Vísir - 07.08.1962, Blaðsíða 3

Vísir - 07.08.1962, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 7. ágúst 1962. VISIR Kaþólsk messa í Hvannagjá I | ijf i I I í fyrradag, sunnudag, kl. 10,' 30 messuðu kaþólskir á Þing- völlum. Þetta er fyrsta kaþólska guðsþjónustan á sögufrægasta stað íslendinga síðan Jón Ara- son messaði þar rétt um siða- bót, nokkru áður en mótmæl- endur drápu hann og syni hans. Upp af tjaldbúðum skátanna er Hvannagjá. Um morguninn er skátum raðað í fylkingar. Þeir koma í flokkum, þrammandi eftir mold arveginum, í glampandi sólskin- inu. Þeir bera flögg og teikn. Trumbur eru slegnar. Drjúgan spöl frá messustað kaþólskra á biskup þjóðkirkj- unnar að syngja messu yfir mótmælendum. Fylkingarbrodd urinn nálgast. Fremstur fer biskupinn, herra Sigurbjörn Einarsson og frú hans og hátt- settir foringjar skátafélagsskap arins. Þetta er litskrúðugur hópur. Þegar brezku skátarnir ganga fram hjá með Wellington- göngulagi sinu, rifjast upp sög- ur úr Búastyrjöldinni í Suður- Afriku. — Hvar er kaþólska messan? spyrjum vér. — Hún á víst að fara fram i tjaldi á völlunum, segir einn skátahöfðingi. . — Nei, þeir hafa brcytt því, segir undirforingi einn, — hún verður víst í gjánni þarna ein- hvers staðar, — þó er ég ckki alveg viss, bætir hann við. Söfnuðurinn krýpur í lotningu. Enginn þarna var alveg viss. Fyrir guðs forsjá og handleiðslu tökst boðbera frá Visi og ljós- niyndara cngu að siður að rata. Klukkan var alveg á slaginu, þegar komið var upp á gjár- barminn. Fólkið sat og stóö á víð og dreif á mosagrónum klettasill- um, í reyrvöxnum lautum, und- ir berginu. Altari hafði verið slegið upp. Létt borð. Á því róðukross úr silfri og beggja vegna altaris kertastjakar úr tré. Bikar og patína með umbúnaði eru á borðinu, og litlar karröflur und- ir vatnið og vínið. Messubók er þar og. dreng Kyrie eleison (Drottinn, miskunna þú oss..) niu sinnum, 5) Guðspjallið lesið.. Þannig heldur messan áfrani jal'nt og þétt. Bænir lcsnar, fólk krýpur og signir sig. Komið er að gjörbreyting- unni, helgustu stund messunn- ar. Sr. Hacking fræðir fólkið um það, að áður fyrri á miðöldum hafi vantrúaðir og villitrúaðir verið látnir hverfa úr messu, rétt áður en hér var komið. Nokkrir ganga til altaris, ís- Iendingar ög útlendingar. £ Björgvin Guðmundsson, skóla stjóri á Jaðri, þjónar til altar- is, svo og tveir skátar eru mcssudrcngir. Björgvin flytur predikun á ís- lenzku og ensku um kærleik- ann og hjálpsemi við náungann, hugsjón kristindóms og skáta- hreyfingarinnar. Hann leggur út af sögunni um miskunnsama Samverjann. Honum mælist vel og fallega. Stemning í Hvanna- gjá er fögur í kyrrð sinni. Uppi á gjáarbarmi f vesturátt stend- ur yfirforingi engilsaxnesku Altarið snýr i austur. Hraun- bcrgið, scm það hvilir fast upp að, er kórveggur þcss. Sr. Jóscf Hacking, sóknar- prestur kaþólska safnaðarins í Reykjavík stigur nú fram og tilkynnir, að hann muni útskýra messuna jafnóðum. og hún fer fram og 'er lesin á latínu. ! Ásbjörn Magnússon forstjóri meðtekur sakramentið af sr. Hákoni Loftssyni í Hvannagjá. Jóhannesson úr Hafnarfirði, fær ir presti kerið. Presturinn geng- ur upp að altari og kyssir það í virðingarskyni við Krist, veif- ar reykelsiskerinu, sem táknar fórn. 3) í dag er áttundi sunnu- dagur eftir Hvítasunnu, kynnir síra Hacking. Síra Hákon les Inroitus eða inngönguvers. ' 4) Prestur les á víxl við kór- skátanna (,,Scoutmaster“) — Hann er með svipmikið andlit, minnir á veiðifálka frá miðöld- um og brynjur og burtrciðar eða citthvað þvíumlíkt. Reyr- ilminn leggur upp úr jörðinni hvarvetna. Kjarrið vcx í hraun- syllum. Mosaskófir glitra á hamrabeltum. Fjöilin í fjarska eru fagurblá. Himinninn er heið ur eins og eilífðin. —- stgr. d'iv I I I I i n ii (i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.