Tölvumál - 01.08.1990, Blaðsíða 12
Ráðstefna 6. september 1990 — —
Stefnumótun í upplýsinga- og tölvumálum
ÁVARP
í vaxandi samkeppni getur gott upplýsinga- og tölvukerfi
sem fellur að markmiðum fyrirtækis skipt sköpum um
árangur. Það er því mikilvægt að stefnumótun á þessu sviði
haldist í hendur við almenna stefnumótun þess.
Stefnumótun í upplýsinga- og tölvumálum hefur ekki verið
gefinn nægur gaumur hér á landi á liðnum árum. Með
ráðstefnunni, Stefnumótun í upplýsinga- og
tölvumálum, viljum við vekja stjómendur til umhugsunar
um þessi mál og hvetja til aðgerða.
Ráðstefnan er ætluð stjórnendum fyrirtækja og stofnana en
ekki síður stjórnendum upplýsinga- og tölvumála og þeim
starfsmönnum öðrum sem fjalla um þau mál.
Þá er efnið mjög áhugavert fyrir rekstrar- og tölvuráðgjafa.
Mjög er vandað til vals fyrirlesara og efnis og vill stjóm
Skýrslutæknifélagsins hvetja til þátttöku í þessari
ráðstefnu.
Halldór Kristjánsson, formaður
UpplÝsingar um fyrirlesara
Guðbjörg Sigurðardóttir, deildarstjóri, Tölvudeild
Ríkisspítala
Guðbjörg er tölvunarfræðingur að mennt og hefur starfað á
Tölvudeild Ríkisspítala frá 1983 og verið deildarstjóri frá
1985.
Hún er í stjórn Skýrslutæknifélagsins.
William A. King, Executive Consultant, Ernst &
Young, E C G
William er aðalhöfundur aðferðafræði Ernst & Young í
stefnumótun í upplýsingamálum og hefur haldið fjölda
erinda um stefnumótun.
Ragnar Pálsson, framkvæmdastjóri, Samkort
Ragnar var áður forstöðumaður tölvudeildar Sambandsins
og sá um stefnumótun í upplýsingatækni við
endurskipulagningu fyrirtækisins.
Carl Johan Gerlach, Deputy Managing Director,
Unidata
Unidata er 700 manna tölvufyrirtæki, sem sér Unibank,
einum stærsta banka Danmerkur, fyrir tölvuþjónustu.
Carl Johan er formaður NDU.
Þórður Magnússon, framkvæmdastjóri, Eimskip hf
Þórður hefur verið framkvæmdastjóri íjármálasviðs frá 1980
en upplýsingamál heyra undir hann. Hann er forstöðu-
maður stýrihóps tölvumála hjá Eimskipafélaginu.
Tim Lincoln, Senior Systems Management
Consultant, IBM-UK
Sérsvið Tim er stefnumótun og mat á fjárfestingum í
upplýsingatækni. Hann hefur starfað hjá IBM frá 1968. Tim
hefur skrifað fjölda greina í bækur og tímarit.
Jan Henriksen, Managing Consultant, Price
W aterhouse/IKO
Jan er hagfræðingur að mennt og starfar sem ráðgjafi um
stefnumótun í upplýsingamálum. Hann var áður fram-
kvæmdastjóri Logica AS í Danmörku.
Halldór Kristjánsson, framkvæmdastjóri, Tölvu- og
verkfræðijþjónustan.
Hann er verkfræðingur að mennt og hefur rekið eigin
verkfræðistofu, Tölvu- og verkfræðiþjónustuna, frá 1986.
Halldór hefur unnið að stefnumótun ijölda fyrirtækja í
upplýsingamálum. Hann er formaður SÍ.
L.
Um erindin
Current Trends in Information Systems Strategy
William A. King
Þróun árangursríkrar stefnu í upplýsingamálum er eitt
mikilvægasta verkefni stjórnenda fyrirtækja. Vegna
mikilvægis þessa verkefnis fyrir rekstur fyrirtækja hafa
verið þróaðar á undanförnum árum mismunandi aðferðir
við að móta stefnu í upplýsingamálum.
Erindið Qallar um sögulegan bakgrunn aðferða í
stefnumótun og rætt er um hvemig fyrirtæki taka á þessum
málum nú. Ennfremur verður fjallað um mikilvæg atriði
sem geta nýst ráðstefnugestum við stefnumótun í
upplýsingamálum.
Hversvegna stefnumótun i upplýsingatækni?
Ragnar Pálsson
Öllum fyrirtækjum er nauðsynlegt að marka sér stefnu og
setja sér markmið. Stefnan í upplýsingatækni er einn
mikilvægasti hluti stefnumótunar og markmiðasetningu
fyrirtækja. Erindið mun fjalla um stefnumótun í
upplýsingatækni sem Samband íslenskra samvinnufélaga
hefur nýlega gengið í gegnum og Ragnar stjórnaði.
Information Technology in the banking environment
Carl Johan Gerlach
Erindið fjallar um það hvernig stór norrænn banki notar
upplýsingatækni til þess að styðja við starfsemi bankans í
harðri samkeppni nýrrar Evrópu. Bankastarfsemi er
upplýsingatækni. Fjármunir eru í vaxandi mæli
meðhöndlaðir í tölvum. Hverjar eru væntingar
viðskiptamanna og kröfur fyrirtækja? Hvaða atriði munu
leiða til sigurs á þessum markaði?
Stefnumarkandi áætlanagerð um hugbúnaö og
tölvurekstur Eimskipafélagsins
Þórður Magnússon
Erindið fjallar um stefnumarkandi áætlanagerð varðandi
hugbúnað Eimskipafélagsins og tölvurekstur. Gerð verður
grein fyrir hlutverki og starfsemi stýrihóps tölvumála og
hvernig reynt er að tryggja það að starfsemi og verkefni
tölvu- og upplýsingadeildar endurspegli þarfir fyrirtækisins
á hverjum tíma.
Integrating Information Systems with the
Organisation
Tim Lincoln
Þrátt fyrir það að tölvur hafa verið í notkun í fjölda ára er
óánægja með þann árangur sem hefur náðst. Rannsóknir
benda til þess að vandinn liggi í stjórnun tækninnar fremur
en í tækninni sjálfri. í erindinu verður fjallað um ástæður
þessa vanda og sýnt fram á að skortur á ferlum sem tengja
upplýsingatæknina og fyrirtækið nánum böndum séu
meginástæðumar.
Tillögur eru settar fram um hvernig hægt er að bæta úr
þessum vanda og fella upplýsingamál betur að starfsemi
fyrirtækis.
How to measure efficiency within Information
Technology
Jan Henriksen
Erindið íjallar um hvort hægt er að mæla skilvirkni
upplýsingakerfa og hvort til séu einfaldar aðferðir til þess.
Sagt verður frá aðferðum og kynntar niðurstöður úr slíkum
mælingum hjá fyrirtækjum.
-J