Vísir - 18.07.1962, Page 6

Vísir - 18.07.1962, Page 6
6 BÆKUR OG r r V. William Faulkner Nú er William Faulk- ner allur, tæplega hálf- sjötugur að aldri, og eru þá fallnir tveir af mestu rithöfundum Bandaríkj- anna á þessari öld, með stuttu millibili, hinn var Ernest Hemingway, sem féll fyrir eigin hendi ár- ið sem leið. Þeir voru og tveir hinna fáu Banda- ríkjamanna, sem hlotið hafa bókmenntaverð- laun Nóbels, með fárra ára millihili. Það var þeim og sameigin- legt, þótt ólíkir höfundar væru, að þeir fengu viðurkenningu er- lendis áður en þeir voru taldir spámenn í eigin föðurlandi. Það var ekki fyrr en Faulkner var kominn fast að fimmtugu, að landar hans fóru að meta hann sem vert var. En nú er fall hans harmað bæði af Iöndum hans sem bókmenntaunnendum um allan heim. Tilstilli Andersons. Faulkner hóf rithöfundarferil sinn sem ljóðskáld, gaf út tvær ljóðabækur, sem vöktu athygli En með skáldsögu sinn „Sold- ier’s Pay“ sem hann fékk út- gefna 1926 fyrir tilstilli Sher- woods Andersons, gerðist hann fullveðja rithöfundur og fékkst upp frá því við sagnaskáldskap eingöngu. Sagan segir frá heim- komu hermanns úr styrjöldinm og et ein hinna ömurlegustu stríðsbóka. Henni var ekki tek- ið tveim höndum af löndum hans, og það var ekki fyrr en eftir útkomu hennar i Englandi 1930 og afburða góðar móttök- ur þar, að landar höfundar fóru að veita honum verðski.ldaöa athygli. Höfundurinn hafði sjálí ur tekið þátt í stríðinu. Að þvl loknu hélt hann heim og settist að á heimabæ sínum, Oxford ' Missisippi, þar sem hann bjó upp frá því. Og kunnugir þykj- ast þekkja þennan bæ í sögum hans, enda þótt hann gangi þar undir nafninu Jefferson i Yoknapatawpha-sýslu, þar sem margar sögur hans gerast. ömurleg yrkisefni. Annars eru þær hvorki bundn ar stað né stund. Yrkisefni hans eru ömurleg, byggð á reynslo hinnar „týndu kynslóðar” eftir heimsstyrjöldina fyrri, og sögu persóhurnar eru margar eins konar lifandi lík frá horfnum tíma, úrkynjun og mannvonska eru ríkjandi og þær, sem eru mennskar í bezta skilningi og góðar, lúta oftast i lægra hald fyrir hinum. Sögusvið skáldsins er, sem áður segir á átthagaslóö um þess í Suðurríkjunum, og hann hefir sjálfur tekið svo :i) orða, að Suðurríkin hafi .dáið 1865“, hafi liðið undir lok með borgarastyrjöldinni. — Önnur skáldsaga Faulkners, „Sartoris” sem kom út 1929, gerist í Jeff- erson í Yoknapatawpha, hinum táknræna Suðurríkjasmábæ, þar sem íbúarnir eru flestir svertingjar, hvítir fátæklingar, embættismenn og leifar gamalla ætta. Síðan rekur hver bókin aðra, árin um og eftir 1930 er frjósamasti tíminn í rithöfunda ævi Faulkners. A.m.k. á þessum Lýsing Arnarvatnsheiðar Faulkner. áratug komu út þær bækur, þar sem snilld skáldsins bæði rís hæst og kafar dýpst og eru einn ig hvað auðveldastar aflestrar, „Light in August“ (1932) og „Wild Palms“ (1939). En bækur hans cru margar mjög erfiðar lesendum. oft erfitt að skilja söguþráðinn fyrr en f sögulok, virðast óskipulega samdar, sum ar svo óljósar, og atburðarásin svo kynleg, að því hefir verið líkt við það, að þær gerðust á hafsbotni. En þrátt fyrir það, að lesandi, og raunar ekki höf- undur heldur, hafi enga samúð með höfuðpersónum og flestar persónur svo undarlega vondai og úrkynjaðar að vart sé mögu legt slíkt samansafn fólks í einu samfélagi, þá eru þær sam' flestar lifandi I höndum höfund ar, hann blæs lífsanda i þessar múmíur og manni finnst, ■■■em þær hijóti að vera til f léttari lón. Langflestar sögur Faulkners eru í sama dúr. En upp á síð- kastið hefir hann brugðið vana sínum. Skömmu áður en hann lézt kom út skáldsaga eftii hann og nefnist „The Reivers" sem er I léttari tón en allt, sem hann hafði áður sent frá sér. Henni hefir verið líkt við hinar sígildu sögur eftir Mark Twain, um Tuma litla og Stikkilsberjar Finn. Þessi síðasta saga Faulkn ers gerist 1905 og höfuðpersón- urnar eru 11 ára gamall hvítur drengur, gamall svertingi og Indíánakynblendingur, og segir frá bílferð, sem þeir tókust á hendur um Mississippiríki og margs konar ævintýrum, er þeir rötuðu í. „Ég trúi...“ Faulkner var ekki hneigður til skólamenntunar, lauk ekki menntaskólanámi og var svo lít ið gefið um bókmenntamenn, að hann hataði allt tal um slíka hluti, komst sjálfur svo að orði: „Ég er ekki bókmenntamaður, heldur uppgjafarbóndi ég skrifa mér til skemmtunar og dægra- styttingar". Hann lét þó til leið- ast að flytja fyrirlestra við nokkra háskóla í heimalandi sínu, og hann kom í boði til íslands fyrir fáum árum og flutti fyrirlestur 1 Háskóla ís- lands. Og þegar hann veitti við töku bókmenntaverðlaunum Nóbels, flutti hann ávarp, sem siður er. Þar setti hann fram í fáum orðum skoðun sína á þeim mikla harmleik mannlífs- ins, sem gengur eins og rauður þráður í öllum sögum hans. En hann lauk máli sínu með þess- um orðum: „Ég trúi því, að mað urinn muni ekki aðeins þreyja allar þrautir, hann mun bera sigur af hólmi.“ Vondoiur — Framh. af 7. síðu. — Hann eyðir um níu lítrum i venjulegri stöðvarkeyrslu í bænum. Að sjálfsögðu eyðir hann eitthvað minna í utar.bæj- arkeyrslu. Þetta er ekki mikil eyðsla miðað við það, að þetta er hráolía. — Hvernig er að vera I hon- um? — Hann er mjög þægilegur. Það er meira að segja svo að fólk hefur orð á því að fyrra bragði. — Þykir þér bíllinn vandaður? — Ég hef verið bifvélavirki í átta ár og ég get fullyrt að frágangur á þessum bíl er ó- venju góður Allir hlutir eru ein faldir en ekkert til þeirra spar- að, Gott er að komast að öllu sem gera þarf við Það er gott dæmi um fráganginn að allt „skottið“ er fóðrað að innan með filti. Það sem mér líkar þó bezt við bílinn er hvað hann er lipur og léttur 1 akstri. Sam- anborið við stóru bílana er hann ákaflega léttur og viðráðanlegur. — Veldur það ekki óþægind- um að hann er ekki skráður fyr- ir sex menn.- — Ég er nú búinn að vera með hann í mánuð og það hefur aðeinc komið fyrir tvisvar að þörf væri fyrir bíl sem tekur sex farþega . Árbók Ferðafélags íslands er ný komin út fyrir yfirstandandi ár, en það er 35. bókin sem félagið hefur gefið út um ísland, byggðir þess og óbyggðir. Bókin, sú sem nú kemur fyrir almenningssjónir er um Arnar- vatnsheiði og Tvidægru og er höf- undur hennar Þorsteinn Þorsteins- son frá Húsafelli, kennari á Hvann- eyri. Þetta er lýsing á landsvæðinu milli byggða Húnavatnssýslu og Borgarfjarðar, en þar eru samföld heiðalönd með ógrynni af tjörnum og vötnum. Syðst og austast gnæfa jöklamir, Langjökull og Eiríksjök- ull yfir þetta mikla vatnasvæði, j það mesta á íslandi, og sunnan við ■ Eiríksjökul fellur breiður og mik- ill hraunstraumur úr gígaröð við Langjökulsrætur. Þetta er Hall- mundarhraun, sem er marga tugi kílómetra á lengd og nær alla leið niður I Borgarfjarðarbyggð. Frá öllu þessu væði segir Þor- steinn í bók sinni, lýsir landinu og ’ segir frá sögulegum atburðum sem 1 gerst hafa þar á heiðum uppi, slys- fömm, veiðiferðum og útilegu þjófa og útlaga. Heiðalýsingunni er skipt í sex meginkafla. 1 þeim fyrsta segir frá Eiríksjökli og Flosaskarði, í þeim næsta Hallmundarhrauni, hellum í þvi og útilegumannafylgsnum. Þriðji kaflinn fjallar um Norðlinga fljót, stærsta vatnsfallið á þessu landsvæði, svo og næsta umhverfi þess. 1 fjórða kafla, sem er meg- inþáttur bókarinnar er heiðunum lýst og leiðum hinum fornu, sem yfir þær lágu. Þar lágu ýmsar leið- ir og slóðir á meðan hestaferðalög voru enn í tízku. Voru þar kunn- astar Arnarvatns- og Grímstungu- heiðarvegur, Tvídægra og Núpdala- götur, fyrir utan Holtavörðuheiðar- vegur, þar sem akbrautin milli Norður- og Suðurlands liggur nú. I fimmta kafla segir frá heiða- vötnunum, sumum þeirra stærstu og merkustu lýst og enn fremur veiðiferðum. í sjötta og síðasta kaflanum er lýst skiptingu ein- stakra heiðaflæma milli héraða og sveita. Steindór Steindórsson mennta- skólakennari frá Hlöðum skrifar stuttan þátt um gróður á Arnar- vatnsheiði. Aftast í bókinni er nafnaskrá og er að henni mikill kostur fyrir þá sem þurfa að leita að ákveðnum stöðum eða örnefnum. Væri æski- legt að allsherjar nafnaskrá yrði gefin út yfir allar árbækur Ferða- félagsins fram til þessa. Að venju er skýrt frá félagsmál- um í Árbókinni, birt aðalfundar- gerð og ársskýrsla félagsins, svo og skýrslur einstakra deilda Ferða- félagsins. Akureyrardeild Ferðafélags Is- lands hefur um tuttugu ára skeið gefið út lítið ársrit sem það nefnir „Ferðir". Tuttugasti og fyrsti ár- gangur ritsins er nýlega kominn út og er hann helgaður Dyngju- fjöllum og öskju bæði í bundnu máli og óbundnu. Þar er enn frem- ur skýrt frá félagsmálum og birt ferðaáætlun yfir sumarið, en alls er þar gert ráð fyrir 13 ferðum til hausts, auk þess sem áætlun er í Herðubreiðarlindir og öskju um hverja helgi í júlí og ágústmán- uði, svo fremi sem nægileg þátt- taka verður. Fulltrúaróð stofnoð í Suður-Múlasýslu Stofnfundur fulltrúaráðs Sjálf- stæðisfélaganna í Suður-Málasýslu var haldinn á Reyðarfirði þann 2. júlí s.i. Jón Pétursson, alþingismaður, setti fundinn og gat þeirra verk- efna, sem fyrir honum lægju. Fundarstjóri var kjörinn Gísli Sig urjónsson, Reyðarfirði og fundar- ritari Axel V. Tuliníus, sýslumaður, Eskifirði. Axel Jónsson, fulltrúi, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, flutti erindi um skipulagsmál flokks ins, og lagði fram frumvarp að lögum fyrir fulltrúaráðið, sem síð- an var samþykkt. Stjórn fulltrúaráðsins skipa: Þor leifur Jónsson, Eskifirði, formaður, Gísli Sigurðsson, Reyðarfirði, Páll Guðmundsson, Gilsárstekk, Breið- dal, Magnús Þórormsson, Búðum, Fáskrúðsfirði. Tngólfur Hallgríms- son, Eskifirði. Þá voru kosnir fulltrúar í kjör- dæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Austurlandskjördæmi. Framh. af 7. síðu. sama er hversu margir eru í bílnum, hann er alltaf í sömu hæð frá jörðu. — Bíllinn liggur með afbrigð um vel á vegi. Stafar það ekki sízt af því að hann er með fram- hjóladrifi, sem dregur hann í gegn um beygjur í stað þess að ýta honum. Má heita að sama sé hversu hratt er farið í beygju ef þess er gætt að gefa inn benzín á meðan. — Bíllinn er með 4 cylindra vél, 72 hestöfl og eyðir um níu lítrum á hundraðið úti á vegum, en ellefu í bænum. Þetta er ekki mikil eyðsla miðað við það að hér er um að ræða hraðskreiðan fimm til sex manna bíl. Far- begatalar fer eftir því hvort fengið er heilt framsæti, eða stólar. Hægt er að leggja niður bak framsíæta og nota bílinn til svefns. — Ég hef nú átt þennan bíl í þrjú ár og er í alla staði mjög ánægður með hann FölksbiH — Framh. af 7. síðu. ustu óvegi. Hann kemst að vísu ekki allt sem jeppar fara, en kemst þó ótrúlega mikið. — Vélin í bílnum er mjög lítil og hann er því ekki sér- lega hraðskreiður upp brekkur, en maður getur alltaf verið viss um að komast þangað sem ferð- Hinni er heitið. Ég álít að þessir bílar henti vel hér á Is- landi. Þeir eru afar gangöruggir og þola vel misjafna vegi. — Ég á tvö börn, sem aka bíl. Þegar þau eru á þessum bíl þarf ég engar áhyggjur að hafa af honum. Ef eitthvað skemmist þarf ég ekki annað en að panta það frá Kaupmanna- höfn. Ef til dæmis væri um að ræða bretti myndi ég skipta um það sjálfur. Það tekur aðeins stutta stund. — Bíllinn er mjög sparneyt- inn, eyðir aðeins 5 lítrum á hundrað kílómetra og ekki skipt- ir máli í eyðslu hvort ekið er innan bæjar eða utan hans. — Það verður varla sagt að þessi bíll sc fallegur, en samt hefur hann náð miklum vinsæld um i Evrópu og selst sífellt meira á Norðurlöndum. Það þyk ir öllum vænt um þá sem eiga þá.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.