Vísir - 18.07.1962, Side 3

Vísir - 18.07.1962, Side 3
Miðvikudagur 18. júlí 1962. Fyrir nokkru flaug hópur Is- lendinga út tii Færeyja. Þeir fóru þangað með Gljáfaxa, Da- kota-flugvél Flugfélagsins. Til- gangurinn var að reyna Iend- ingarskilyrði á flugvellinum hjá Sáurvogi f Færeyjum, en það er eini flugvöllur eyjanna. Var hann Iagður þar á strfðsárun- um af Bretum, en var sfðan illa haldið við. En nú hefur áhugi vaknað með al Færeyinga á því að bæta sam göngurnar við umheiminn og vilja þeir nú mikið til vinna að koma á flugsamgöngum við önnur lönd. Standa yfir athug- anir á því, hvort hægt sé að stækka núverandi flugvöll, svo að stórar flugvélar geti Ient þar. Einnig eru Færeyingar að hefja framkvæmdir, sem eiga að stytta ferðina milli höfuð- bæjar þeirra, Þórshafnar, og Vogaeyjar þar sem flugvöllurinn er. Hins vegar er talið útilokað að leggja flugvöll á sjálfrl höfuð eynni, Straumey, þar sem lands Iagi er þar svo háttað, tóm fjöll og klettar. , íslendingamir, sem fóru með flugvélinni til Færeyja, notuðu tækifærið til að korna á héraðs- samkomu, sem haldin er árlega f Saurvogi og kallast Vestan- Hátíðin í Saurvogi, Vestanstevnan hófst með skrúðgöngu. Hér gengur mannfjöldim undir fánum gegnum bæinn. Með Gljáfaxa til Færeyja stevna. Þangað safnast fólk úr öllum Færeyjum og er þar há- tíð með íþróttakeppni, svo sem keppni í róðri, knattspyrnu og handknattleik. Var góð skemmt un að þessari Færeyjaheim- sókn. Myndsjáin birtir í dag nokkr- ar myndir úr Saurvogsferðinni, sem Jóhann Gfslason loft- skeytamaður tók. Mynd tekin yfir bæinn Saurvog. Efst sést Gljáfaxi, þar sem hann er að lækka flugið til að lenda á flugvellinum. I , .................. Hér sjást flugmennimir við vélina, þeir Guðjón Ólafsson og Jóhannes Snorrason flugstjóri.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.