Vísir - 07.08.1962, Blaðsíða 2

Vísir - 07.08.1962, Blaðsíða 2
2 VISIR Þriðjudagur 7. ágúst 1962. p tJ Li—" p jj i DV W//////A W//////Æ V/W/Á Skúli Ágústsson ásamt unnustu sinni og bami. SKÚLIÁGÚSTSSON - nýliðinn í landsliðinu Enn einu sinni hefur Landsliðs- nefnd KSÍ gert kunnugt val sitt á „11 sterkustu knattspyrnumönn- unum", sem við höfum nú yfir að ráða. Eitt nafn af þessum ellefu er nýtt, Skúli Ágústsson heitir pilt- urinn, 19 ára gamall Akureyring- ur, bankamaður hjá Landsbanka l’slands á Akureyri, gagnfræðingur að mennt. Skúli hefur leikið með Akureyri síðan vorið 1960, en hafði sumarið áður oftlega setið á varamanna- bekkjum. Skúli hóf knattspyrnu- feril sinn í 4. flokki Knattspyrnu- félags Akureyrar og hefur Ieikið með öllum flokkum KA. Hefur Skúli i ár alltaf jaðrað við að kom- ast í landslið og var varamaður gegn Norðmönnum í sumar. Hann hefur vakið mikla athygli fyrir að „spila upp“ Kára og Steingrím, en þeir þrír mynda nú eitthvert hættu legasta miðjutrió landsins. Skúla er fleira til lista lagt en knattspyrnan. Á veturna, þegar Pollurinn á Akureyri er ísi lagður bregður hann sér í ísknattleik með félögum sínum og er liðtækur þar ekki síður en í knattspyrnu, en auk þess er hann einn bezti skaut- hlaupari landsins og bezti skauta- hlauparinn á lengri vegalengdun- um, þ.\ e. 3000 og 5000 metra hlaup unum. Einnig stundar Skúli körfu- knattleik á veturna. Við hringdum í fyrrakvöld norð- | ur til Skúla og vorum svo heppnir að ná í hann rétt er hann var að koma inn úr dyrunum úr ferðalagi í Mývatnssveit. „Ég geri mér ekki of háar von- ir,“ segir Skúli. „Útherjastöðuna hef ég aldrei Ieikið fyrr. Ég byrjaði sem innherji í 4. flokki og hef haldið þar áfram ætíð síðan. Samt geri ég mér vonir um að standa mig vel i samvinnu við Þórólf Beck sem verður innherji mín megin." 1 Handboiti: iyjaskeggjar fengu jjjóðhátíðarburst' I sambandi við Þjóðháíðina í Vestmannaeyjum, voru lciknir 2 Icikir í Útihandknattleiksmeistara- móti íslands (Meistaraflokk kvenna) F.H. og Vikingur komu til Eyja og léku við heimakonur þar. Á laugardag lék Vikingur, og sigraði auðveldlega 15 — 0. F.H. iék daginn eftir og sigraði, með sömu yfirburðum 13 — 0. Staðan í mótinu er nú þessi, en þa'r eru nú eftir að leika 4 leiki, þar á meðal úrslitaleikinn, sem verður líklega á milli Ármanns og F.H.: L U J T M St. F.H. 4 4 0 0 43- 10 8 Ármann 4 4 0 0 34- 13 8 Vikingur 6 4 0 2 47- 25 8 Breiðalik 5 3 0 2 33- 13 6 K.R. 4 1 0 3 13- 22 2 ísafjörður 5 1 0 4 10- 42 2 Vestm.e. 6 0 0 6 10- 85 0 1 2. fl. kvenna á þessu móti var liðunum skipt í 2 riðla, þar eru úrslit þegar kunn. Breiðablik sigr- aði A-riðilinn og Ármann B. þessi lið leiða saman hesta sína í úrslita- leik á laugardaginn kemur í Kópa- vogi. „Stórkostlegt" ! — segir Mr. Vernon Cox, | bandnrískur frjálsíþrótta- \ þjálfari um íþróttaríki þeirra Höskulds og Vil- hjálms í Reykjadal Fjölmennt var um verzlunarmannahelgina í Reykjadai -— Iþrótta„sæluríki“ þeirra Vilhjálms og Höskulds. Þar dvöldust fjöimargir frjálsiþróttamanna okkar undir handleiðslu þjálfara sinna og bandarísks þjálfara, Mr. Vernon Cox, sem vcrður hér til næstu mánaðamóta og þjálfar væntanlega keppendur okkar á EM í Belgrad. „Þetta var stórkostlegt," sagði Cox við okkur í gærkvöldi, er við hringdum á Hótel Sögu og röbbuðum við hann. „Við æfðum frjálsíþróttir, fórum í knattspyrnu, badminton, klak, golf, fjall- göngur og sitthvað fleira á daginn, en á kvöldin vorum við heima i skálanum og hlustuðum á Valbjörn Þorláksson, sem auk þess að geta stokkið á stöng, er afbragðs gítarleikari. Þannig liðu þrír dásamlegir dagar hjá Vilhjálmi og Höskuldi,“ sagði Cox. Hann gat þess að lokum, að þarna væri 1. flokks dvalarstaður fyrir íþróttaflokka í skemmri eða lengri tíma, enda hefði staður- inn allt til brunns að bera scm slíkur. Og hann bætti við: „Mat- urinn, ekki má gleyma honum, hann var stórkostlegur." Vilhjálmur og Höskuldur munu nú vcra á leiðinni með cnn eitt drcngjanámskeið og verður nánar sagt frá því síðar. Vernon Cox starfar í Bandarikjunum hjá Springficld Collcgc í Massuchessetts. Gestrisni Drengirnir frá Færeyjum, sem eru hér í boði Víkings, léku í sið- ustu viku við jafnaldra sína úr 3. fl. Víkings. Leikurinn var leik- inn á velli gestgjafanna í Bústaða- hverfi, og endaði með jafntefli, 1 mark gegn 1. Vikingur sýndi fá- dæma gestrisni með því að setja bæði mörkin. í dug Útihandknattleiícur í Kópavogi: Mfl. Ármann - KR og í 2. fl. Fram — FH. Leikirnir hefjast kl. 8.00. Íþróttahátíð á ísafirði: Hundrað hlýddi á messu fyrír íeikina Skemmtileg og nýstárleg íþrótta hátíð fór fram á sunnudaginn á Isafirði. Knattspyrna Færeyja og Isfirðinga var auðvitað mesti at- burðurinn, en fjölda mörg atriði önnur voru þarna til skemmtunar. Fyrir keppnirnar gekk skrúðganga íþróttafólksins til kirkju klætt eiris og það er í keppni, í knattspyrnu- skyrtum, skóm og öðru, og með íslenzkan og færeyskan fána í fararbroddi. Var þetta hinn fríðasti flokkur og um 100 manns. Það var sr. Sigurður Kristjánsson sem messaði, en úti á vellinum flutti Björgvin Sigþvatsson formaður bæjarstjórnar ávarp. Færeyingar koruðu yrsta markið í leiknum við ísfirðinga, sem leika í 1. deild Islandsmótsins, en eru raunar fallnir í 2. deild. Það var miðherjinn sem skoraði þetta mark, en yfirleitt var hálf- leikurinn jafn en í hléi var staðan 1—0. Síðari hálfleikinn var meira sótt af ísfirðingum og skoruðu þeir eina mark hálfleiksins. Það var miðherjinn Erling, sem skor- aði. Færeyingar rgyndust hins vegar mun skæðari handknattleiksmenn og unnu þar ísfirðinga með 6 — 0. Var þar langbeztur markvörðurinn Rasmussen, sem mun hafa æft handknttleik nokkuð í Danmörku. 1 handknattleik kepptu lika lið ísafjarðar og Súgandafjarðar í elzta flokki, svokölluðum „Old Boys“-fIokki og unnu Súgfirðingar með 5-3 eftir hörkuspcnnandi og skemmtilegan leik. 1 3. flokki unnu KR-ingar hcima- menn með 1 — á laugardag cn 2 — 1 á sunnudag. Ýmislegt fleira fór þarna fram, t .d. akbrobatiksýning ungrar ís- firzkrar stúlku, Sigríðar Gunnars- dóttur, og Jón Bjarnason, orðlagð- ur kraftakarl, dró einn hinna stóru og þungu flutningabíla Gunnars og Ebenezar með munninum og vakti fyrir geysiathygli, sem vonlegt er.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.