrúlegt.
Hins vegar eykst hún mjög
strax og farið er að reyna nokk-
uð á vélina og þá verður Austin
Seven sparsamari á miklum
hraða.
Citroen nær þessum mikla
benzínsparnaði með því að hafa
vélina kraftlitla, hún er aðeins
20 hestöfl meðan Fiat er með
25 hestöfl, Austin með 29 og j
BMW og Isar með 30. Þetta i
hefur aftur þau áhrif að oftast
verður að skipta um gír og verð-
ur að setja Citroen í þriðja gir
jafnvel upp lítinn halla.
I BEYGJUM
OG HÁLKU.
Það er auðvéldast að stýra
Fiat eins og hann er yfirleitt
þægilegastur í mpðförum í
borgarumferð. Citroen Ami kast
ast ekki til á beygjum eins og
fyrri Citroen-bílar hafa gert.
BMW er einnig góður á beygj-
um, en verður að halda vel í
stýrið á honum. Hliðarvindur
hefur mipnst áhrif á Citroen og
Austin Seven en mest á Isar
BMW, Citroen og Austin eru
tiltölulega góðir á hálku og
Austln er beztur á snjó í beygj-
um. 1
Hemlarnir á Fiat eru léttastir
og þægilegastir. Það nægir að
koma létt við þá. En hemlarnir
á Citroen Ami eru hvað áhrifa-
mestir, þó það verði að stíga
fast á þá og þeim fylgi ískur
og titringur.
— ★ —
Ef velja á bezta bílinn hvorn
á sínu sviði telur Spoerl að
BMW sé fulikomnastur hraða,
hraðaukningu og langakstur
viðvíki. Þar jafnist hann á við
stærri bíla. Hvað þægindi snert-
ir telur hann Citroen Ami I
fremstan. Hann er þægilegri en
margir fimm sæta bílar.
Á milil þeirra kemur Fiatinn,
jafn og góður á báðum sviðum,
en á hvorugu framúrskarandi.
Keflavékurvegur —
Framh af 4. síðu. ;
áttu að vísu áður til samsvar- |
andi vélar, en þær eru gamlar '
orðnar og úr sér gengnar og
hafa ekki reynzt sem skyldi.
Þær voru t.d. notaðar við
steypu Miklubrautar. En þetta
eru einu vélarnar sem til eru
hérlendis og leyst geta steypi-
vinnuna af hendi.
— Hvað er búizt við að það
taki langan tíma að steypa
Keflavíkurveg?
— Tvö til þrjú ár ef næg fjár
veiting er fyrir hendi. Tvö und
anfapin ár hefur verið unnið að
undirbyggingu, en ef byrjað
verður að steypa i sumar ætti
að takast að ljúka því haustið
1964.
— Hefur vegarstæðið til
Keflavíkur verið endanlega á-
kveðið?
— Ekki að öllu leyti, t.d. um
Vatnsleysuströndina, eða frá
Kúgagevði að Vogastapa. En
það má ekki dragast úr þessu
og veröur að ákveða það end-
anlega í sumar.
— Hver hefur haft yfirum-
sjón verksins með höndum?
— Ásgeir Markússon verk-
fræðingur, sem einnig hefur
valið vegstæðið og ákveðið
veglínuna, en verkstjórn hefur
Björn Jóhannsson vegaverkstj.
haft með höndum.
— Hefur komið til tals að
steypa fieiri vegi hér á landi?
— Já, fyrst og fremst Vest-
urlandsveg frá Reykjavík og
upp í Kollafjörð, enda er all-
miklu meiri umferð um hann
heldur en Keflavíkurveg á sumr
in. Meðalumferð yfir sumarmán
uðina er 1600-1700 bílar á dag
yfir Varmárbrú, en kemst app í
2500 þegar hún er mest. En að
undirbúningi þessa máls er enn
ekkert farið að vinna.
Sama gegnir um Austurveg.
Það hefir alltaf verið talað um
að hann verði gerður með var-
anlegu slitlagi. Umferð um hann
er þó heldur minni en um Vest-
urlandsveginn, því vig Lækjar-
botna er meðalumferðin rétt
innan við 1 þúsund bílar á
dag og kemst yfir 1700 bíla þeg
ar umferðin er mest.
Að utan
Alltaf að tala.
Joxe hefur lýst þeirri reglu
sem hann við hefur í samninga-
umleitunum á þennan veg: Það
er um að gera að tala um hvað
sem er til þess að koma i veg
fyrir að upp úr slitni. Tala um
veðrið, fjölskylduna, fréttir
dagsins, hvað sem er, aðeins gð
tala og tala. Á endanum kemstu
að efninu sjálfu. Það tók sex
mánuði að koma Serkjunum að
samningaborðinu svo Joxe gæti
jeitt þessari aðferð. Þær mis-
tókust í fyrstu og annarri lotu.
aðallega vegna of lítils undir-
búnings. En í nóvember 1961 á
sjö ára afmæli byitingarinnar,
þegar útlagastjórnin gaf yfir-
lýsingar um að hún vildi ábyrgj
ast réttindi minni hlutans og
að hún mundi fallast á fransk-
ar herstöðvar i Algier, þá fannst
Joxe vera kominn tími til að
hefja viðræður á nýjan leik.
Þær umræður fóru fram í fe-
brúar s.l. og eru nú frægar
ornar af fleira en því að þar
náðist samkomulag. Þær stóðu
yfir í 10 daga, og fæstir vita
hvað þar fór fram. ^
Samninganefndirnar höfðust
við í skíðaskáia og bjuggu sig
út sem skíðamenn. Joxe fór á
hverjum degi í næsta þorp til
matvælakaupa. Sagði hann þá
svo frá, að hann gerði innkaup
fyrir skóiabörn sem dveldust
þarna í fríi. Kaupmaðurinn
hafði eitt sinn orð á því að það
væri furðulegt hversu mikið
rauðvín þessir skólakrakkar
drykkju!:
Yerki Joxe í Algier er nú að
mestu lokið. Það sem ógert er,
eru smáatriði sem öðrum munu
verða falin. En lýðveldi de
Gaulle hefur of fáa starfsmenn
gæddum hæfileikum Joxe, til
þess að það hafi efni á að láta
hann fara aftur í sitt fyrra em-
bætti — sem menntamálaráð-
herra.
Samkomulagið í Algier mark
ar tímamót í sögu fimmta Iýð-
veldisins. Ný viðfangsefni steðja
að heima fyrir. Áhugi de Gaulls
mun nú beinast meira að þeim
málum, s. s. stofnun bandalags
Evrópuríkja, þar sem hugmynd
de Gaulle er sú að Frakkland
verði forysturíki. Takmark de
Gaulle er einnig að gera Frakk-
land enn áhrifameira á alþjóða
vettvangi.
Hvort sem Louis Joxe verður
forsætisráðherra, utanríkisráð-
herra eða sérlegur sáttasemjari
Frakka, þá er það vízt, að hans
hlutur verður ekki lítill á kom
andi árum.