Vísir - 18.07.1962, Side 4

Vísir - 18.07.1962, Side 4
4 VISIR Miðvikudagur 18. júlí 1962. l.V.V.■.V.V.■.,.V.■.,.,lV.,.■.V.■.■.,.,.V.V.,.,.,.V.,.■.,.,.,.V.,.■.V.^,.,.V.,.V.,^V.,.,.,.■.■.,.,.■.■.■.V.■.*.■.■.,.,.■.■.■.V.,.V.*.V.,.V.W.,.V.,.VA, Á Krosseyju er verzl- un eins og annars stað- ar í grænlenzkum þorp- um. Hún er opin vissan tíma dag hvern, líka á sunnudögum og þangað sækja menn nauðþurftir sínar, þó yfirleitt ekki meira en nauðsyn ber til dagsþarfa, nokkur skot í byssu, fáeinar kaffi- baunir eða 10 grömm af te og nokkur pund af kolum. Verzlunin á Krosseyju er í einu þeirra timburhúsa sem risið hafa í þorpinu hin síðustu árin. Hún er í nokkuð stóru húsrými og þar ægði saman öllum þeim varningi, sem hugsazt gat að fólk þurfti til brúks í lífi sínu. En það voru ekki einungis lífsnauðsynjar sem þar voru seld ar, heldur líka grænlenzkir minjagripir, skornir munir úr hvalbeini. Beinskurður eskimóa er talinn meðal beztu listgreina frumstæðra þjóða, :og sýning, sem ekki alls fyrir löngu var haldin í London á þessari eski- móalist vakti óskerta athygli. En Krosseyjum Grein III hvað sem því líður þá er mikil sala í þessum beinskurðarmynd- um í verzluninni á Krosseyju, sunnudaginn 1. júlí í sumar. Fé- lagar mínir keyptu þá umvörp- um og þóttust hvergi fá nóg. Meðal gripa sem þar voru seld ir voru eftirmyndir af tupilök- um. Tupilak var hræðilegur upp vakningur. Hann var vakinn upp með þeim hætti, að náð var í lík Þorsteinn Jósepsson: Siðvenjur og hjátrú A.-Grænlendinga fóta sér og þuldar yfir þvl galdra setningar, jafnframt var sel- skinnspjatla, tófubein, bjarndýrs hár, fuglshamur eða eitthvað þess háttar ofan á barnslíkinu. Með þessu varð uppvakningur- inn að hálfu leyti maður og að hálfu dýr. Lífi er blásið í þennan óskapnað og úr þvf fær það næringu úr kynfærum þess sem vekur hgnn upp. Þeg- ar uppvakningurinn er talinn vera orðinn nógu stór og kraft- mikill til að gegna hlutverki sínu er honum sagt hvern hann eigi að drepa og að þyí búnu send- ur á brott. Venjulega tekst tupi- lakanum að gegna hlutverki sínu, drepa þann sem honum er ætlað að deyða og éta með húð og hári. Þó getur það kom- ið fyrir að sá, sem sendingin er ætluð, kunni annað hvort eitt- hvað fyrir sér eða beri svo mik- ið af verndargripum á sér, að tupilakinn vinni ekki á honum. Þá snýr tupilakinn sér að þeim sem vakti hann upp og drepur hann. Eskimóinn á austurströnd i Grænlands er hjátrúafullur og bæði trúir á óvættir og illa anda og óttast þá. Hann trúir á duld- ar verur að sama leyti og við trúðum á drauga, afturgöngur og álfa, en þó eru þessar verur þeirra með allt öðrum einkenn- um og blæ. Það eru til verur sem búa f jörðinni, við strand- lengjuna. Þær líkjast mennsku fólki í útliti að öðru leyti en því að þær eru neflausar. Þetta eru hrekkjalómar sem stela frá manni veiði og gera ýmsar aðr- Eskimóar eru allmiklir hagleiksmenn. Beinskurðarlist þeirra hefur vakið mikla athygli víða um heim, og á myndinni hér að ofan sjást tveir smíðisgripir, sem smíðaðir hafa verið á Krosseyju. Til vinstri er veiðimaður með skutul og sel, en til hægri er Tuj»ilak, sem er hræðilegur uppvakningur, að hálfu leyti í mannsmynd og að hálfu dýr. ganga ljósum logUWþ öftast ró- andi í kajökum og~ Öðnrhvoru sjást ljós í gluggum þeirra niðri í jörðinni. Aðrar verur eru þó hálfu verri og hættulegri. Þær heita erqigdlit. Ofan mittis eru þær útlits sem menn, en hafa hunds- fætur. Þetta eru óféti, og misk- unnarlaus með öllu. Þær drepa fólk unnvörpum, ráðast jafnvel En annars eru það hvers kon- ar andar sem ráða meira eða minna gjörðum, og hugsana- gangi eskimóanna. Og öndunum verður að hlýða möglunarlaust svo ekki fari illa, þvf þeir eru hefnigjarnir og þola ekki mót- þróa. Þessi trú á anda gerir þá tortryggna í garð nágranna sinna og félaga, ekki sízt ef um harðan keppinaut í veiði- mennsku er að ræða. Þá má allt- af búast við að þeir sendi anda eða uppvakning til að tortíma keppinaut sínum. Þessi tor- tryggni margfaldast hverju sinni sem óhöpp eða slys ber að höndum. Þá þarf ekki að ef- ast um hvaðan þau koma. Þetta er þeim mun undarlegra sem eskimóinn er í eðli sínu vin- gjarnlegur, hjálpfús og góðlynd- ur og virðist í fljótu bragði eiga allra manna bezt með að búa í sátt og samlyndi við granna sína. Þessi sífellda nagnandi tor- Franili. á bls. 10 Þessi þeldökka og brúnaþunga stúlka gæti minnt á veru, se Þetta er kirkjan á Krosseyju og jafnframt skólahús þeirra eyjarskeggja. Það er eitt af þeim fáu húsum, sem byggð eru að öllu leyti úr aðfluttu byggingarefni. Kirkjan og kristniboð- i5 hafa unnið ötullega að því undanfama áratugi að uppræta hjátrú og ýmsa siði, sem rætt er um í þessari grein.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.