Vísir - 18.07.1962, Qupperneq 10
V'lSIR
José Greco í dansi,
Spánskur listdans er íslenzkum
leikhúsgestum ekki með öllu ó-
kunnur, því að Rósaríó-ballettinn
sýndi hér í Þjóðleikhúsinu fyrir
nokkrum árum við mikla hrifningu
og varð aðsókn að þessum ballett-
sýningum mjög mikil. Jón Valgeir
var þá nemandi á Listdansskóla
Þjóðleikhússins og varð hann svo
heillaður af list þessara dansara,
að hann ákvað að fara til Spánar,
sem hann og gerði, og stundaði þar
nám við ágætan spánskan listdans-
skóla um nokkurn tíma.
Stjórnandi oð aðaldansari flokks-
ins, José Greco, er fæddur í ítalíu
og er kominn af spönskum foreldr-
um. Sjö ára gamall fór hann til
Sevilla á Spáni og komst þar fyrst
í kynni við spönsku þjóðdansana.
Þegar jafnaldrar hans léku sér úti
á götum Seville í bófaleik þá not-
aði hann tímann til að horfa á dans
ara kaffihúsanna æfa hina óviðjafn
anlegu Flameco dansa. Hann var
fljótur að tileinka sér dansspor
þeirra og náði á skömmum tíma
ótrúlegri leikni. Ungur að árum fór
hann ásamt foreldrum sínum til
Ameríku og lærði þar dans um
fimm ára skeið.
Eftir það fór hann aftur heim
til Spánar stofnaði sinn eigin ball-
ettflokk og ferðaðist um Spán, þar
sem dansarar hans sýndu við mik-
inn fögnuð. Á skömmum tíma vann
hann sér virðingarheitið „Bezti
dansari Spánar“.
Nú fóru að berast tilboð frá i
öðrum löndum. Lagði ballettflokk- I
ur José Greco þá Iand undir fót |
og sýndi í flestum löndum Vestur- i
Evrópu við mikla hrifningu. Árið ;
1952 fór Greco í fyrsta sinn til
Bandaríkjanna og var upphaflega
ákveðið að sýna þar I tvær vikur,
amerískir dansunnendur vildu ekki
sleppa þeim svo að sýningarferð-
in tók eitt ár í það skiptið. Ballett
flokkurinn hefur oft farið síðan til
Bandaríkjanna og jafnan sýnt þar
við mikla hrifningu.
Auk þess hefur José Greco dans- •
að í kvikmyndum eins og t.d. Um-
hverfis jörðina á 80 dögum, sem
sýnd var hér fyrir nokkru.
Það er mikið fagnaðarefni að fá
jafnágæta iistamenn til landsins
eins og José Greco og dansarar
hans eru, og er vonandi að íslenzk-
ir leikhúsunnendur kunni að meta
hað að verðleikum.
José Greco hefur samið alla
dansana fyrir þessa sýningu |
Dansarar í flokki Grecos, að dansa einhvem sverðdans.
Hinn heimsfrægi ballettflokkur
José Greco kemur til landsins þann
20. ágúst n.k. og sýnir nokkrum
sinnum á vegum Þjóðleikhússins.
Fyrsta sýningin verður þann 21.
ágúst n.k. Guðlaugur Rósinkranz,
þjóðleikhússstjóri, hefur marg sinn
is reynt að fá þennan fræga ballett
flokk til landsins, en sökum anna
dansaranna og stjómandans. José
Grecos,, hefur það ekki tekizt fyrr
en nú. Fáir listdansarar eru eftir-
sóttari um þessar mundir neldur
en Greco og dansarar hans og það
telst jafnan mikill listaviðburður
þegar José Greco ballettinn sýnir
hina skapheitu suðrænu og list-
rænu dansa. í þeim speglast
spönsk þjóðarsál og hin aldagamla
spánska menning.
í þessum ballettflokki eru meira
en 20 listamenn og hafa flestir
dansarnir verið í mörg ár í ballett-
flokki José Grecos og hefur hann
kennt mörgum þeirra og æft dans-
ana. Allir eru dansarnir í fremstu
röð sem sólódansarar þótt stjórn-
andinn, José Greco, beri langt af
enda er hann talinn bezti dansari
i sinni grein, sem völ er á um
þessar mundir. Dansarnir, sem lista
fólkið sýnir, eru mjög fjölbreyti-
legir þótt hæst beri hinn frægi
„Flamenco“ dansar, sem hafa orð-
ið mjög vinsælir hjá Vesturlanda-
búum, en engir geta dansað af
jafnmiklum skaphita og tilþrifum
eins og Spánverjar. Búningar lista-
fólksins eru mjög fagrir og litríkir
óg skiptir listafólkið oft um bún-
inga til að auka tilbreytni og lit-
brigði sýningarinnar.
. ■ -- Miðvikudagur 18. júlí 1962.
SIÐVENJUR -
Framh. af bls. 4
tryggni í garð nágrannans eða
hins ímyndaða óvinar hefur oft
og einatt leitt til mannvíga En
banamaðurinn eða morðinginn
gengur þess ekki dulinn að hins
drepna verður hefnt. Þó eru það •
ekki fyrst og fremst ættingjarnir
sem óttast þarf, enda þótt blóð-
hefnd hafi ríkt meðal eskimóa
fram til þessa dags, heldur er
það fyrst og fremst sál hins
myrta eða drepna sem er hættu
leg. Hún er óttalegust af öllu
óttalegu og þaðan er hefndar-
innar fyrst og fremst að vænta.
Eitt ráð er þó happavænlegast
gegn hefnd sálar þess myrta.
Það er að brytja líkið í stykki
og dreifa þeim sem víðast og
á hina ólíklegustu staði, varpa
sumum í sjó, grafa aðra í jörð,
gefa hundum þau eða drqifa út
um urðir og klappir. Viss hluti
af sálinni fylgir hverjum líkams-
parti og í því fleiri staði sem
hún tvístrast þeim mun örðugra
á hún með að sameinast aftur
til átaka og hefnda.
Veiðiskapurinn og öfund I
sambandi við veiði er í flestum
tilfellunum höfuðorsök til ill-
deilna og mannvfga í lífi fólks-
ins sem oft hefur valdið erfið-
leikum og jafnvel mannvígum,
en það er afbrýðisemi út af
konum. Þetta er líka út af fyr-
ir sig merkilegt, því Grænlend-
ingarnir hafa verið mannaJrjáls
lyndastir í hjúskaparmálum og
kalla í þeim efnum ekki allt
ömmu sína. Grænlenzkur trú-
boði, Christian Rosing, sem
skrifað hefur bók um þjóðlíf og
þjóðtrú á austurströnd Græn-
lands, ekki hvað sízt í Ang-
maksalikhéraðinu, telur það al-
títt að þrítugir menn hafi verið
kvæntir 8 — 10 sinnum áður en
þeir hafi náð þeim aldri. Það hef
ur verið litlum vandkvæðum
bundið að festa sér konu þar í
landi og jafn auðvelt að losna
við hana aftur. Ef öðrum mak-
anum líkar ekki við hinn, sama
hvort það er hann eða hún, er
vandinn ekki annar en sá að
fara til einhvers annars og taka
saman við hann. Þá er hjóna-
bandið uppleyst og úr sögunni.
Meiri örðugleikum er þetta þó
bundið, enda fátíðara ef börn
hafa fæðzt í hjónabandinu.
Sem dæmi um frjálslyndi í
hjúskaparmálum má geta þess
að oft skiptast Grænlendingar
á konum. Ef nágranni kemur
í heimsókn er ekkert eðlilegra
en húsráðandi skreppi á meðan
á heimili gestsins og eigi vin-
gott við eiginkonu hans. Þvílík
skipti þykja alls ekki umtals-
verð og enn síður að ástæða
sé til að hneykslast á þeim. Tví-
kvæni er alsiða meðal Grænlend
inga. Þá var alsiða leikur sem
kallaður var að „slökkva ljós-
ið“ Hann var helzt hafður um
hönd ef fjarlægan og góðan næt
urgest bar að garði. Er búið
var að slökkva ljósið hófst eins
konar eltingarleikur viðstaddra í
náttmyrkrinu sem lyktaði jafn-
an með því að hver og einn
fann sér „viðhald“, eða maka
sem hann sængaði hjá það sem
eftir var nætur. Að sjálfsögðu
er þetta fyrst og fremst gert til
Þar sem frá var horfið hér að
framan að tala um anda, áhrif
þeirra og vald yfir mannfólkinu,
má benda á þau miklu og óhugn
anlegu áhrif sem þessi hjátrú
hafði á andlegt líf og velferð
fólks, ekki sízt í sambandi við
ýmiss konar siðvenjur. Þannie
varð að fylgja mjög ströngum
reglum í sambandi við dauðsföll
til að reita ekki andana til reiði.
Um leið og dauðsfall ber að
höndum verður að bera alla hús
muni og öll skinn út úr hús-
inu og láta standa úti í 3 daga
og þrjár nætur samfleytt áður
en það er flutt inn í húsið aft-
ur. Það skiptir engu hvernig
veðrið er. Ef kona missir barn
sitt eða eiginmann er hún vegna
andanna sett í hroðalega pris-
und, sem varir vikum saman
eftir að dauðsfallið hefur átt sér
stað. Hún má ekki standa upp
af rúmbálki sínum heilan mán-
uð á eftir, ekki tala upphátt,
ekki beygja sig niður á gólf,
ekki taka neitt til handargagns
og ekki einu sinni bera sig eftir
björg, en hún má neyta matar
sem aðrir rétta að henni. En
jafnvel eftir að hún má fara að
hreyfa sig verður hún 1 ýmsum
tilfellum að gæta ákveðinnar
varúðar, má hvorki horfa til
himins né út til hafs, ekki nefna
nöfn veiðidýra og loks skal hún
gráta í heyrandi hljóði bæði
kvölds og morgna 1 heilt ár frá
þvl er dauðsfallið bar að hönd-
um. Hlutskipti sem þetta getur
haft hinar alvarlegustu afleið-
ingar í för með sér, ekki sízt
fyrir ungar konur. Karlmaður-
inn sleppur betur frá þessu, því
þótt kona hans deyi þarf hann
ekki að syrgja hana nema þrjár
nætur samfleytt, að því búnu
má hann fara út til veiða. And-
arnir taka ævinlega mikið tillit
til veiðiskaparins.
Dauðir eru ekki jarðaðir, held
ur sökkt í sæ. Það er í sjálfu
sér skiljanlegt þegar þess er
gætt að víða er bókstaflega eng-
inn jarðvegur til, ekkert nema
klappir og fast berg. Sá siður
þekktist ef móðir dó frá lifandi
barni að því var fleygt
lifandi í sjóinn með líkinu. Ef
til vill til að losa föðurinn við
það umstang sem gæzla og upp
eldi barnsins hafði f för með
sér. Hann hafði öðrum hnöpp-
um að hneppa. Veiðimennskan
var hans líf og henni varð hann
að helga sig óskiptur.
Andasæringar voru algengar
og ákveðinn þáttur I tilveru
hvers eskimóaþorps. Angákut
voru þeir menn kallaðir sem
særðu fram anda. Það var mikil
list og mikil viðhöfn I sam-
bandi við það. Gat varað heilar
nætur. Angákutinn eða særinga
meistarinn skilur sál sína burt
frá líkamanum, og á meðan búk
urinn heldur sig inni í stofu,
reikar sálin ýmist til guðdóms-
ins í ríki himnanna eða niður í
djúp hafsins. Angákutinn lýsir
för sinni og sýnum í skáldleg-
um og viðhafnarmiklum orðum
og á áhrifaríkan hátt. Særingar-
maðurinn rekur púka og illa
anda á brott, hann læknar þá
sem veikir eru, hann breytir
veðrinu til hins betra, bræðir ís-
inn á firðinum og dregur seli
og aðra veiði nær. Angákutinn
er hin mikla hjálparhella, lækn-
ir og verndari íbúanna.
Öðru máli gegnir með galdra-
mennina. Það eru óþokkar, sem
einvörðungu gera mönnum
mein, ýmist eigin óvinum eða
takast á hendur fyrir laun að
koma mönnum fyrir kattarnef.
Aðferðirnar eru óteljandi og illt
að varast þær, Helzta ráðið til
að verja sig slíkum ófögnuði er
að bera á sér verndargripi; Það
eru ýmiss konar munir serp Felr
sér töframátt jegn illum önd
-im og hvers konar ásóknum
Þeir geta líka haft þá náttúru
að vernda ’líf bezta hundsins
draga að veiði og búa yfir ýmiss
konar mætti.