Vísir - 18.07.1962, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 18. júlí 1962.
VISIR
Það er sagt, að margt
af ferðafólkinu, sem flýg
ur yfir heimskautsbaug,
fari í þeim tilgangi ein-
um, að ná sér í skírtein-
ið, sem þeir fá, sem kom
ast yfir bauginn. Sagan
er einna helzt kennd við
gamlar konur frá Banda-
ríkjunum og er hér ekki
seld dýrari en hún var
keypt. En ósennileg er
hún ekki, því að það er
sagt um Ameríkumenn
yfirleitt, að þeir skoði
staðinn, sem þeir ferð-
ast til, þegar þeir eru
komnir heim.
Þeir fari á fleygiferð, komi
víða við og taki myndir af öli-
um mögulegum og ómögulegum
hlutum. Hvergi er staldrað við,
ekkert skoðað — nema mynd-
irnar, þegar búið er að fram-
kalla þær heima! Annað ein-
kenni er þó ekki síður á Ame-
ríkumönnum og kemur raunar
heim við það sem hér hefur
verið sagt. Það er áfergja þeira
í minjagripi hverju nefni sem
þeir nefnast. Þetta á svo sem
ekki eingöngu við um amerfska
ferðamenn, en er þó meira á-
berandi hjá þeim, þar sem flest
ir þeirra hafa meiri auraráð en
gerist meðal Evrópumanna.
„Gorkúlurnar“.
Við hér í Reykjavík höfum
fundið nasaþefinn af þessu. Síð
an ferðamannastraumurinn fór
að verða verulegur á okkar
mælikvarða, hafa minjagripasöl
ur risið bér upp eins og gor-
kúlur. Og ekki minnkaði sá
vöxtur, eftir að skemmtiferða-
skipin fóru að venja komur
sínar hingað. Með þeim er oft-
ast fólk sem ekki þarf að telja
hvern eyri í vasa sínum, auð-
ugir ferðamenn frá meginlönd-
unum beggja megin hafsins.
Þeir leita uppi „gorkúlurnar"
og þurfa þá sjaldnast að leita
lengi. Strax á bryggjusporðin-
um við kóngsins Loftsbryggju
F erðamenn, hótel og
rænar kindur
hefur verið komið upp skúr
rækilega merktum sem minja-
gripasala. í miðborginni hafa nú
um árabil dafnað fjölmargar
búðir, sem eingöngu selja muni
og hluti miðaða við erlenda
ferðamenn. <>
Grænar kindur.
Er þá ekkert til sparað, og ó-
trúlegustu hlutir hafðir á boð-
stólnum. Lituðu gærurnar vekja
mesta athygli meðal innfæddra,
og ef þú ynnir í minjagripasölu
þá rækist þú oftar en einu sinni
á viðskiptavin, sem raunveru-
lega stæði í þeirri meiningu að
hér væru kindur grænar! Flestir
þeir, sem kaupa þó gæruskinn,
snúa sér frekar að eðlilegu lit-
unum, enda mun ódýrari. Okk-
ur er sagt að fólk kaupi alla
mögulega hluti, en meginþorr-
inn leggur þó áherzlu á að fá
gagnlega hluti. 1 því sambandi
vekja ullarvörurnar geysilega
hrifningu, og eru mikið keypt-
ar. Annars er nokkur munur á
því hvað Evrópumenn kaupa og
svo aftur Ameríkumenn. Þeir
síðarnefndu leggja ekki eins
mikið upp úr gagninu sem þeir
geta haft af hlutunum, hafa t.d.
tekið miklu ástfóstri við lítil
merki sem hægt er að hengja
við armbönd. Brúður seljast
mikið og nú ekki alls fyrir
löngu er byrjað að selja kálf-
skinn í stórum stíl.
Hótelin.
Helztu viðskiptavinirnir að
undanförnu hafa verið farþeg-
arnir af stóru skemmtiferðaskip
unum. Það er fólk sem kemur
og fer, stendur við einn, tvo
daga. En svo er það hinn hóp-
urinn, fólkið sem dvelst hérna
um lengri eða skemmri tíma.
Það gerir meira en leita uppi
Þrír ferðamenn á götum Reykjavíkur áður en þeir halda út á land.
minjagripasölur í miðbænum.
í kringum það hefur skapazt
eitt af þessum sígildu vandamál
um á ísiandi, hótelin. Hefur
bæði verið kvartað undan lé-
legri þjónustu og hóteleklu, og
hvort tveggja talið standa æski-
legum ferðamannastraumi fyrir
þrifum. Heiðarlegar tilraunir
hafa verið gerðar til að bæta úr
þessu, og óhætt er að segja að
það hafi tekizt á lofsverðan
hátt, hvað þjónustuna snertir.
Að flestra áliti hefur hún
breytzt mjög til batnaðar, og
verður að þakka það betri húsa
kosti og aukinni samkeppni.
100 á götunni.
Hóteleklan er hins vegar enn
hin sama. Allmörg hótel hafa
hafið starfsemi sína á undan-
förnum árum og alls kyns hús-
næði hefur verið tekið til þess-
ara nota yfir sumarmánuðina.
Útkoman er samt alltaf sú, að
aukning ferðamannastraumsins
er alltaf meiri en aukning hó-
telherbergja og sömu vandræð-
in koma upp ár eftir ár. Má
benda á það, að ferðaskrifstof-
urnar kvarta sífellt undan því
að þær fái ekki húsnæði undir
þá ferðamenn sem koma á
þeirra vegum. Gizka fróðir
menn á, að jafnan séu hér yfir
100 ferðamenn sem ekki fái inni
í hótelum af þessum sökum.
Samkvæmt lauslegri athugun
á fjölda hótelherbergja á land-
inu í dag, má gizka á að þau
séu um 800, þ.e. 1600 rúm. Eru
þá meðtalin öll hótel, gistihús
og önnur þau pláss sem rekin
eru sem slík um land allt. Hins
vegar eru ekki meðtalin öll þau
mýmörgu herbergi sem hótelin
hafa á leigu annars staðar.
Hundrað ferðumenn era doglegn „d götunni
vegnu hótelskorts yfír sumurtínrann
®//
Sjóstunguveiðin vinsæl
Sjóstangaveiðin, nýjasta íþróttin
á íslandi, nýtur sívaxandi vinsælda
og er eftirspurn svo mikil, að full-
skipað hefur verið í flestum ferð-
um ferðum í sumar. Ferðaskrifstof
an Lönd og leiðir hefur i sumar
loigt bát og mann og gefið fólki
þannig kost á að njóta þessa
skemmtilega og sérkennilega tóm
stundagamans.
Ingólfur Blöndal hjá Löndum og
leiðum tjáði okkur í gær, að ferð-
ír þessar hefðu legið niðri nú síð-
ustu daga vegna veikinda skip
'tjórans á bátnum, en nú mundu
þær verða teknar upp aftur um
þes.sa helgi. Er þá eins og áður
farið tvisvar á dag a!la daga vik
unnnr og jafnvel þrisvar, ef eftir-
spurnin minnkar ekki.
„Við iánum stöng, línu, beitu
og galla“, sagði Ingólfur, ,og flest
það sem til fararinnar þarf, nema
mat“.
Lagt er upp úr Nauthólsvíkinni
og stímað beint út um klukku
tíma, eða út fyrir svokallaða
„Sexbauju“ Ferðin öll tekur um 5
tíma. Margir ferðalangarnir koma
með heilu pokana með sér af fiski
til baka Veiðin er jafnt þorskur.
ufsi, ýsa, 'úða og steinbftur oa
jafnvel karfi.
Mikið hefur verið um það i sum
ar, að - heilir starfsmannahópar
hafa tekið sig til og farif iamar
út. „Man ég ekki eftir neinum
sem ekki hefur komið úr þessum
sjóstangarveiðum hrifinn og neill
aður af ferðinni“, sagði Ingólfur
að lokum.
Nýtt
embætti
Eins og kunnugt er gekk síðasta
Alþingi frá löggjöf um Handrita-
stofnun tslands. Embætti forstöðu-
manns hennar hefir nú verið aug-
lýst laust til umsóknar með um-
sóknarfresti til 7. ágúst nk.
Samkvæt lögum um Handrita-
stofnunina skal forstöðumaður
hennar jafnframt vera prófessor
með cakmarkaðri kennsluskyldu
við Heimspekideild Háskólans Um
sækjendur um þetta embætti skulu
láta fylgja umsókn sinni ýtarlega
skýrslu um vísindastörf sín, rit
smíðar og rannsóknir, svo og náms
feril og störf. Enn fremur fylgi ein-
tök af vísindalegum ritgerðum
þeirra, prentuöum sem óprentuð
um. \
Nýtt Sjálfstæðisfélag
Stofnfundur Sjálfstæðisfélags
Strandasýslu var haldinn á Hólma-
vík sunnudaginn 8. júlí s.l. Axel
Jónsson, fulltrúi framkvæmda
stjóra Sjálfstæðisflokksins, setti
fundinn og ræddi um fyrirhuguð
verkefni hans,
Fundarstjóri var kjörinn séra
Andrés Ólafsson, Hólmavík og
fundarritari Jörundur Gestsson.
Hellu.
Axel lónsson flutti erindi um
skipulagsmál Sjálfstæðisflokksins1
og lagði fram frumvarp að .ögum
fyrir félagið sem síðan var sam
þvkkt. Hlaut félagið nafnið Sjálf-
stæðisfélag Strandasýslu og íélags
svæði þess ákveðið Strandasýsla
sunnan Árneshrepps.
Stjórn félagsins skipa: Séra And
rés Ólafsson, formaður, Knstján
Jónsson, Hólmavík, Sjöfn ÁSDjörr.s
dóttir, Hólmavík, Guðjón Jónsson,
Gestsstöðum, Kirkjubólsherppi og
Magnús Guðmundsson, Drangs-
nesi.
Þá voru kosnir fultrúar í full-
trúaráð og kjördæmisráð Sjálf-
stæðisflokksins í Vestfjarðakjör-
dæmi.
Sigurður Bjarnason, ritsjóri á-
varpaði fundinn og árnaði hinu
nýstofnaða félagi heilla í störfum.
Mýr safnvörður
Nýlega skipaði menntamálaráðu-
neytið nýjan safnvörð við Þjóð-
minjasafnið. Er það Halldór J. Jóns-
son, cand. mag. Hann hefur áðn.r
starfað við þjóðminjasafnið á
sumrin og verður fastur star'smaö-
ur þar síðan á sl. hausti. Aðrir safn
verðir auk þjóðmir.javnrðar eru
Gfsli Gestsson og Þorkel! Gríms-
son.