Vísir - 18.07.1962, Qupperneq 16
m
ISIR
Miðvikudagur 18. júlí 1962.
► Tilraunaflugvélinni bandarísku
X-15 hefur verið flogið 92.8 km.
í loft upp og er talið að fyrir þetta
nýja hæðarmet verði White ofursti I
sem komst I þessa hæð í flugvél- [
inni, sæmdur heiðursmerki geim-!
fara.
Vísindaráðstefnunni
lauk í dag
Visindaráðstefnu náttúrufræðing
nnna, sem staðið hefur yfir und-
anfarna daga Iauk um hádegisleyt-
ið í dag.
Að þvf er dr. Áskell Löve prófes
sor tjáði Vísi í gær hefur ráð-
stefnan í hvívetna gengið að ósk-
um og alls hafa verið flutt á henni
29 erindi, sem segja má að hafi
verið hvert öðru merkara og betra.
Flest erindin hafa útlendir vís-
indamenn flutt, en nokkur erindi
sem Islendingar fluttu og hafa þau
á engan hátt staðið hinum erlendu
að baki.
Þessir Islendingar hafa flutt er-
indi á ráðstefnunni: Trausti Ein-
arsson, Eyþór Einarsson, Steindór
Steindórsson, Þorleifur Einarsson,
Sigurður Þórarinsson, Áskell Löve
og Doris Löve, sem er íslenzkur
ríkisborgari þótt hún sé erlend að
uppruna.
Síðari hluta dags hafa jafnan
verið almennar umræður, 2 klst. á
hverjum degi, þar sem rætt hefur
verið um erindin sem flutt hafa
verið. Þessar umræður hafa í heild
verið mjög lærdómsríkar.
Alls hafa 70 manns sótt fundi
ráðstefnunnar, þar af um 20 Is-
lendingar og 50 útlendingar.
Eftir hádegið í dag býður ríkis-
stjórnin þátttakendum ráðstefnunn
ar til síðdegisdrykkju, en á sunnu
daginn fóru þeir í kynnisför til
Gullfoss, Geysis og Þingvalla og
sátu þá veglegt miðdegisverðar-
boð Reykjavíkurborgar við Sogs-
fossa. Rómuðu gestirnir höfðing-
legar móttökur og rausnarlegar
veitingar borgarstjórnar.
Á morgun verður efnt til sam-
eiginlegrar ferðar, sem flestir taka
þátt í, allt vestur að Brjánslæk á
Barðaströnd. Verður farið um Hval
fjörð, Borgarfjörð og Mýrar vest-
ur á Snæfellsnes og gist að Búðum.
Daginn eftir er ferðinni heitið um
norðanvert Snæfellsnesið, síðan
um Dali, fyrir Gilsfjörð og staldrað
við í 2 daga að Bjarkarlundi I Reyk
hólasveit. Að þvl búnu er ferðinni
heitið vestur í Vatnsfjörð og að
Brjánslæk á Barðaströnd, en þar
eru elztu jurtaleifar, sem fundizt
hafa á íslandi 50-60 milljón ára
gamlar. Þegar þær mynduðust
mun loftslagið hér hafa verið svip-
að það er nú í Virginíufylki I
Bandaríkjunum.
Frá Brjánslæk verður farið aftur
til baka vestur Barðastrandasýslu
og síðan sem leið liggur suður
í Borgarfjörð. Þar liggur leiðin inn
Borgarfjarðardali, yfir Kaldadal og
síðasta sameiginlega máltíðin verð
Framh. á bls. 5.
Hér sést hluti minjasafnsins
í sal veitingaskálans við Hvitár-
brú. Þessir munir eru, taldir frá
vinstri: Sauðskinnsskór, eggja-
trog, kvamarsteinn, Iaxasleggja,
ullarkambar, blöndukútur og
klyfberi, steinn úr fjósbás og
hrossabrestur. Myndirnar eru
allar gamlar íslenzkar teikning-
ar, algengar á heimilum úti um
land til skamms tíma. Sú lengst
til hægri minnir á söguna um
litla telpu í austfirzku þorpi, er
kom með fóstru sinni á heimili
eitt í fyrsta sinn
orða bundizt, er hún hafði
nokkra stund virt fyrir sér
myndimar á veggjunum í stof-
unni: „Er hér enginn Hallgrim-
þr?“ En, sem sagt, skálinn við
Hvítárbrú hefir líka m.a. Hall-
grím til að sýna gestunum.
Þjóðminjasafn í veitingahúsi
Fréttamönnum var í gær boðið
upp í veitingaskálann við Hvítár-
brú til að skoða þar hús hátt og
lágt og fara í róður út á Hvítá til
að sækja í soðið, og síðan heim til
að sjóða soðninguna o. s. frv.
Veitingastjóri skálans, Þorgeir
Pétursson, sem þar hefir ráðið hús-
um s.l. sex ár, er úr Reykjavík og
var áður matsveinn á skipum Eim-
skipafélagsins, hefir gert s^r það
til skemmtunar að safna að sér
gömlum munum hvaðanæva af
gömlum borgfirzkum heimilum og
Svartur sjór af síld fyrir austan
Mesta síldveiði sumarsins
J ’V í.«l bJUd
,,Ég hef aldrei séð aðra eins
síld síðan ég var drengur og
það var á Grímseyjarsundi,"
heyrðist skipstjóri nokkur segja
í talstöð sína í gærkvöldi. —
Hann var þá staddur úti af Aust
urlandi og þar var svartur sjór
af sild í nótt og meiri veiði en
nokkru sinni fyrr á þessu sumri.
Mest var veiðin 20—45 mílur
austur af Langanesi og höfðu
alls 75 skip tilkynnt um veiði
kl. 8 í morgun. Þau voru mörg
með fullfermi og öll með góða
veiði. Heildarafli þessara skipa
var 62 700 mál og tunnur.
Það er þó ánægjulegast í
þessu sambandi að síldin fyrir
austan, einkum sú sem veiðist
út og austur af Langanesi, er
að fitna og er orðin allsæmileg
til söltunar, og £ mörgum til-
fellum ágæt. Hún er nú sölt-
uð ofan af skipunum eins og
unnt er og á meðan nokkur er
uppistandandi á Siglufirði, Húsa
vlk, Raufarhöfn, Vopnafirði,
Framh. á bls. 5.
hengt þá upp á veggina i veit-
ingasalnum, sem þar komast fyrir.
Er þar nú saman komið á einn
stað álitlegt minjasafn og það eitt
út af fyrir sig nægt tilefni að fara
inn í skálann, að skoða hlutina,
sem þar hanga á veggjum. Og Þor-
geir á meira í fórum sínum, sem
hann ætlar að hengja upp, þegar
hann er búinn að stækka skálann,
sem hann hefir þegar látið gera
teikningu af og ætlar að ráðast £
mikla stækkun áður en langt um
líður. Eftir sfðustu stækkun skál-
ans rúmar hann nú 85 gesti við
borð i salnum.
Þorgeir kvað' mikið hafa verið
um útlenda gesti £ sumar. Er frétta
menn spurðu hann um afgreiðslu
að næturlagi, t. d. á benzfni, þeg-
Framh. á bls. 5.
/5 ungmenni fara
til Ameriku
Séra Ólafur Skúlason, æskulýðs-
fulltrúi þjóðkirkjunnar er á förum
til Amerlku og mun sækja þar
þing samtaka, er sjá um ung-
mennaskipti á vegum kirkjunnar,
milli Ameríku annars vegar og ým-
issa landa £ Evrópu, Asiu og Af-
riku hins vegar. Á þessu þingi
verður fjallað um skýrslur fram-
kvæmdanefndar og gerðar áætl-
anir um starfsemina á næsta ári.
Séra Ólafi var boðið að sækja
þetta þing.
íslenzka þjóðkirkjan hefir tekið
þátt £ þessu samstarfi um unglinga
skipti. í fyrra fór hópur ungmenna
á hennar vegum til ársdvalar
vestra og i lok þessa mánaðar fara
15 fslenzk ungmenni til annarrar
ársdvalar í Bandaríkjunum. Ung-
menni þessi eru frá ýmsum stöðum
á landinu, mörg úr Reykjavík.
Þessi mynd var tekin á síðasta fundi hinnar alþjóðlegu vísinda-
ráðstefnu, sem staðið hefur yfir i Háskólanum að undanfömu.
í ræðustól sést einn hinni sænsku jarðfræðinga, próf. Gunnar
Erdtman, flytja erindi. Ráðstefnan hefur heppnazt vel og verið
hin árangursríkasta.
I dag dregur til úrslita i tog-
aradeilunni, sem staðið hefur í
fjóra mánuði. Munu togaraeigend-
ur koma saman til fundar í dag
og fer þá fram meðal þeirra at-
kvæðagreiðsla um sámning þann,
sem undirritaður var á fundi hjá
sáttasemjara 5. júlí s.l.
i Fresturinn til að greiða atkvæði
. um samninginn var framlengdur I
síðustu viku, svo að hann hefur
| nú orðið hálfur mánuður. Hefur
! atkvæðagreiðsla staðið yfir samtím
is í sjómannafélögunum og verða
atkvæði í þeim einnig talin.
í samningnum mun felast all-
mikil kauphækkun til togarasjó-
manna, sem er mismunandi og all-
flókin eftir því á hvernig veiðum
: þeir eru, en hækkunin mun þó í
mörgum tilfellum nema 20—30%.
Nokkur ágreiningur mun hafa ver-
ið um það meðal togaraeigenda,
hvort hægt væri að samþykkja
þennan samning, þar sem halli sé á
togaraútgerðinni og hún eigi því
erfitt með að taka á sig nýjar
byrðar. En það verður fyrst i at-
kvæðagreiðslunni í dag, sem tog-
araeigendur taka endanlega á-
kvörðun um þetta.