Vísir - 27.07.1962, Blaðsíða 4
VISIR
Föstudagur 27. júlí 1962.
LITILL MUNUR
Á KJÖRUM FÓLKS
Við hittum nýlega að
máli Japana að nafni
Yonehara, sem var hér
á ferð á vegum Bridge-
stone Tire Company í
Papan. Innflutningur á
japönskum dekkjum hef
ur aukizt mjög að und-
anfömu, eins og á mörg
um öðrum japönskunt
vörum. Leggja því mörg
fyrirtæki þar eystra mik
ið upp úr viðskiptum
við ísland. Við spurðum
hann fyrst hvort hann
hefði vitað mikið um ís-
land áður en hann kom
hér.
— Ég vissi að hér búa ekki
Eskimóar I snjóhúsum, þó að
það sé það fyrsta sem manni
áettur í hug, þegar maður sér
land á landakorti, sem heitir
Island og er norður undir
leimskautsbaug. Umboðsmenn
okkar hér á landi, Rolf Johan-
spn & Co., höfðu frætt mig um
margt áður en ég kom. Mér
kom það samt mjög á óvart
hvað allt er hér langt á veg
komið, sér í lagi þegar haft er
í huga hve þjóðin er fámenn.
— Hafið þér ferðazt mikið
um landið?
— Ég hef haldið mig mest í
Reykjavík_ Mér fellur hér ákaf-
lega vel og kann vel við bæinn.
Það sem mér finnst einkenna
hann er hve lítill munur er á
lífskjörum fólks. Sennilega haf-
ið þið náð lengra í efnahagslegu
jafnrétti en nokkrir aðrir.
Samgöngu-
vandamál.
— Mér hefur samt gefizt
tækifæri til að ferðast nokkuð
um landið. Ég held að það
hljóti að vera mikið vandamál
fyrir svo fámenna þjóð að
halda uppi samgöngum um svo
stórt land. Annars þykir mér
landið mjög fallegt. Það er al-
gerlega ólíkt Japan, þar sem
náttúran er yfirleitt ekki 'sér-
lega stórbrotin og nær hver
blettur er byggður. Þó eiga
löndin það sameiginlegt að
Kæði eru eldfjallalönd.
— Hvernig komu íslenzku
vegirnir yður fyrr sjónir?
— Þeir voru satt að segja
kunnuglegir. Malbornir vegir
eru mjög algengir í Japan, þeg-
ar komið er af aðalumferðar-
æðum. Yfirleitt held ég þó að
okkar vegir séu heldur breiðari
en ykkar. Það virðist þó ekki
koma að sök, þvi að enginn
virðist hægja á sér þó að litið
rúm virðist á veginum
— Teljið þér að japönsk
dekk standist samanburð við
önnur dekk?
— Það tel ég alveg tvímæla-
laust. Við höfum þó að ýmsu
leyti annan hátt á framleiðslu
okkar en fyrirtæki i Evrópu og
Ameríku. Til dæmis má geta
þess að þau framleiða dekk í
þremur gæða- og verðflokkum,
fjölmennara en raun ber vitni,
er það alls ekki minnsti við-
skiptavinurinn. Við vonumst
fastlega eftir að viðskipti okk-
ar eigi eftir að aukast hér. Við
höfðu hér lítil viðskipti,
Mr. Yonehara og Friðrik Theodórsson, sem sér um Japans-viðskiptin.
eftir því á hvaða markað er
verið að selja. Bílaframleiðend-
ur kaupa alltaf þriðja, flokks
dekk undir nýja bíla. Sama má
segja um fyrirtæki sem gera
upp bíla og selja. Ég efast ekki
um að einhverijr hafi' orðið
þess varir að fyrstu dekkin
undir bílum reynist illa. Þetta
er að sjálfsögðu misjafnt eftir
tegundum, en ég er þeirrar
skoðunar að engin dekk geti
enzt hér önnur en þau sem eru
af bezta gæðaflokki.
— í Japan aftur á móti
framleiðum við aðeins bezta
flokkinn og á þetta ekki aðeins
við mitt fyrirtæki, heldur einn-
ig aðra framleiðendur. Við állt-
um að ekki nægi neitt annað,
þar sem við höfum mikið af
slæmum vegum eins og þið hér
á íslandi.
Mikill
útflutningur.
— Er mikið flutt út af
dekkjum frá Japan?
— Árið 1961 nam útflutn-
ingur á dekkjum frá Japan sem
svarar um 13 hundruð milljón-
um íslenzkra króna, eða um 31
milljón dollara. Þar af seldi
fyrirtæki okkar fyrir um 21
milljón dollara.
— Flytjið þið út dekk til
margra landa?
— Alls eru löndin nú 91, sem
við seljum dekk. Það má geta
þess, að þó að ísland sé ekki
fyrr en losað var um höft hér
fyrir nokkru. Eftir þeim árangri
sem hefur náðst á stuttum tíma
erum við mjög bjartsýnir.
— Er ekki nokkuð dýrt að
flytja vörur alveg á hina hliðina
á hnettinum, eins og þið verðið
að gera?
— Það er mögulegt, ef verð-
ið er nógu lágt upprunalega.
Því fylgja þó ýmis vandamál.
Til idæmis er nauðsynlegt að
hafa mjög stóra lagera í Evr-
• • • • • •'
» • t o
ópu, ef vel á að vera, þar sem
það tekur talsverðan tfma að
bæta við þá ef einhverja teg-
und vantar. Ferð sú sem ég er
á núna er meðal annars farin
til að undirbúa stofnsetningu
fríhafnarlagers í Evrópu. Kem-
ur það til með að stytta mjög
afgreiðslufrest, sér í lagi al-
gengustu stærða.
Ár á ferðalagi.
— Hafið þér farið víða í
þessari ferð.?
— Ég er búinn að ferðast
víða um Evrópu og á eftir að
fara víða enn. Ég fór að heim-
í
an í janúar og vei getur svo,
farið að ég komist ekki heim
fyrir áramót.
— Álítið þér sem ferðamað-
ur að ísland eigi mikla mögu-
leika sem ferðamannaland?
— Það tel ég vafalaust. í
fyrsta lagi hafið þið mjög
skemmtilega fjölbreytta og
stórbrotna náttúru og í öðru
lagi mjög merka sögu. Ykkar
miklu erfiðleikar liggja ekki í
því hvað þið getið boðið ferða-
mönnum, heldur hvenær. Sum-
ar ykkar er stutt og því erfitt
að taka á móti miklum fjölda
ferðamanna í þrjá til fjóra mán-
uði, ef ekki er hægt að nota
hótelin neitt yfir veturinn.
— Hver eru helztu vanda-
mál japansks útflutningsiðnað-
ar?
— Eitt af vandamálunum
er það, að skömmu eftir stríðið
var flutt frá Japan mikið af ó-
dýrum vörum, sem voru gjarna
jafn lélegar og þær voru ó-
dýrar. Síðan hefur þetta breytzt
mjög og nær eingöngu fluttar
út góðar vörur. Þær verða að
sjálfsögðu að kosta eitthvað
meira. Vandamálið er að sann-
færa viðskiptaþjóðir okkar um
að vörurnar séu raunverulega
betri. Það tekst þó, þvi að
reynslan talar sínu máli.
Umferðasíðan
Framh. af bls. 9.
í hlutarins eðli, að menn eiga
að halda sér vel til vinstri, sem
ætla beint áfram og því í vinstri
akrein. Þess vegna fara þeir á
eftir öðrum ökutækjum í hægri
akrein og svo þegar eitt þeirra
eða fleiri ætla að beygja til
hægri, þá lokast þeir inni, sem
á eftir koma, líkt og skeði
hérna áðan.
Ef þú fylgist með umferðinni
hérna á gatnamótunum, þá
sérðu fljótlega, að það er meira
um það að ökutæki, sem koma
frá bænum fara um vinstri ak-
rein. Þetta er einvörðungu
vegna þess, að það er meira
um hægri beygjur ökutækja,
er koma frá bænum. Menn sem
ætla beint áfram hafa lært það
að það borgar sig betur að
taka þá vinstri.
fhí
— Hvernig er með réttinn
á þessum akreinum?
— Sú umferð, sem kemur
úr vinstri akrein, beint áfram
á meiri umferðarrétt eftir að
inn á og inn fyrir gatnamótin
kemur. En megin reglan er sú
að mikil umferð jafnist sem
mest á báðar akreinar og þeg-
ar ekið er af stað eftir að
græna ljósið kemur á að teygja
úr umferðinni eftir atvikum
og bróðerni. Hiklaust og mark-
visst frá báðum akreinum. Eitt
er víst að framúrakstur, sér-
staklega ökutækja úr hægri ak-
rein, eftir að inn á og inn fyrir
gatnamótin kemur, er mjög var-
hugaverður.
Þú sást t.d. þennan vöru-
bíl, sem kom eftir hægri ak-
reininni, í þann mund, sem gula
ljósið kom og hélt hiklaust
fram með. Bílarnir voru fimm
í vinstri akrein. — Hann ók
hratt og fram úr á gatnamót-
um, á gulu ljósi. Að því er
enginn menningarbragur og
hann skapraunar þeim sem
rétt vilja gera.
Pkf
Að síðustu þetta: Ef farið er
í kvikmyndahús til að kaupa
miða og aðsókn ermikil, mynd-
ast biðraðir, t.d. tvær ef af-
greiðsluopin eru tvö. Fólk rað-
ar sér skipulega upp í raðirn-
ar, eftir því f hvorri er færra.
Engum dettur í hug að trana
sér fram fyrir og heimta af-
greiðslu á undan þeim, sem
fyrr voru komnir. — Þetta er
menningarbragur. Ef einhver
gerist svo djarfur að trana sér
fram fyrir er hann annaðhvort
fullur eða dóni. Fólkið sendir
honum lítilsvirðandi augnaráð
og stendur sameinað á því að
leyfa honum ekki að komast að.
Þannig á það að vera í um-
ferðinni. Bendum þeim, sem
sökum kunnáttuleysis, ekki
vita betur, á það rétta — og
útilokum dóna og merkikerti úr
að minnsta kosti akandi um-
ferð.
P. SV.
Varalorseti á
Frakklandi
De Gaulle Frakklandsforseti hef
ur í hyggju að gera breytingar
á stjórnarskránni og er ein
breytingin sú að hann vill
stofna embætti varaforseta. —
Alain Peyrefitte upplýsinga-
málaráðherra frönsku stjórnar-
innar var spurður hvern de
Gaulle myndi skipa varaforseta.
„Ég veit það ekki,“ svaraði
Peyrefitte, eini maðurinn sem
de Gaulle geæti hugsað sér í
þessa stöðu er líklega Aden-
auer.
I ; I
)