Tölvumál - 01.08.1990, Blaðsíða 6

Tölvumál - 01.08.1990, Blaðsíða 6
Ágúst 1 990 Hápunktur ráðstefnunnar var erindi Bill Gates, aðalstjórnanda Micro- soft. Það mátti lesa úr því sem hann sagði að DOS væri nú í gagngerri endursmíð. Aðeins um 1100 manns mættu til leiks á ráðstefnunni en 1000 þurfti til að ráðstefnan stœði á sléttu. Hvað ef Villi Þorsteins... Hápunktur ráðstefnunnar var erindi Bill Gates, aðalstjómanda Micro- soft. Bill er yfirlætislaus maður og flutti erindi sitt skörulega. Sem von er þá var framtíðarsýn hans byggð á þeim sjónarhjóli sem Microsoft stendur á, Windows 3.0, OS/2, Macintosh, PC og nýtt DOS eru þar helstu þúfumar. Það mátti lesa úr því sem hann sagði að DOS væri nú í gagngerri endur- smíð og mætti búast við að líf þess yrði lengt um nokkur ár. Kjaminn í stefnu fyrirtækisins em hins vegar Windows og Macintosh notenda- skilin. Ekki gat ég varist því, þegar ég hlýddi á Bill, að velta því fyrir mér hvað orðið hefði um okkar Bill, Vilhjálm Þorsteinsson, ef hann hefði vaxið úr grasi á bandarísku sléttunum! Meðalaðsókn 38%! Það vora Svíunum nokkur vonbrigði að aðeins um 1100 manns mættu til leiks á ráðstefhunni en 1000 þurfti til að ráðstefnan stæði á sléttu. Ef frá era taldir fyrirlesarar þá hafa aðrir þátttakendur losað 800! Ráðstefnan skiptist í sex megin- strauma og alls 12 aðalundirflokka. Heildaraðsókn var 7500 mannklukkustundir en alls var ráðstefnan 19,75 klukkustundir. Að jafhaði hefur hver þátttakandi því mætt 38% tímans! Sagt var að þátttaka hefði aldrei verið betri að því er þetta varðar (hér er tilefni til að vangavelta um hvað menn era að gera á ráðstefhum?! - því er hins vegar sleppt). Þátttaka frá Danmörku var um 150 manns, álíka hópur frá Finnlandi og um 220 frá Noregi. Fimm þátttakendur vora frá íslandi og nokkrir frá Færeyjum, Frakklandi, Skotlandi og víðar. Ríflega helmingur þátttakenda vora Svíar. Eins og gengur vora ýmsir smáhnökrar á ráðstefnunni en mestri furðu sætti þó að kaffiframreiðslan var í molum svo og vora hnökrar á afgreiðslu á mat fyrsta daginn, en hann var framreiddur í tjöldum á skólalóðinni. Það er að mfnu viti ljóst að nú- verandi form á ráðstefhunni hefur gengið sér til húðar. Var það einnig mat samstarfsmanna okkar í hinum félögunum enda verður NordDATA 1991 með breyttu sniði. Lögð verður meiri áhersla á enska fyrirlestra og aðkeypt erindi. Líf og fjör Mikið félagslíf er í tengslum við NordDATA. Má þar nefna "Get- together" 11. júní sem áður er talið og lokahófið 13. júní. Það var haldið með miklum glæsibrag í stóra íþróttahúsi í útjaðri Gauta- borgar. Tvær hljómsveitir léku fyrir dansi sem stóð fram undir morgun. Slikar samkundur era gagnlegar til að kynnast frændum okkar auk þeirrar almennu ánægju sem felst í neyslu matar og drykkja. Næst í Noregi NordDATA hefur nú farið í gegnum gagngera endurskoðun og verður með nýju sniði í Osló 16. - 19. júní 1991. Ég heimsótti skrifstofu Norska skýrslutæknifélagsins í ferðinni og get borið vitni um að mjög verður vandað til ráð- stefnunnar á næsta ári. Vil ég hvetja sem flesta til að gera ráð fyrir þátttöku þar. 6 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.