Tölvumál - 01.08.1990, Blaðsíða 4

Tölvumál - 01.08.1990, Blaðsíða 4
Ágúst 1990 Frá formanni Halldór Kristjánsson, formaður SÍ NordDATA 90 í Gautaborg Ég átti þess kost að sækja NordDATA '90 ráðstefnuna sem var að þessu sinni haldin í Gautaborg í Chalmers háskólanum og Konsert- húsinu í miðborg Gautaborgar. Aldrei fyrr hafa jafnmargir fyrir- lesarar haldið erindi á NordDATA eða vel á þriðja hundraðið með stjómendum einstakra ráðstefhu- hluta. Því voru það Svíunum nokkur vonbrigði að um 1100 manns mættu til leiks en 1000 þurfti til að ráðstefhan stæði á sléttu. Ef frá eru taldir fyrirlesarar þá hafa aðrir þátttakendur losað 800! Samstarfið innan NDU - Samtaka norrænu skýrslutæknifélaganna Ráðsfundur NDU var haldinn í lok NordData ráðstefhunnar á fimmtu- deginum. Mörg mál vom þar til af- greiðslu. Hvað okkur varðar var væntanleg ráðstefna NDU um aukið frelsi í tölvufjarskiptum hér á landi í haust mikilvægust. Smáfréttir frá ritstjórn: Félaginu hafa borist gögn um námskeið og ráðstefhur á vegum Dansk Dataforening í haust. Atburðimir em rúmlega 20 talsins og er efnisval mjög fjölbreytt. Af minni hálfu og annarra fulltrúa kom fram hörð gagnrýni á markaðs- færsluna á ráðstefhunni svo og þeim stutta fyrirvara sem gefinn var til skráningar. Á fundinum kom og fram að ekki höfðu nema 15 tilkynnt þátttöku og var því sjálfgefið að fella ráðstefhuna niður. Er það mjög miður. Bauð þá norski formaðurinn fram krafta norska félagsins til að halda ráðstefhu um sama efni í Noregi fyrir reikning félagsins þar en í nafni NDU. Kom þetta boð mjög á óvart og var Norðmönnum falið að koma með tillögur á næsta fúnd NDU. Mikill áhugi er hjá systurfélögum okkar á Norðurlöndum að stofha til samstarfsverkefha milli norrænu félaganna. Á fundinum var jafh- framt samþykkt að veita DKR 60.000 til þess að auka norrænt samstarf milli skýrslutæknifélag- anna. Norðmenn kynntu fyrirkomulag á NDU 1991 sem verður með nýju sniði. Þá var samþykkt að halda NordDATA í Tammerfors í Finnlandi 1992. Á leiðinni heim heimsótti ég skrifstofu norsku skýrslutækni- félaganna og kynntist starfsemi þeirra í Noregi. Var sú heimsókn afar gagnleg og fróðlegt að sjá hversu myndarlega frændur okkar standa að málum. Ferð þessi var að mörgu leyti mjög fróðleg og mér sýnist að nokkurra breytinga sé að vænta í samstarfinu á milli félaganna á Norðurlönd- unum. Vona ég að þær breytingar verði til góðs fyrir okkur Islend- inga. Nokkur lykilorð: ALP, stjómun, staðlar, samskipti, kerfisþróun, myndvinnsla, öryggi, LAN og fjölmargt annað. Nánari upp- lýsingar fást á skrifstofu félagsins. Software AG, sem er þekktast Vetrarstarfið að hefjast Vetrarstarfið hefst 6. september með ráðstefhu um stefnumótun í upp- lýsinga- og tölvumálum. Eins og fram kemur í auglýsingu í þessu tölublaði Tölvumála er mjög vandað til dagskrár og langt síðan jafh áhugaverð ráðstefha hefúr verið haldin hér á landi. I september er einnig fyrirhugaður fundur um gerð gæðahandbókar í hugbúnaði og X.400 verður á dagskrá í október. Þá verður ráðstefha í október/ nóvember en ekki er enn búið að ákveða efni hennar. ET-dagurinn verður að vanda í desember og verður hann jafhframt jólaráðstefha félagsins. Þá verður ársfundurinn í janúar svo og önnur árshátíð félagsins en sú fyrsta var haldin í vor og tókst hún með afbrigðum vel. Fyrirhugað er að halda ráðstefhu um notkun tölva við kennslu og hefur tekist víðtækt samstarf um hana. Líklegt er að þessi ráðstefna verði með vorinu. Þá er fjöldi annarra hugmynda á borðinu til skoðunar. Tölvumál brotin um á skrifstofunni Skýrslutæknifélagið hefur nú eignast hugbúnað og prentara til að brjóta um Tölvumál. Sér Helga Erlings- dóttir, framkvæmdastjóri félagsins, nú um umbrotið. Ákveðið var að létta svip tímaritsins um leið og vona ég að lesendum líki breytingin. Þeim sem gert hafa þetta kleift er þakkaður stuðningurinn en með þessari breytingu er vonast til þess að útgáfudagar Tölvumála standist. hérlendis fyrir Adabas gagnasafns- kerfið mun opna útibú á íslandi þann 6. september n.k. Baldur Johnsen tölvunarfræðingur hefur verið ráðinn til að veita útibúinu forstöðu. 4 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.