Tölvumál - 01.08.1990, Blaðsíða 20
gerður neinn vxsindalegur saman-
burður á því hversu miklu fljótari
menn eru að læra á forrit á eigin
máli en erlendu. Það hlýtur að fara
eftir því hvað þeir kurma í erlenda
málinu, hversu góð þýðingin er,
hvaða reynslu þeir hafa af forritum
almennt og margt fleira mætti
sjálfsagt tína til. Þó held ég að
óhætt sé að fullyrða að heilmikill
þjálfunar- og leiðsagnartími sparist
ef forritið er á móðurmáli not-
andans. Þar með er ekki sagt að öll
leiðsögn verði óþörf.
Ég held að íslenskun skrifstofii-
kerfarma gefi notendum og þá
einkum stjómendum kerfanna meiri
tíma til skipulagningar en ella. Góð
skipulagning og fastar reglur um
notkun kerfisins skipta nefhilega exm
meira máli í byxjun en einhver lág-
marksþekking allra notenda. Þeir
geta alltaf lært meira en það getur
reynst afar erfitt að koma lagi á illa
skipulagt skrifstofukerfi sem hefur
verið notað eftirlits- og stjómlaust í
langan tíma. Þannig held ég að t.d.
kerfi eins og Skrifstofusýn/400
krefjist heilmikillar skipulagsvinnu
áður en byijað er að nota það fyrir
alvöru. T.d. hlýtur að vera æskilegt
að reglur séu settar um heiti, um
lykilorð og skyld fyrirbæri sem eru
notuð til að flokka og leita að ritum,
um aðgangsorð og fleira mætti telja.
Satt að segja held ég að full þörf
væri á einhvers konar handbók með
leiðbeiningum um skipulagningu og
notkun svona kerfa. Við lifum
nefhilega á svolítið skrítnum tímum,
mörkunum milli hinnar pappírslausu
og pappírshlöðnu skrifstofu, sem
flestir kannast við. Margir em
alveg ráðvilltir, finna sig ekki
ömgga nema prenta út og dreifa
með gamla laginu öllu því sem þeir
senda líka á tölvunni. Sumir em
haldnir svo mikilli upplýsingagleði
að kalla mætti upplýsingaæði og em
stöðugt að senda og bóka, kannski
það sama æ ofan í æ og tapa loks
alveg áttum í flóðinu. Loks gefast
þeir svo kannski upp og hætta að
nota skrifstofukerfið sitt af því að
það reyndist ómögulegt! í flestum
tilvikum er það notandinn sem
eitthvað er athugavert við, eða
aðferðir hans, en ekki skrifstofu-
kerfið.
í bókinni sem ég var að tala um
áðan þyrftu að vera leiðbeiningar til
notenda sem hindmðu það að þeir
gætu fallið í svona gryfjur. Þama
þyrfti sem sé að Qalla um ýmis
almenn atriði sem snerta skrifstofu-
kerfi, upplýsingamiðlun og skrif-
stofuhald en ekki er fjallað um í
bókum með kerfunum. Einnig
mættu vera þama leiðbeiningar um
samningu texta á tölvu, e.t.v.
studdar dæmum. (Menn kvarta yfir
því að tölvan breyti stíl og fram-
setningu þannig að texti verði allur
ómarkvissari og klaufalegri en hér
áður fyrr!!).
Enginn velkist lengur í vafa um það
að tölvan verður eitt aðalatvinnutæki
þorra manna í framtíðinni. Nú
þegar kemur hún að notum á
ótrúlega mörgum sviðum. Sjálf hef
ég ekki langa reynslu af "hagnýtri
notkun skrifstofukerfis" þ.e. notkun
í starfi. Ég þekkti kerfin auðvitað
vel sem þýðandi, hafði fiktað í þeim
við prófanir o.s.frv. En í rauninni
urðu mér ekki kostimir ljósir fyrr en
ég fór að nota eitt þeirra (PROFS) í
alvöru, enn sem komið er nær
eingöngu tölvupóstinn. Nú er svo
komið að ég er orðin honum háð,
finnst t.d. oft óþægilegt að geta ekki
sent manninum mínum skeyti og
losnað þannig við bið í símanum eða
"því miður, hann er á fundi....".
Hér er ég víst komin örlítið út fyrir
efhið. Ég vil aðeins að lokum árétta
þá skoðun mína, eða öllu heldur
fullvissu, að skrifstofukerfi í
einhverri mynd verða komin á flesta
vinnustaði ef ekki heimili áður en
langt um líður. Og þá verður það
jafnsjálfsagt að þau verði á íslensku
og jólakortin, dagatölin, dagblöðin
og annað það ritað mál sem fyrir
okkur verður í daglegu lífi.