Tölvumál - 01.08.1990, Blaðsíða 7
Ágúst 1990
Stefnumótun
í upplýsinga-
og
tölvumálum
Halldór Kristjánsson
Hinn 6. september næstkomandi
verður haldin á Hótel Sögu
ráðstefna um stefnumótun fyrirtækja
í upplýsingatækni. Af því tilefhi er
þessi stutta grein tekin saman en
lítið hefur verið fjallað um þennan
þátt tölvumála hér á landi.
í vaxandi samkeppni getur gott
upplýsinga- og tölvukerfi sem fellur
að markmiðum fyrirtækis skipt
sköpum um árangur. Það er því
mikilvægt að stefinumótun á þessu
sviði haldist í hendur við almenna
stefhumótun.
Stefhumótun í upplýsinga- og
tölvumálum hefur ekki verið gefinn
nægur gaumur hér á landi á liðnum
árum. Með ráðstefhunni
Stefhumótun í upplýsinga- og
tölvumálum vill Skýrslutækni-
félagið vekja stjómendur til
umhugsunar um þessi mál og hvetja
til aðgerða.
Ég hefi í starfi mínu sem ráðunautur
fjölmargra fyrirtækja um tölvumál
fengið staðfest aftur og aftur að
tölvumál skipta sköpum í rekstri
fjölmargra fyrirtækja og að vaxandi
skilningur er á að ekki er hægt að
láta skeika að sköpuðu í þeim
málum. Mörg fyrirtæki hafa mótað
almenna stefhu og sett sér markmið
en ekki gert hið sama í upplýsinga-
og tölvumálum. Þetta er þó að
breytast.
Erfitt er að gefa í stuttu máli reglur
um það hvemig stefhumótun fer
fram en mikilvægt er að bæði
stjómendur fyrirtækisins sem og
stjómendur tölvumála taki þátt í
henni. Hluti af undirbúningi vegna
stefnumótunarinnar felst í
athugunum á lykilþáttum í starfsemi
fyrirtækisins og rekstri tölvumála.
Niðurstöður athugananna mynda
grunn að stefhumótun í upplýsinga-
og tölvumálunum en gmndvallar-
atriði er að almenn stefha og
markmið fyrirtækisins séu þekkt.
Stefnumótun tekur til atriða eins og
vél- og hugbúnaðarhögunar,
samskiptahögunar, stjómunar
tölvumála og samspils milli
tölvutækninnar og almennra
markmiða fyrirtækisins. Með
fundum almennra stjómenda,
stjómenda tölvumála, og í sumum
tilvikum annara starfsmanna, er
stefnan mótuð. Oftast þarf að halda
nokkra fundi og gera frekari
athuganir á milli funda.
Upplýsinga- og tölvustefhan (UT
stefha) myndar síðan gmnninn að
frekari vinnu við að ná árangri í því
að hún styðji við starfsemi
fyrirtækisins. A gmnni UT
stefhunnar er hægt að:
- Skilgreina og forgangsraða
verkefhum (framkvæmda-
stefna).
Leysa verkefhi
(framkvæmd).
- Veita starfsmönnum og
viðskiptamönnum þjónustu.
- Tryggja arðsemi og árangur
tölvuvæðingarinnar.
Þessi ferill er hringferill og nauð-
synlegt að endurmeta tölvustefnuna
reglulega ásamt forgangsröðun. Þá
verður að vera til ferill, eða vett-
vangur, innan fyrirtækisins til þess
að meta árangurinn af stefnunni.
Mikilvægasti afrakstur af UT
stefhumótun er bættur hagur
fyrirtækisins. Þá má og nefha að
skilningur á mikilvægi upplýsinga-
málanna fyrir rekstur fyrirtækisins
eykst og viðskiptavinir og
starfsmenn verða ánægðari, takist
vel til.
Mörg fyrirtæki hafa kosið að leita
til ráðgjafa á þessu sviði til að
aðstoða við UT stefhumótunina og í
mörgum tilvikum einnig við
framkvæmd stefnunnar. A
ráðstefnunni munu þnr erlendir
ráðgjafar fjalla um þessi mál og þrír
stjómendur segja frá reynslu sinni af
slíku starfi. Tveir þeirra eru
íslenskir og einn danskur.
Allir fyrirlesaramir hafa mikla
reynslu af stefhumótun sem þeir
munu miðla þátttakendum af. Því
gefst einstakt tækifæri til þess að
kynnast aðferðafræðinni og heyra af
árangri sem fyrirtæki hafa náð á
þessu sviði.
Ráðstefhan er ætluð stjómendum
fyrirtækja og stofhana en ekki síður
stjómendum upplýsinga- og
tölvumála og þeim starfsmönnum
öðmm sem fjalla um þau mál. Þá er
efnið mjög áhugavert fyrir rekstrar-
og tölvuráðgjafa.
Með ráðstefhunni er stigið skref í þá
átt að færa félagsmönnum þekkingu
erlendra sérfræðinga í samþjöppuðu
formi. Takist vel til efa ég ekki að
slíkar ráðstefhur verða árlegur
viðburður. Ég vil því enda þessa
grein á því að hvetja til mikillar
þátttöku 6. september.
7 - Tölvumál