Vísir - 18.07.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 18.07.1962, Blaðsíða 8
V 8 VISIR Miðvikudagur 18. júlí 1962. Útgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 45 krónur á mánuði. í lausasölu 3 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Ömurlegt hlutskipti Fram- sóknar Tíminn hefur valið sér það ömurlega hlutskipti, að vera á móti öllu, sem núverandi ríkisstjórn gerir. Skiptir þar engu máli, hvort um er að ræða aðgerðir, sem hvert mannsbarn sér að eru réttar og nauðsyn-, legar, eða aðrar ráðstafanir, sem skoðanir almenn- ings kunna að vera skiptar um. En eitt hljóta allir hugsandi menn að sjá, sem lesa þessi skrif Tímans: Þar örlar ekki á heilbrigðri gagnrýni. Allt, sem blað- ið segir, er miðað við það, að sverta ríkisstjórnina og stjórnarflokkana. Þeir, sem muna þá tíma, þegar Framsóknarflokk- urinn var í ríkisstjórn, hljóta að sjá að flest þessi skrif eru í hróplegu ósamræmi við það, sem Tíminn hélt fram þá, enda er svo komið, að ýmsir af traustustu fylgismönnum Framsóknarflokksins í bændastétt tala og skrifa þvert á móti þeirri „Iínu“, sem bíaðið og forystumenn flokksins ætlast til að þeir fylgi. Og svo ramt kveður að þessu, að stundum sér ritstjóri Tím- ans sig tilneyddan að slá svolítið af vitleysunni og skrifa um málin af einhverju viti, en þá er það jafn- framt segin saga, að hugmyndirnar eru komnar frá Framsókn, og ríkisstjórnin hefur neyðzt til að fram- kvæma þær af ótta við almenningsálitið! En hlálegast af öllu er þó, að þegar Tjminn treyst- ir sér ekki til að fordæma afdráttarlaust allt, sem áunnizt hefur, þá er skýring blaðsins sú, að vinstri stjómin hafi skilið svo vel við, að þjóðin búi að því enn þá!! Hvað segja menn um svona málflutning? Allir, sem muna fjögur ár aftur í tímann, vita, að þegár þessi ólánsstjórn hrökklaðist frá völdum, var allt í kaldakoli. Lánstraust þjóðarinnar erlendis var glatað, atvinnuvegirnir voru að stöðvast, efnahagslífið var í rústum. Það lá við ríkisgjaldþroti. Vilji Framsóknar- flokkurinn eigna sér sérstaklega það ástand, sem þá ríkti, og miklast af því -- þá verði honum að góðu! Styður nú verkföll og kauphækkanir Það er kunnara en frá þurfi að segja, að foringj- ar Framsóknarflokksins hafa alltaf verið hinir mestu k dragbítar í launamálum, þegar flokkur þeirra hefur verið í ríkisstjórn. Núverandi formaður flokksins, Ey- steinn Jónsson, lýsti því margsinnis yfir á þeim ár- um, að verkföll og kaupkröfur væru glæpur gegn þjóðfélaginu. Nú bregður hins vegar svo við, að þeg- ar þessi maður er í stjórnarandstöðu, styður hann kommúnista í því skemmdarstarfi, sem hann for- dæmdi mest áður. Þessi hentistefna Framsóknarflokksins er þjóð- félaginu mjög hættuleg, af því að hún er vatn á myllu kommúnista. Skiptir þar ekki máli þótt Framsókn hafi grætt á henni einhver atkvæði frá kommúnistum. Samstarfið er óbreytt eftir sem áður. 1 Verður honn nrftnki Adennuers? j Dr. Schröder Gerhard Schröder, nú- verandi utanríkisráð- herra Vestur-Þýzka- lands, fyrrum innanrík- isráðherra, setti sér snemma það mark, að verða ráðherra. Hann náði því, enda hæfi- leikamaður, einbeittur, stefnufastur og fram- sækinn. Þegar hann var innanríkis- ráðherra varð hann oft fyrir harðri gagnrýni — stundum að heita mátti úr öllum áttum. Sjónarmið hans, yfirlýsingar hans, viðhorf hans að því er varðaði meðferð mála o.s.frv. - allt þetta sætti gagnrýni. Og hann átti lítilli lýðhylli að fagna. En á þessu varð mikil og snögg breyting, er hann lét af embætti innanríkisráðherra, til þess að taka við embætti ut- anríkisráðherra vestur-þýzka sambandslýðveldisins. SSSHHKimmíímti 'i 'r • / Vaxandi viðurkenning. Áður var það svo, eða þegar hann var innanríkisráðherra, að andstæðingar hans vildu ekki viðurkenna, að hann ætti neinu fylgi að fagna meðal þjóðarinn- ar, nema helzt hjá konum, og væri það vegna þess, að hann væri hávaxinn og glæsilegur, en ekki vegna gáfna né annarra hæfileika. En þeir, sem áður gagnrýndu hann harðast, bera nú hóflegt lof á hann, og sumir lofa hann enda hástöfum. Dr. Schröders, sem er 51 árs en lítur út fyrir að vera all miklu yngri, hefur alloft verið getið I fréttum, síðan er hann varð utanríkisráðherra í nóv- ember síðastliðnum, bæði f inn anlands- og heimsfréttunum, og virðist þetta hafa komið mörg- um all óvænt. sem slyngur og gætinn mála- miðlunarmaður, og rökstuðn- ingur hans þá oft mjög rómað- ur. Hefur framkoma hans þann- ig á hverjum vettvangi orðið til þess að vekja athygli og sam- hygð fjölda manna og víða um heim. Hlynntur einingu Evrópu. En þegar þetta er athugað nánar þarf það enga furðu að vekja, því að hann hefur kom- ið fram af hófsemi og stjórn- vizku I öllum alþjóðlegum sam- komulagsumleitu.ium. Þessir kostir hans hafa komið skýrt fram, m.a. er hann var áheyrn- arfulltrúi vestur-þýzku sam- bandsstjórnarinnar á utanríkis- ráðherrafundinum í Genf, enn fremur er hann lagði fram vel rökstuddar tillögur um nýtt við horf til þess sem gerist á stjórn málavettvangi AusturEvrópu. Og loks er þess að geta að hann hefur verið óþreytandi að vinna fyrir efnahagslega- oe stjórnmálalega einingu Evrópu Slyngur og gætinn. Á sambandsþinginu í Bonn hefur hann vakið á sér athygli Er nú svo komið, að meira er rætt um hann en nokkurn ann- an stjórnmálamann sem hugsan legan arftaka Adenauers kansl- ara. „Ég veit...“ Dr. Adenauer sagði eitt sinn, á sinn alþýðlega og skemmti- lega hátt, hálft í hvoru í gamni og hálft í hvoru í alvöru: — Ég veit svo sem til hvers dr. Schröder langar — að setj- ast í sæti mitt. Hver veit. Og — hver veit? Dr. Schröd- b 1 ; * ,,,, * er er framsækinn og stefnufast- ur maður, svo sem fyrr var að vikið. Sú saga er sögð, að er Schröder var á barns- eða ungl- ingsaldri, hafi skólaumsjónar- maður spurt hann hvað hann ætlaði sér að verða, og svaraði Schröder án umhugsunar: Ráð- herra. Skjót upphefð. Hann náði þessu marki til- tölulega snemma. Hann var að eins 43 ára, þegar hann var skipaður innanríkisráðherra. Þá var hann yngsti ráðherrann í stjórn Adenauers, og vegna þess, að hann var yngstur ráð- herranna kann hann að hafa sætt óvægnari gagnrýni en ef hann hefði orðið ráðherra eldri. Það var alltaf hægt að beita því vopni, að hann væri ungur og skorti reynslu. En hvað sem því líður, hvort hann sætti réttmætri gagnrýni eða ekki, er hann var innanrík- isráðherra, er ekki að efa að hann stæltist í baráttunni vegna gagnrýninnar, og kom út henni reifur og með óbilaðan kjark og vei undir það búinn að taka við utanríkisembætti Vestur-Þýzka- lands, sem stöðu þess vegna og hversu ástatt er í heiminum þarf að vera í höndum manns, sem er búinn stjórnmálahygg- indum, er sjálfstæður í lund og Vefnufastur. HÉÉ fÉiÉL . ■ ■ . :.:••['• :••:h:.* - ■• ■■.:...■ síwÉSÉí llll 1 i'N ..1 , M r f , i f / ! —T„ ' Gerhard Schröder.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.