Vísir - 27.07.1962, Blaðsíða 7
Föstudagur 27. júlí 1962.
VISIR
.
mmm
Leiðtogar í vanda staddir
Menn hafa veitt því
athygli í heimsfréttun-
um að undanförnu, að
deilurnar milli austurs
og vesturs, kalda stríð-
ið svokallaða, hafa <
æ minna áberandi. Það
hefur orðið geysileg
breyting á þessu frá '
í fyrrasumar, þegar al-
mennur ótti ríkti við
það að styrjöld væri að
hefjast. - Nú hefur
þær öldur lægt og aðrir
atburðir vekja meiri at-
hygli, svo sem Alsír-mál
in, Evrópumarkaðurinn
og geimrannsóknirnar,
sem aldrei hafa verið
víðtækari en nú og eru
að byrja að bera raun-
hæfan árangur í sjón-
varps- og símsending-
um með Telstar-gervi-
hnettinum.
Styrkur Vestur-
veldanna eflist.
Ástæðan fyrir því að kalda
stríðið vekur ekki eins mikla
athygli og áður er einfaldlega
sú, að styrkleikahlutföllin hafa
breytzt. Styrkur Rússa hefur
minnkað vegna deilna við Kin-
verja og vegna hins alvarlega
ástands í rússneskum landbún-
aði.
Vegna styrjaldarhættunnar í
fyrra hófu Vesturveldin auk-
inn vígbúnað, sem ber nú þann
árangur, að þau eru miklu öfl-
ugri en áður. Telja þau sig nú
svo miklu sterkari en Rússa og
munu enn halda áfram að efl-
ast að þau óttast varla Iengur,
að kommúnistarnir hætti á nýja
heimsstyrjöld.
Þó múrinn sé enn í Berlín og
spennan kunni að aukast þeg-
ar líður fram á haustið, geta
forystumenn Vesturveldanna
þánnig verið ánægðir þegar
þeir líta yfir ástandið í alþjóða-
málunum. Þrátt fyrir nokkra
efnahagsörðugleika, sem mest
eru einföld skipulagsatriði er
þróunin í efnahagsmálum
vestrænna ríkja yfirleitt hag-
stæð, framleiðsluaukningin fer
stórlega vaxandi og áfram mið-
ar í áttina til efnahagslegrar
sameiningar.
En síðustu daga hafa for-
ystumenn stórveldanna þeir
Macmillan, Kennedy og Aden-
auer átt við alvarleg pólitísk
vandamál að stríða í innanlands
málunum, sem hafa vakið at-
hygli og nokkra furðu. Hafa
ríkisstjórnir þeirra allra verið
Cummins, skopteiknari Daily Express, hefur gefið Macmillan góð ráð í teikningum, hvað
hann eigi að gera vegna hinna óvinsælu stjómarbreytinga. — Setjið lögregluvörð í kjall-
arann undir þinghúsinu, segir hann og teiknar Selwin Lloyd, þar sem hann ásamt hópi
samsærismanna læðist inn í þinghúskjallarann með sprengju.
í hættu og þó þeir hafi grip-
ið til róttækra ráða eru þeir
ekki búnir að bíta úr náiinni
með þetta.
Kippt í neyðarhemil.
Hin skyndilega umbylting í
brezku stjórninni kom algerlega
á óvart. Daginn sem Macmillan
framkvæmdi hana er það i frá
sögur fært, að ráðuneytisstjóri
einn hafi verið á ’ ferð uppi í
Edinborg. Um kvöldið tók hann
sér far með hraðlestinni til
London og keypti á leiðinni tvö
síðdegisblöð, án þess að líta á
þau, ætlaði að lesa þau í lest-
inni. Svo var lagt af stað og
ráðuneytisstjórinn lét fara vel
um sig í sætinu og tók fram
blöðin. Honum brá heldur1 í
brún þegar hann las fréttirnar
að ráðherra þeim, sem hann
starfaði fyrir hafði verig „sagt
upV starfi" ásamt ' sex öðrum
ráðherrum.
Ráðuneytisstjórinn sá sér
þann kost vænstan að fara
fram í gang lestarinnar log kippa
í neyðarhemilinn. Þegar starfs-
maður lestarinnar kom á vett-
vang reyndi hann að skýra út,
hvers vegna honum hefði Verið
nauðsynlegt að stöðva lestina,
en skýringin var ófullnægjandi
og liann varð að greiða 5 punda
sekf, komst hins vegar aftur til
Edinborgar, en þaðan gat hann
haft símasamband við rétta að-
ila.
Þessi saga varð alkunn x Bret
landi og sum ensku blöðin
lögðu út af henni og sögðu að
með hinni róttæku stjórnar-
breytingij hefði Macmillan ver-
ið að kippa í neyðarhemilinn,
járnbraut hans og íhaldsfiokks-
ins hefði stefnt á fullum hraða
til ósigurs í næstu þingkosning
um, Það sýndu aukakosning-
arnar að undanförnu, þar sem
Frjálslyndi flokkurinn er áður
var smár hefur jafnvel fengið
meira fylgi en íhaldsflokkurinn
í nokkrum kjördæmum.
Fall Selwyn Lloyds fjármála
ráðherra kom mest á óvart, því
að nokkrum dögum áður höfðu
ensk blöð verið að nefna hann
sem líklegastan eftirmann Mac
millans.
Selwyn Lloyd og
dóttir hans.
Sú saga er sögð í Englandi,
að þegar Selwyn kom heim til
sín eftir að honum hafði verið
sagt upp starfinu, hafi hann
mætt 10 ára dóttur sinni Jó-
hönnu í anddyrinu og hafi hann
þá sagt henni:
— Elskan mín, pg er ekki
lengur fjármálaráðhérra.
— Verðurðu þá aftur utan-
ríkisráðherra, pabbi?
— Nei.
— Hvað verðurðu þá?
— Bara venjulegur þingmað-
ur.
— Mikið er. ég fegin, sagði
Jóhanna litla. Svo var þögn og
hún bætti við eftir dálitla
stund: — Þá verða engar mynd
ir af þér í blöðunum pabbi.
Það er þó ekki víst að saga
Sehvyn Lloyds sem stjórnmála
manns sé öll rituð. Kringum
þennan lágvaxna mann hefurnú
safnazt all sterk andstaða í
íhaldsflokknum gegn Macmill-
an. Og þeir munu bíða færis.
Það er siður að hafa til sýn-
is í hinu fræga vaxmyndasafni
Tussauds í London myndir af
kjarna ríkisstjórnarinnar hverju
sinni, Þar sat Selwyn Lloyd við
stjórnarborðið í ráðuneyti Mac
millans. Þegar starfsmenn Tuss
aud fréttu af breytingunum lok
uðu þeir safninu strax og fóru
að framkvæma sína stjórnar-
breytingu. Þeir tóku höfuðið af
Selwyn Lloyd, en ekki fleygðu
hlýðni hefur Kennedy fengið
viðskiptaheiminn upp á móti
sér og hefur heift og hatur í
garð hans farið vaxandi með
hverjum degi.
Þau blöð sem mest eru á
bandi viðskiptaheimsins láta nú
ekkert tækifæri ónotað til að
níða hann niður og hæðast að
honum á allan hátt. Ekki batn-
aði það heldur þegar hrunið
varð á verðbréfamarkaðnum,
sem talið var að ætti rætur
sínar að rekja til aðgerðar
Kennedys gegn stálhringunum.
Verðbréfin höfðu bó’Ignað út í
verðbólgunni eins og púkar á
bita og þegar það varð Ijóst að
Kennedy ætlaði að stöðva verð
bólguna misstu þau mikið áf
gildi sínu og hrundu í verði.
SKRÍTLUR UM
FORSETANN.
Ég skal aðeins nefna hér fá-
einar skrítlur sem sagðar eru
um Kennedy manna á meðal í
kaldhæðnistón:
— Ó, hvað ég sakna Eisen-
howers, sagði mikilsvirtur
bankastjóri. Já ég sakna meira
að segja Harry Trumans.
— Kennedy er eins konar
Hrói höttur, sem tekur frá þeim
ríku til þess að gefa hinum
ríku.
Karolina Kennedy (dóttir for
setans) er sæt lítil stúlka, en
vonandi verður hún ekki látin
skipuleggja fleiri innrásir á
Kúbu
— Kennedy forseti og Rocke
feller ríkisstjóri í New York
voru á gangi saman — Lán-
aðu mér 10 cent sagði Kennedy
allt í einu, — ég ætla að hringja
til vinar míns.
Rockefeller réttir honum 50
Og svo vildi ég gefa yður gott ráð, herra forsætisráðherra,
bætir Cummins við: — Gerið yður sjálfan að Iávarði og
þakkið yður sjálfum fyrir Iangt og „gott“ starf. Myndimar
sýna nokkuð hve öldurnar rísa hátt í stjómmálum Bretlands.
þeir því né brsqddu upp, heldur
lögðu það vandlega til geymslu
á skáphillu, því vel gæti svo
farið að þeir þyrftu á því að
halda síðar.
Kennedy mætir
andbyr.
Kennedy forseti á eins og
Macmillan við ærna ei-fiðleika
ið stríða í innanlandsmálunum.
Síðan hann beitti ríkisvaldinu
il að þvinga stálhringana til
Eftir
Þorstein
cent og segir: — Gerðu svo
vel, hér hefurðu 50 cent, þá
geturðu hringt til allra vina
þinna.
Þannig er tónninn í garð
Kennedys forseta og er vissu-
lega uggvænlegt það hatur og
þær andstæður, sem nú eru að
koma upp í Bandaríkjunum.
Vei-st Iýsir þetta sér í því,
að Kennedy hefur gengið mjög
treglega að koma margs konar
umbótafrumvörpum í gegnum
Framh. á bls. 10.
Thorarensen
l