Tölvumál - 01.08.1990, Blaðsíða 17

Tölvumál - 01.08.1990, Blaðsíða 17
Ágúst 1990 jV Islenskar þýðingar skrifstofukerfa Helga Jónsdóftir deildarstjóri þýðingarstöðvar OH Röksemdir fyrir þýðingum á skrif- stofukerfum: 1. Islensk málstefha og eðli íslensks máls 2. Samræming f málfari 3. Jafnréttismál 4. Með þýðingum nást fram kröfur um aðlögun að tungumálinu 5. Þegar skrifstofukerfið er komið á íslensku má leggja meiri áherslu á skipulagningu og samræmingu Inngangur Titillinn á erindi mínu var íslenskar þýðingar skrifstofukerfa í tilkynningu. Ég ætla að bæta tveimur orðum framan við svo að úr verði spuming - Hvers vegna íslenskar þýðingar skrifstofúkerfa? Spumingunni ætla ég svo að reyna að svara hér á eftir. Hér verður ekki fjallað um þýðingar einstakra orða eða orðaval í smá- atriðum, heldur rökin fyrir þýðinga- starfinu í nokkuð víðu samhengi. í fyrsta lagi mun ég benda á mál- fræðileg og málpólitísk rök, í öðm lagi það samræmi í orðaforða sem næst með þýðingunum, í þriðja lagi það jafhrétti sem þýðingamar skapa notendum, í fjórða lagi þær kröfur sem íslenskar aðstæður gera til skrifstofukerfa og hvemig þýðingamar uppfylla þær og loks ætla ég í fimmta lagi að benda á þann áherslumun sem hlýtur að verða í leiðsögn, undirbúningi og skipulagningu þegar forritin em komin á íslensku. íslensk málstefna og eðlisþættir íslensks máls Veigamikil rök fyrir íslenskum þýðingum notendaforrita yfírleitt er sú málstefha sem ríkir hérlendis. Flestir hafa orðið áþreifanlega varir við tilhneigingu íslendinga til að búa til eigin orð yfir alla skapaða hluti og hafha erlendum tökuorðum. Segja má að hér hafi staðið yfir mál- hreinsun frá því á 19. öld. Það kemur kannski ekki þessu máli við - en málið sem við tölum núna stendur nær máli 13. aldar (íslendingasagna) en þeirrar 17. og 18. Einn veigamesti þátturinn í málstefnunni er andspyma gegn erlendum áhrifum. Þetta fyrirbæri er svo áberandi í málinu að mál- fræðingar hafa haldið því fram að það liggi í eðli íslensk máls að hafha framandi orðum af erlendum rótum. Sjálfsagt er þetta rétt - ég hef t.d. margoft orðið þess vör að litlir íslenskumenn em eldheitir and- stæðingar tökuorða, kannski þeir alhörðustu. Svo virðist sem krafan um íslenskan orðaforða í tækni- og fræðigreinum verði því meiri sem útbreiðsla þeirra verður almennari. Agætt dæmi um þetta er tungutak prentara sem lengi fékk að blómstra óháð íslensku máli og illskiljanlegt öðram en inn- vígðum - þ.e. starfsmönnum í prentiðnaði. Með tilkomu rit- vinnslukerfa, umbrotsforrita og svo- kallaðrar skrifborðsútgáfú er almenningur allt í einu kominn inn í helgidóminn. Og þá er ekki að spyija að menn hætta að tala um fonta og heimta jafnvel íslenskt orð yfir "layout''! Með öðram orðum: Menn sletta í þröngum hóp inn- vígðra en um leið og þeir þurfa að tala við einhvem utan við hópinn verða þeir feimnari við það, ég tala ekki um þegar mörkin þama á milli fara að verða óljós. Samræming í málfari Einn augljósasti kosturinn við þýðingar skrifstofúkerfanna er sá að þannig næst samræming í málfari. Við könnumst öll við það hrogna- mál sem tölvufólk notar; t.d. veit ég um eina ágæta konu sem alltaf er að ríkríeita problem og af því að hún er 1 7 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.