Vísir - 18.07.1962, Side 5
Miðvikudagur 18. júlí 1962.
5
Hinn vaski 10 vetra gæðingur. Ljósm. Vísir B. G.
Kappreiðahestur
strauk
ÞaS kom nokkur undrunar-
svipur á hestaunnendur þegar
þeir heyrðu auglýst eftir einum
fótfráasta gæðing landsins, Vík
ing frá Ártúni, í hádegisútvarp-
inu í gær.
Víkingur hefur sem kunnugt
er verið í fremstu röð, stökk-
hesta, átti m.a. bezta tímann
í 800 m. stökki fyrir landsmót,
71,1 sek., en áþ eim tíma sigr-
aði hann á Hellumótinu í fyrra.
Margir höfðu spáð þessum 10
vetra, vindótta gæðing sigri á
landsmótinu, en svo fór ekki,
þrátt fyrir góðan tíma og
frammistöðu varð hann að láta
sér nægja að hreppa f jórða sæt-
ið.
Vísir átti í morgun stutt sam
tal við eiganda Víkings, Magn-
Skálhoh —
Pramh at 1 síðu
væri að því að vígja kirkjuna á
næsta ári. Það væri svo tiltölu-
lega lítið eftir ógert að vonir
stæðu tiNað ekki stæði á fjár-
magni til þess að fullkomna
verkið. Sem sagt. Skálholts-
kirkja mun verða vígð á næsta
ári.
ús Gunnarsson bónda í Ártún-
um og spurði hann um strok
hestsins.
Magnús tjáði okkur að Vík-
ingur hafi verið í hópi 30 til 40
hesta, er verið hefðu úr ná-
grenninu, sjálfur hefði hann
ekki riðið heim heldur farið í
bifreið og beðið nágranna sína
fyrir hestinn.
Á heimleiinni hefðu þeir svo
áð við Skeggjastaði í Árnes-
sýslu aðfaranótt þriðjudags og
þar hefði sá vindótti skotizt út !
úr hópnum án þess að nokkur
veitti því athygli. Magnús sagð-
ist því hafa auglýst eftir hestin
um í hádegis útvarpinu. Um
það bil 10 mínútum eftir að aug
lýsingin var lesin hefði verið
hringt til sín frá Kolsholti í j
Villingaholti og hefði Oddur;
Jónsson, bóndi?sagt sér að hann I
hefði fyrir klukkustund síðan
orðið var við hest, vindóttan
að lit úti á vegi með beizli,
en hann hefði ekki þekkt klár-
inn, þvi látið hann fara sína
'eið en tekið beizlið heim með
ér Þegar heim kom 'iafði hanr
eyrt tilkynninguna lesna upp
útvarpinu og þá samstundis
hringt og látið vita.
Magnús kvaðst strax hafa far i
ið á bíl með dreng með sér til I
VÍSIR
UNDANGENGNA daga hafa orðið
3 dráttarvélaslys, sem öll eru alvar-
leg áminning um þær hættur, sem
bundnar eru við notkun þessara
tækja.
1 gær vildi það slys til, að Þor-
valdur Jónsson bóndi á Skúmsstöð-
um í Austur-Landeyjum, 77 ára,
lenti undir dráttarvél, og slasaðist
alvarlega. Vísir hefur átt tal við
Bjöm flugmann Pálsson, sem sótti
Þorvald austur. Björn kvaðst hafa
flogið austur á stærri flugvélinni
og haft sjúkrakörfu meðferðis.
Lenti hann á merktri flugbraut á
Berjanesfitjum nálægt þjóðvegin-
um en þar beið hans bifreið og var
svo ekið að Skúmsstöðum þar sem
Ólafur læknirBjö rnsson á
Ólafur Bjömss., læknir á Hellu var
hjá hinum slasaða manni. Bifreiðin
var um hálfa klukkustund á leið-
inni að Skúmsstöðum og var ekið
hrttt en helmingi lengur til baka
á flugbrautina, því að aka varð
þá mjög hægt, þar sem Þorvaldur
var mjög illa haldinn og þoldi ekki
Hótelin -
neitt hnjask og varla, að við hon-1
um væri hreyft. Bæði fram og aftur
hjól traktorsins höfðu farið yfir
hann og var hann marinn á brjóst-
kassanum og rifbrotinn og talin
var hætta á, að hann hefði mjaðm-
argrindarbrotnað. Þorvaldur var
lagður í Landsspítalann. Vísir
spurðist fyrir um h'ðan hans þar
árdegis í dag og fékk það svar, að
líðan hans væri góð eftir atvikum.
DRENGUR HRAPAR
tJR TRAKTORSSKÚFFU.
Björn Pálsson flaug að Gjögri
fyrir helgina og sótti slasaðan
dreng, er hafði hrapað úr traktors
skúffu, en orsök þessa slyss mun
hafa verið hættulegur leikur barna.
Skúffan mun hafa verið komin í
fulla eða nær fulla hæð, tvo metra,
þegar drengurinn hrapaði. Hann
liggur nú í Landsspítalanum og er
enn illa haldinn, enda lærleggur-
inn tvíbrotinn. Þetta slys vildi til
á Bæ í Árneshreppi, þar sem dreng
urinn var í heimsókn. Hann er héð
an úr bænum, heitir Gísli Sigur-
jónsson og er heimili hans að Ás-
garði 105.
Framh. af bls. 1.
enda segja ferðaskrifstofurnar, að
aldrei hafi verið eins. mikið að
gera og einmitt þessa dagana.
Mest er hér um að ræða er-
lenda ferðamenn, fólk, sem dvelst
í bænum eina til tvær nætur og fer
síðan út um landið. — Þetta
er fólk frá Evrópu, ungt og gamalt.
Hér eru einnig margir, sem sitja
ráðstefnur og fundi, eins og alltaf
um þessar mundir, þótt ekki sé
eins mikið um það og 1 fyrra.
Hótelstjórarnir eru sammála um
að gestir þeirra séu nær eingöngu
útlendingar. fslendingar sjálfir
hafa greinilega annað að gera1
þessa dagana en dveljast á hótel-
um í Reykjavík.
Síldveiði —
Framh. af bls. 16.
Seyðisfirði og Norðfirði, og einn
ig hefir eitthvað verið saltað
á Eskifirði og Reyðarfirði sí-
ustu dagana. Það á a. m. k.
við í bókstaflegri merkingu að
saltað er á Raufarhöfn um þess
ar mundir meðan nokkur maður :
er uppistandandi. Fólkið, sem
vinnur á söltunarstöðvunum,!
fær sér aðeins smáblund þegar
það er orðið steinuppgefið.
Það hefir verið gott veður á
FRAM AF BRIMBRJÓT
Á TRAKTOR.
Fréttaritari Vísis í Bolungavík
símaði í gær: Nokkru eftir hádegi
í dag vildi það til, er ungur piltur,
Sigurður Oddson frá ísafirði, 18
ára að aldri, en hann vinnur hér við
hafnargerðina, var að aka dráttar-
vél á brimbrjótnum, að hann ók
vélinni aftur á bak út af brimbrjótn
um og í sjóinn, en dýpi er þarna
um þrír faðmar.
Sigurður reyndi að stökkva af
Sjónvarpið
rh. ai 1. sfðu
ar til móttöku frá gervihnött-
um eru miklu dýrari en þetta.
Talað hefur verið um að bráð
lega verði hægt að ná sending-
um frá gervihnöttum beint á
tækin. Ekki ber verkfræðinum
saman um hve Iangt verði þang
að til, en þeir bjartsýnustu
reikna með fimm árum.
Eitt er enn óvitað, og fæst
sennilega ekki fullreynt að
sinni, sem er hvort við erum á
sendingarsvæði þess gervi-
tungls sem nú er uppi. Mér
þykir sennilegt að við séum
það ekki, þó að ekkert sé hægt
að fullyrða um það.“
Róðstefnan
síldarmiðunum að undanförnu
og hefir það gert stærstu veiði-
skipunum kleift að sigla með
fullfermi hina löngu leið til
Siglufjarðar. Það hefir létt stór-
lega á síldarbræðslunum á
Raufarhöfn og Austurlandi og
bjargað miklum verðmætum.
Leitarskipið Pétur Thorsteins-
son fann nokkrar torfur norður
af Hraunhafnartanga í gær-
kvöldi, aðeins eitt skip fékk þar
270 tunnur.
að sækja hestinn og að Kols-
holti hefði hann komið um þrjú
leytið í gær, en þá hefði verið
búið a taka hestinn inn i hús
í Dalsminni.
Aðspurður um hvort hestur-
mn væri strok-samur, svaraði
Magnús því ti! að svo væn
:kki. Víkingur hefði áður en
rann keypti hann átt heima að
Klængsseli og þegar hann hefði
komið að Skeggjastöðum hefði
hann strax kannazt við sig og
því reikað í burtu.
Framh. af bls. 16,
ur snædd á Þingvöllum að kveldi
25. þ.m. Nokkrir þátttakenda verða
hér nokkra daga áfram og ferðast
um landið, en aðrir munu, fara
fljótlega utan aftur. Einstöku þátt
takendur ráðstefnunnar munu ekki
taka þátt 1 hinni sameiginlegu Vest
urlandsför, heldur fara í sjálfstæð
ferðalög í rannsóknarskyni og þá
til lándssvæða, sem þeim eru sér- i
staklega hugleikin.
Prófessor Áskell sagði að hinir
útlendu þátttakendur ráðstefnunn-
ar hafi látið óskerta ánægju í ljósi
yfir komu sinni hingað, auk á-
nægju yfir ráðstefnunni sjálfri og
árangri hennar. Hann sagði að
þeim fyndist Reykjavík vera hrein
leg og þokkaleg borg, borgarbrag
urinn skemmtilegur og sum beztu
veitingahúsin á alhe’msmælikvarða
Loftleiðir flytja bátttakendur
ráðstefnunnar að og frá landinu
En skipulag ráðstefnunnar siálfra
hefur Eyþór Einarsson grasafræð-
ingur haft með höndum og gert
það með miklum ágætum að þvi j
er próf Löve tjáði Vísi.
vélinni um leið og hún fór út af
en festist við hana og dróst með
henni í kaf. Skaut honum þó fljót-
lega upp og var kastað til hans
björgunarhring, sem hann náði taki
á.
Félagi Sigurðar, Baldur Bóasson,
frá I'safirði, einnig 18 ára gamall,
stakk sér í sjóinn og til hans og
synti með hann að brimbrjótnum.
Eftir björgunina kvartaði Sigurður
um þrautir í baki og fór héraðs-
læknirinn þegar með hann í ísjúkra
húsið á ísafirði. Óttazt er að hann
hafi hlotið alvarleg meiðsli í baki.
Frh. at 16. síðu:
ar bílar yrðu benzínlausir á leið-
inni gegnum Borgarfjörð, sagði Þor
geir þessa sögu: Veitingaskálinn
væri opinn til kl. hálftólf á kvöld-
in. En meðan fólk væri þar enn að
vinnu, væri engum vísað frá. Hins
vegar, ef vakið væri upp að nóttu,
hefði hann látið unglingana, er af-
greiddu benzín, taka 25 króna þjón
ustugjald aukalega, og rynni það
í þeirra vasa, en ekki veitingahúss-
ins, fyrir ómakið. Nýl. hefði komið
á skálann kæra frá Verðlagsnefnd
til komin frá manni, sem vakti þar
upp að næturlagi og var látinn
borga þetta ómaksgjald. Þess
vegna væri ekki sýnt, að hægt yrði
áfram að afgreiða ferðalanga um
benzín eða annað, ef það væri
svo þegið að þeir, sem þægju, teldu
eftir að greiða aukaþjónustugjald
fyrir að vekja fólk upp að nætur-
lagi.
Ungar —
Framh. af bls. 1.
Þó hefur einum húsandarhjón
unum tekizt að koma sér upp
fjölskyldu og tók Ingimundur
Magnússon ljósmyndari Vísis
þessa mynd af fjölskyldunni í
morgun en hjá þeim stendur
gæzlumaður þeirra Sigurður
Samúelsson. í þessari fjöl-
skyldu eru sjö litlir ungar.
En nú vofir hætta einnig yf-
ir þeim. Með einhverjum hætti
hefur dálítil olíubrák komizt í
Tjörnina og er líf unganna í
hættu og þeir orðnir veikir fyr-
ir. Verður nú allt gert til að
reyna að bjarga þeim, m.a.
gerð sérstök girðing fyrir fjöl-
skylduna í Þorfinnstjöm. Bað
Sigurður gæzlumaður Vísi að
koma þeim tilmælum tii almenn
ings að sjá þessa fjölskyldu í
friði nú um sinn.
Bein lína —
Framh. af bls 1.
síintöl þangað þurfa nú að
ganga i gegnum England.
Það er þýzkt sæsímaskip,
Neptun, sem leggur strenginn
fyrst milli Nýfundnalands og
Grænlands, en síðan milli Græn
lands og Vestmannaeyja. Er
þetta nýtt skip og mun það
leggja af stað í fyrstu ferðina
frá Þýzkalandi 23. ágúst. Er á-
ætlað að það hefji legningu sæ
strengsins frá Nýfundnalandi 2.
september og verði búið að
leggja strenginn til Vestmanna
evja í lok september.
Eftir það tekur nokkurn tíma
ið ganga frá tækjunum við
enda sæsímans og prófa og
mæla þau. Er talið að hægt
verði að taka sæsímann í notk
un í kringum áramótin.