Vísir - 27.07.1962, Blaðsíða 1
VISIR
52. árg. — Föstudagur 27. júlí 1962. — 170. tbl.
Ben Bella nusagður
vilja forðast átök
í fréttum frá Alsír í morgun var
sagt, að svo virtist sem dregið
hefði nokkuð úr hættunni á borg-
arastyrjöld. Ben Bella vildi forðast
átök og hefði sent fulltrúa á fund
Ben Khedda.
Á þremur hersvæðum landsins
styðja hersveitir Ben Bella og
stjórnarnefndina, sem skipuð var
fyrir hans atbeina, og hefur þeim
verið bannað að fara inn á önnur
hersvæði, til þess að ekki komi til
árekstra.
Ekki er ólíklegt talið, að það
hafi haft sín áhrif, að franski her-
inn í Alsír hefur fengið fyrirskip-
un um að vera við öllu búinn og að
meira liö yrði sent til Alsír frá
Frakkalndi, ef þörf krefði.
Bæirnir Bone og Canstantine
voru í gær sagðir á valdi Ben Bella.
Enn ósamið við Rússa
Það er nú kunnugt orðið, í sam-
bandi við samningaumleitanir þær,
sem standa yfir um sölu á síld til
Sovétríkjanna, að Síldarútvegs-
nefnd hefir boðið 100 þúsund
tunnur af Norðurlandssíld fyrir
verð sem er 15 shillingum hærra á
hverja lest en var f fyrra.
Jafnframt hefir nefndin ítrekað
beiðni til verzlunarfulltrúa Rússa
um samningaviðræður varðandi
sölu á 50 þúsund tunnum af Suður-
landssíld og sé sú sala algerlega
óháð sölu Norðurlandssíldarinnar.
Fram að þessu hafa Sovétríkin
aðeins viljað ræöa um kaup á 78
þúsund tunnum Norðurlandssíldar
fyrir sama verð og í fyrra, þrátt
fyrir hækkaðan framleiðslukostnað
og hækkað söluverð á öðrum
mörkuðum.
•. ••
Myndin sýnir síðasta spöi sunds Axeis I gær, þegar hann er að koma að landi við togarabryggj-
una á Akureyri. Axel syndir vinstra megin, en árabáturinn fylgir honum eftir upp í fjöru. Ljósm.
Gunnlaugur Kristinsson.
Sund Axels yfir Eyjafjörð
var bæði langt og erfitt
Axel Kvaran sundkappi synti
I gær yfir Eyjafjörð frá Sval-
barðsströnd að Akureyri, en
hann mætti miklum mótvind og
undir Iokin útfalli, svo að um
tima var hann að því kominn
að gefast upp. Hann þraukaði
þó og var 5 klst. og 50 mínútur
yfir.
Hann ætlaði að synda inn
fyrir Oddeyrina, inn á pollinn
og stíga á land við Torfunes-
bryggju en útfallið var svo
mikið að það var vonlaust og
steig hann því á land við tog-
arabryggjuna á Oddeyrinni'
Sterkur mótvindur.
Axel lagði af stað í sundið
kl. rúmlega 2 frá Svalbarðseyri
í Þingeyjarsýslu. Sundið gekk
vel fyrstu 2 klst., en síðan varð
sunnanvindurinn sterkari og
miðaði honum nær þvl ekkert
áfram í 2 klst.
Með honum voru á árabát
Pétur Eiríksson leiðsögumaður
Framh. af 5. síðu.
Peningalyktin angar / Reykjavík
Það er óhætt að segja, j umst inn í Klett í morgun,
að Reykvíkingar séu farn-; og það var reglulegur síld-
ir að fá nasaþefinn af pen-
ingalyktinni. Hún angaði á
móti okkur, þegar við skut Freyr og Geir lágu.
arbragur á togarabryggj-
unni, þar sem togararnir
Freyr kom í gærkvöldi og síldar-
haugarnir úr honum fylltu enn þá
planið hjá Kletti rétt fyrir hádegið.
Hann hafði komið með 6100 mál
og þá sá varla högg á vatni,
þótt verksmiðjan hefði byrjað
bræðslu klukkan 4 I morgun. Þeg-
ar inn í hana var komið streymdi
gufan á móti okkur, þurrkarinn
drundi og skilvindurnar hvæstu,
svo ekki heyrðist mannsins mál
fyrir vélargnýnum.
Við „pressuna" stóðu nokkrir
menn. Hún var biluð og þeir voru
önnum kafnir að kippa henni í lag.
Þarna eru um 15 menn í vinnu,
„og þessi bilun tefur okkur ótrú-
lega mikið,“ sagði verkstjórinn.
GEIR MISSTI 300 MÁL.
Niður við höfn var hins vegar
Framh. á 5. síðu.
Þeir fjölmörgu Reykvikingar, leggja leið sína inr. að Kletti heljarstórt síldarhaf. Það þarf af síldaræðinu. Hvílík sjón! flytja hingað til bræðslu frá
sem aldrei hafa séð síld, nema þessa dagana. Á planinu fyrir varla meira til þess að smitast Þetta er síldin sem togaramir Seyðisfirði.
þá í niðursuðudósum, ættu að framan verksmiðjuna er eitt