Vísir - 04.08.1962, Blaðsíða 15

Vísir - 04.08.1962, Blaðsíða 15
Föstudagur 3. ágúst 1962. \5 VISIR SAKAMÁLASAGA 'þ EFTIR CHARLES WILLIAMS FJÁRSJÓÐURINN Ég hafði sagt Diönu, að ég vildi ekki vera þátttakandi í neinum hefndaráformum. Og nú var Di- ana dauð og höfuðkúpubrotinn lögregluþjónn lá í sjúkrahúsi. Ef hann dræpist var ég morðingi! Ég var búinn að missa lyst á brauðinu, en ég mátti til að eta það, því að þá hefði það kann- ske vakið athygli framreiðslu- stúlkunnar, ef ég hefði ekki snert við því. Annars var hún svo sem búin að taka eftir mér. Og hún gæti sagt: — Kemur heim, lögreglu- þjónn. Hár, ljóshærður maður, dálítið grunsamlegur. Það var greinilegt, að hann var áhyggju- fullur, því að hann kom svo einkennilega fram ... Ég flýtti mér að borða brauð- ið. Flugvél var nýlent og flug- vallarbifreiðin var tilbúin að halda til bæjauns. Ég tók' mér far með og fór úr bifreiðinni við gistihús, sem var í fimm mlnútna fjarlægð frá íbúð minni. Það var komin ný út- gáfa af blaðinu, en sama grein um Butler-málið var og í fyrri útgáfunni. Ég gekk heim og það varð varla mannsál á vegi mínum. Ég gekk- upp stigann í stað þess að fara í lyftunni og brátt laum- aðist ég inn. Flaskan stóð á borðinu, — hún var tóm, en það hafði ver- ið 'lítið í henni, — ekki nema í þrjá sjússa i mesta lagi. Og það var meira en nóg handa henni svo þreytf sem hún var. Jæja, hún hlaut að hafa farið að hátta. En hafði hún gert það? Það var ekki gott að reikna út upp á hverjum skollanum hún kynni að taka. Ég litaðist um í herberginu. Hún var með þúsund dollara í veskinu sinu. Ef henni dytti nú í hug, að reyna að ná pening- unum úr bankahólfunum án minnar hjálpar — og laumast burt frá mér. En til þess þyrfti að ná frá mér lyklunum. Og þeir voru í veskinu minu. Ég tók varlega í svefnherberg issnerilinn. Hurðin var læst að innanverðu, svo að hún var þá barna. — Ég fór aftur inn í stofuna og settist í sófann og stofuna og tók upp lyklana og horfði á þá. Ég sat þarna og starði á þá eins og i leiðslu, á lyklana að fjársjóði, sem nam 120.000 dollurum. Nei, hún gat ekki verið örugg fyrr en hún hefði breytt útliti sínu. Við urðum að bíða nokkr- ar vikur. Enginn gat náð pen- ingunum, nema hún — og ég hafði þau tök á henni, að ég átti ekki að þurfa að óttast neitt. Hún gat ekki án minnar hjálpar verið. Og hún gat ekki ákært mig án þess að beina allri at- hygli að sér. Hún þurfti að kom- ast undan, — alla leið til Kali- forniu, og ég varð að standa við það loforð vegna míns eigin ör- yggis. Léti ég hana sigla sinn sjó yrði hún kannske handtekin og þú mundi hún leysa frá skjóð unni. Þá hefði hún engu að tapa. Ég hugleiddi hvernig ég ætti að geyma peningana, áður en við færum til Kaliforniu. Ég gat ekki átt neitt á hættu að vera að flækjast með þá á ferðalag- inu. Þá gæti hún kannske náð þeim og komizt burt með þá. Við yrðum fimm sólarhringa á leiðinni og ekki gæti ég gefið gætur að henni hverja stund dag og nótt. En ég yrði að vera vel á verði. Hún var ekkert lamb við að leika sér. *Ef henni dytti nú í hug að kaupa sér skamm- byssu og láta mig bíða sömu ör- lög og Diana James. Ég yrði líklega að leigja banka hólf sjálfur. Þegar til San Fran- cisco væri komið gæti ég selt bílinn og flogið til baka. Ég var dauðþreyttur, lagði lyklana aftur í veskið og hall- aði mér út af. Það var að bregða birtu, þegar ég sofnaði Mig dreymdi að ég væri að hlaúpa eftir götu, sem aldrei end aði. Það var dimmt, en þó ljós við öll vegamót. Það var hlaupið á eftir mér. Ég vissi ekki hver veitti mér eftirför, en ég þorði ekki að líta um öxl lengi vel, en þegar ég loks gerði það, sá ég engan, Ég hélt áfram að hlaupa —- alltaf eftir sömu göt- unni, og ef ég hægði á mér, gerði hann það líka, þessi, sém var á hælum mér. Ég sá aldrei neinn, en hann var þar, því að ég heyrði til hans. Ég vaknaði hríðskjálfandi og rennvotur af svita. Það var al- bjart og Madelon Butler sat í hægindastólnum. Hún var í svefnfötunum og bláa sloppn- um og hún brosti til mín. — Stynjið þér alltaf svona mikið í svefni? spurði hún. 14. kapítuli. Ég strauk um andlit mér og reis á fætur. Þetta hafði verið erfiður draumur. — Hvað er klukkan? — Að byrja að ganga ellefu. — Er langt síðan þér fóruð á ról? — Fyrir svo sem klukku- stund. Dreymdi yður illa? — Nei. Ég fór fram í eldhús og bjó mig undir að hella upp á.könn- una. Mér fannst það furðúlegt, að hún skyldi ekki hafa haft hugsun á því, þar sem hún hafði verið á fótum f heila klukku- stund, en þetta fólk, sem alla ævina hafði látið stjana við sig, gat vitanlega ekki dýft hendi í kalt vatn. Ég gekk aftur inn í stofuna. — Er það til of mikils mælzt, ef ég bið yður að hella upp á könnuna, þegar sýður á katlin- um? — Ætlið þér út? — Ég var að hugsa um að fá mér steypu og raka mig. Það er efst á dagskrá. — Það gæti kannske hjálpað dálítið upp á útlitið — og skap- ið — sagði hún og geislaði frá henni andúðin. Ég var kominn af stað í átt- ina til baðhérbergisins, en nam Þegar enginn foringi var lengur til að stjórna hinum stóra her, varð hann strax meinlaus og menn irnir skiptust í litla flokka. Eftir að Tarzan hafði náð í boga sinn og örvar aftur, snéri hann til skógarins aftur. Hann kom þar auga á lítið dádýr — og því ekki að fá sér í svang- inn núna? Barnasagan Kalli °9 eldjurinn Tommi yfirgaf stýrimanninn, þar sem hann stóð nöldrandi í myrkrinu, og fór út til að draga furstann upp úr vatninu. En stýri- maðurínn hélt áfram: Ég verð að halda mér frá öllum eldi, ég er bújnn að fá meira en nóg af hon- um. Þegar hann hafði staðið þarna góða stund, varð hann óþolinmóð- ur og kveikti á eldspýtu. En sá strax blys, sem hann kveikti á. Af leiðingin var furðuleg. Blysið hvæsti og neistaði og lýsti allt herbergið upp með bláum lit. Það kom í ljós að þarna var flugelda- geymslan, sem Ruffiano greifi ætlaði að nota til að fagna falli Slapxký. Það gerir ekkert til fröken. Þé megið brjóta rúðuna hjá mér eln: oft og þér viljið. allt í einu staðar, því mér fanns hún sannast að segja ekki þurf; að senda mér eiturörvar, og e við áttum að þrauka mánuð sambúð, væri eins vel að skildum hvort annað fyllilega. — Við getum ekki öll verið jafn fögur, yðar hátign, sagði ég, en áður en við förum lengra skulum við gera okkur sumt ljóst — sumt, sem við megum ekki gleyma. Það er leitað að yður af því að þér eruð grun- aðar um morð. Ef þér verðið teknar höndum fáið þér að skúra fangelsisgólf næstu 40 ár- in. Og þér verðið oft að standa í ströngu til þess að verjast kyn- systrum, sem sækjast munu eft- ir vináttu yðar. Nú, við hvort tveggja vilduð þér losna. Nú er- uð þér í minni íbúð — og þurfið mína aðstoð til þess að geta ver- ið frjálsar í framtíðinni. En ég er ekki þjónn yðar og enn síður þræll, og ég er 50 kílóum þyngri en þér og mér geðjast alls ekki að yður, — og ef í það færi myndi ég óhikað fegra dálítið á yður andlitið — í stað þess bara að horfa á það. Æpt getið þér ekki, því að enginn má finna yður hér. Kannske hef ég ekki af neinum gáfum að státa f sam- bandi við yður, en farið bara ekki að leika hlutverk Katrínar miklu gagnvart mér. En ef yður langar fjarska mikið til skuluð þér bara gera það og sjáið þér svo til hve mikið þér græðið á því. Hún horfði rólega á mig. — Eruð þér að reyna að hræða mig? — Nei, ég vil bara, að þér hagið yður skynsamlega. — Langar yður kannske til þess að vita, hvað var sagt í fréttatímanum áðan? Hún gat ekki hafa heyrt frétt- irnar án þess að vekja mig. Ég sneri mér við og sá, að viðtæk- ið var horfið. <í| — Ég flutti það inn til mfn til þess að vekja yður ekki. —• Langar yður til að vita hvað sagt var? Ég þreif til hennar og skók hana. — Vitleysa, hvæsti ég. — Þeir hafa enga von um, að lögregluþjónninn hafi það af. Og hver er það, sem nú verður að fara huldu höfði? ^ Ég reyndi að vera rólegur. * — í fyrsta lagi er hann ekki dauður enn. Og svo veit enginn neitt um mig. Yðar er leitað, en ekki mín. — Nei, það er leitað að tveim ur nú — okkur báðun, svo að aðstaða yðar er ekki eins örugg og hún var. Mér finnst heimsku- legt af yður að ógna mér.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.