Vísir - 18.07.1962, Blaðsíða 2
2
Miðvikudagur 18. júlí 1962.
VIS! R
Kom mín eigin geta á ó vart
— Segir Óttar Yngvason, stud. jur
nýbakaður golfmeistari Islands
Það var vitað fyrir frarn
að keppnin í golfmeistara-
mótinu mundi verða geysi
hörð og jöfn og kunnugir
sögðu, að um tíu menn
kæmu til greina sem meist
arar. En fæstir höfðu þó
gert ráð fyrir þeim úrslit-
um sem urðu, fæstir bjugg
ust við Óttari Yngvasyni
sem fslandsmeistara.
Sigur hans var hins veg-
ar sanngjarn og verðskuld
aður. Einbeitni Óttars og
harka, samfara hæfninni,
réði þar úrslitum og hann
var vel að sigri sínum kom
inn. Hann lék af öryggi all
an tímann, sérstaklega
undir lokin, og skaut aft-
ur fyrir sig mun vanari og
reyndari mönnum svo sem
Jóhanni Eyjólfssyni, Árna
Ingimundarsyni og þeim
Ársælsbræðrum úr Vest-
mannaeyjum. - íslands-
meistarinn frá í fyrra,
Gunnar Sólnes, náði sér
aldrei á strik, og varð að
láta sér nægja fjórða sætið.
t
Það ætti þó að vera sárabót fyrir
Gunnar, eins og Óttar sagði, að bik
arinn helzt í lagadeildinni. Þeir
Gunnar og Óttar eru nefnilega báð-
ir laganemar, stunda laganám við
Háskóla íslands.
Meistarinn í fyrsta flokki á meist
aramótinu nú, Kristján Torfason
er einnig stud. juris., svo við spurð
um Óttar þegar við náðum tali af
honum f gaerdag, hvort þeir kenndu
golf í lagadeildinni.
Allt eru þetta ungir menn og
þegar við impruðum á þeirri stað-
reynd, gat hann ekki skýrt þetta
á annan hátt, „en að góðar taug-
ar og keppnisskap þeirra yngri
mannanna reyndust haldbetri en
reynslan, þegar á reyndi“.
Sigurinn kom á óvart
„Annars kom mér mín eigin
geta á mótinu á óvart. Ég gerði
mér vonir, en ég hef ekki haft
tækifæri til að æfa mikið, og
því ekkert alltof bjartsýnn. Æf-
ingarnar hafa verið tiltölulega
takmarkaðar, í hæsta lagi einu
sinni f viku. Ef vel á að vera
þurfa menn að æfa 4 sinnum í
viku, og í Bandaríkjunum 'tefa
atvinnugolfleikararnir 8 stundir
á dag",
„Þú hefur verið vel fyrir kall-
aður?“
„Já, ég komst strax f „stuð“,
og hélt því út alla keppnina. Ég
gaf mér líka gott næði á milli
keppna, hvfldi mig og svaf. Það
róaði taugarnar".
„Er ekki óvanalegt að maður
sem ekki leikur á heimavelli sigri
meistaramótið?"
„Það hefur ekki komið fyrir sfð-
an 1956, þegar Sveinn Ársælsson,
varð meistari, en þá var leikið
bæði f Hveragerði og Reykjavík.
Sveinn er hins vegar Vestmanna-
eyingur. Þar áður held ég að það
hafi ekki komið fyrir síðan Gísli
Ólafsson vann meistaramótið, að
mig minnir 1942.. Þá var hann ekki
á heimavelli/
Kosturinn við það að leika á
heimavelli er einkum fólginn í
því að menn dveljast þá heima
hjá sér milli keppnanna, hafa
næði. Það er ekki svo Iítið at-
riði. Ekki þá endilega af því þeir
séu vanir vellinum. Auðvitað hef
ur það sín áhrif, en hitt held ég
sé þyngra á metunum. Hæfni
góðs golfleikara felst að hálfu
leyti f andlegum hæfileikum,
hugsuninni. Það reynir ekki síð-
ur á það en Ieiknina og lagn-
ina“.
Skemmtilegur völlur
„Þú kannt þá svona vel við þig
á Eyjavellinum?"
„Ég veit það ekki, en mér finnst
sá völlur langskemmtilegastur.
Hann er fjölbreyttastur og um-
Óttar Yngvason stud. jur.
hverfið og aðstæður allar svo sér-
kennilegar og skemmtilegar að það
er ánægja af að leika þar“.
„Hefur þú iðkað golfið lengi,
Óttar?“
,Ekki náttúrulega miðað við þá
sem hafa stundað íþróttina alla
sína ævi og eru komnir á miðjan
aldur. Ég hef stundað golf síðast-
liðin átta ár. Ég átti heima ekki
langt frá golfvellinum, og við fór-
um þangað stundum strákamir.
Svo var það einu sinni að Benedikt
Bjarklind, sem var mikill áhuga-
maður í golfi, og er reyndar enn,
gaf okkur nokkrum strákum gaml-
ar kylfur. Þá fórum við að leika
okkur 1 þessu, og þannig skapaðist
Skákmót sporvagnastjóra
Skákmót sambands norrænna
sporvagnsstjóra verður haldið hér
f Reykjavík dagana 19. til 24. iúlí
n.k.
Taflfélag Hreyfils sem um nokk-
urra ára skeið hefur verið í sam-
bandinu og sent sveitlr sfnar 4
skákmót sambandsins erlendis, sér
um að halda mótið og annast mót-
töku hinna erlendu gesta.
f mótinu taka þátt 43 skákmenn,
þar af 1 Dani, 1 Norðmaður, 22
Svfar og 19 íslendingar.
Að auki verða f hópnum konur
sumrá útlendinganna og annað
venzlafólk, þannig að gestirnir
verða alls 46.
Mótið verður háð í Sjómanna-
skólanum og þar munu hinir er-
lendu gestir búa meðan á dvöl
þeirra hér stendur. Mótið verður
sett fimmtudaginn 19. júlí og
verða þá tefldar 3. umferðir f
öllum flokkum, en þeir verða þrír
Síöasta umferð verður tefld briðju
daginn 24. júli.
Að kvöldi fimmtudags 19. júlí
verður kynningarkvöld með hinum
erlendu gestum í húsi Slysavarna-
félagsins við Grandagarð og
fimmtudaginn 26. júlí verður hald-
ið lokahóf þátttakenda og gesta í
Lídó og þar verða verðlaun afhent.
Auk þess verður reynt að kynna
útlendingunum landið, svo sem
kostur er á, skipulagðar verða
kynnisferðir um borgina og ná-
grennið og einnig verða Þingvellir
heimsóttir, Gullfoss og Geysir.
Með því að halda þetta mót hef-
ur Taflfélag Hreyfils tekið á sig
mikið og kostnaðarsamt starf. Fé-
lagið hefur í því sambandi orðið
að leita til ýmissa aðila um fjár-
hagslega aðstoð og hefur félagið
fengið góðar undirtektir. Vill fé-
lagið færa öllum þeim alúðarþakk-
ir fyrir.
áhuginn smám saman Síðustu tvö
árin þ. e. 1959 og 1960 gat ég lítið
æft mig vegna anna og annarra
ástæðna, og f ár hefur reyndar
ekki mikið farið fyrir þeim held-
ur. Ég hef keppt f þessum smá-
mótum sem klúbburinn efnir til á
hverju þriðjudagskvöldi, það er alft
og sumt“.
Ódýr fþrótt
„Er það ekki dýrt „sport“, gólf-
ið?“
„Ég hugsa að það sé ekki mikið
dýrara en hver önnur íþrótt. Við
borgum 1000 krónur á ári til Golf-
klúbbsins og gildir það þá líka fyr-
ir konur þeirra sem eru giftir. Fyr-
ir þá sem aðeins vilja leika sér,
hafa gaman af og njóta útiverunn-
ar án þess að taka þátt í keppnum,
kostar aðeins 200 krónur. Áhöldin
eru heldur ekki svo ýkja dýr, hver
kúla 40 — 50 krónur, og ef þú vilt
hafa fullkominn útbúnað þá verð-
urðu að hafa 14 kylfur sem kosta
um 5000 krónur. Fyrir byrjendur
nægir hins vegar ein kylfa.
Af einhverjum ástæðum hefur á-
lit fólks verið, að golfið væri of
dýrt, til þess að hver sem er geti
leikið það. Þetta er auðvitað mesti
misskilningur, og væri vissulega á-
stæða fyrir golffélögin að breyta
þessari almennu skoðun".
„Hefur það þá dregið úr áhug-
anum á íþróttinni?"
Tvímælalaust. Fólk, sérstaklega
hér í Reykjavík, hefur almennt ekki
gert sér grein fyrir hve skemmti-
leg og þægileg iþrótt golfið er. Oti
á landi, á Akureyri og í Vestmanna
eyjum eru áhuginn hins vegar að
aukast geysilega. Þó hafa menn t.d.
í Vestmannaeyjum, ekki alltof mik-
inn tíma til þess arna. En á þessum
tveim stöðum er fjöldi iðkenda um
fimmfaldur á við Reykjavík miðað
við fólksfjölda.
Þessu þarf að breyta og er það
þá fyrst og fremst í verkahring okk
ar golfleikaranna sjálfra".
Tveggja landa
landsliðsmenn
Nokkrar umræður hafa spunnizt
um það sérstaklega nú að lokinni
heimsmeistarakeppninni, hvaða
skilyrðum menn verði að uppfylla
til að fá að leika í landsliðum.
Vankantarnir á þeim reglum
komu svo berlega í ljós, í Chile að
hver viti borinn maður viðurkennir
að brýna nauðsyn beri til að
breyta þeim. Þar léku menn £ ýms-
um liðum sem höfðu leikið með
öðrum, jafnvel tveim löndum öðr-
um áður. Sérstaklega er þetta á-
berandi í Suður-Evrópu liðunum,
frá Spáni og Italíu. Di Stefano hef-
ur leikið með Uruguay, Argentínu
og nú Spáni, Puskas varð fyrst
frægur I ungverska landsliðinu. Si-
vori einn snjallasti leikmaður ítala
er borinn og barnfæddur I Argen-
tínu og hefur leikið fjölda lands-
leikja með þeim og í ítalska liðinu
var einn maður, Altafini, sem varð
heimsmeistari með Brazilíumönn-
um árið 1958!
RUGLINGUR
Þetta er framkvæmanlegt á
þann hátt, að í lögunum sem
um þetta fjalla, segir að til
þess „að geta leikið í viðkom-
andi landi, verði maðurinn að
vera fæddur í því. Ef menn eru
fæddir í landi sem þeir teljast
ekki þegnar í, er þjóðemi þeirra
ákveðið, eftir því af hvaða þjóð
emi feður þeirra em“.
Síðari hluti þessa ákvæðis veld-
ur ruglingnum og gefur hinum
ýmsu þjóðum tækifæri til að hengja
hatt sinn á það. Það veldur því
að maður að nafni Di Stefano, sem
er fæddur í Argentínu en á spánsk
an föður getur með góðri sam-
vizku leikið í landsliðum beggja
landanna.,
Að vísu hafa verið settar þær
reglur að knattspyrnumaður verð-
ur að dveljast í þrjú ár samfleytt
I viðkomandi landi til að geta
leikið í lar.dsliði þess, en það á-
kvæði er auðvitað ekki nema
hlægilegt. Ef við lítum betur á of-
annefnt ákvæði þá sjáum við að
þar stendur, feður, en ekki fað-
ir. Það hefur verið nóg að afi eða
jafnvel langafi einhvers knatt-
spyrnumanns sem keyptur er t.d.
til Itah'u hafi verið Italskur, þá
er knattspyrnumaðurinn sjálfur
hæfur til að leika í ítalska landslið-
inu þótt hann hafi aldrei fyrr stig-
ið fæti sínum þar.
ENGINN FRAMHERJI
Þannig var Brazilíumaðurinn Al-
tafini skyndilega orðinn ítali, þeg-
ar félagið sem keypti hann upp-
götvaði að langafi hans hafði ver-
ið ítalskur! Sú uppgötvun var svo
aftur vafasöm og í meira lagi
gruggug.
Og þannig hefur það verið sér
£ ^agi í ítali'u, knattspyrhufélögin
þar hafa einskis svifizt £ þessum
efnum. Fjöldi erlendra knatt-
spyrnusnillinga hefur verið flutt-
ur inn og þeir „£talskaðir“. Afleið-
ingin hefur verið sú, sérstaklega
upp úr 1950, að ungir menn í Ítalíu
sem lögðu út á kríattspyrnubraut-
ina, forðuðust að leika framherja
eða æfa þær stöður, þv£ þar voru
fá sem engin tækifæri til frama i
landsliðinu.
REGLUNUM VERÐUR
A Ð BREYTA
Sem betur fer, hafa flest önn-
ur lönd £ Evrópu hunzað þennan
möguleika, og fylgt þeirri reglu
að velja menn eingöngu f lið sfn,
ef þeir eru fæddir i viðkomandi
landi. Útkoman úr þvi getur einn-
ig orðið kjánaleg. Þannig má benda
á Joe Baker, Skotann sem leikur
i ensk landsliðinu. Hann hefur bú-
ið alla sína ævi £ Skotlandi og for-
eldrar hans eru skozkir. En af til-
viljun voru þau á ferðalagi, hjón-
in, £ Englandi þegar Joe litli fædd-
ist. Hins vegar fá þeir sem fæddir
eru annars staðar en i Englandi,
jafnvel þótt þeir séu fæddir innan
heimsveldisins, ekki að leika með
enska landsliðinu.
Eins og sjá má af þessu rabbi,
þá eru menn ýmist of strangir eða
of linir. Reglurnar gefa tilefni til
þess, og þeim verður að breyta.
En hvernig? Um það standa deil-
urnar og um það eru menn ekki
á eitt sáttir
1