Vísir - 07.08.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 07.08.1962, Blaðsíða 8
i > V > . • v Ö VISIR Priðjudagur 7. agúst Í962. Otgetandi: Blaðaútgáfan VISIR. Ritstjórar: Hersteiun Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 1 8. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 45 krónur á mánuði. | I lausasölu 3 kr. eint. — Simi 11660 (5 Ilnurj. Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Bankabókin skrökvar ekki Tíminn hefir reiðzt mjög upplýsingum Vísis í síð- ustu viku um stórbættan fjárhag þjóðarinnar, undir forystu núverandi ríkisstjórnar. Það er ekki heldur nema von. Lengi hafa framsóknarmenn talið sig hina mestu fjármálaspekinga og hin eysteinska fjármála- fræði hefir þegar markað óafmáanleg spor í hagsögu þjóðarinnar. Til hennar mun jafnan verða vitnað í framtíðinni, er sýna á ungum hagfræðingum hvemig ekki á að stjórna þjóðarbúinu. Eysteinskan hafði aðeins eina meginreglu í heiðri: Hækkum skattana, aukum niðurgreiðslur og uppbæt- ur, drögum úr verklegum framkvæmdum. Við mun- um enn þá síðustu afleiðingar þessarar snilldarreglu. Þær voru jólagjöfin, sem vinstri stjórnin færði almenningi í mynd 5.000 króna aukinna skatta á hverri meðal fjölskyldu. íslenzkur almenningur átti bágt með að skilja þá f jármálaspeki, sem að baki slíkri reglu fólst. Enda hraktist vinstri stjórnin frá völdum og orsökin var fyrst og fremst sú, að þjóðarbúið var að kafna í skuldafeninu. Það þarf hugrekki og hreinskilni til þess að við- urkenna mistök sín, en því miður eru framsóknar- menn ekki gæddir slíkum eiginleikum. Þó hefði það verið stórmannlegri framkoma en að reyna að breiða í sífellu yfir mistökin. Brátt líður að niðurjöfnun opinberra gjalda hér í Reykjavík og sums staðar annars staðar á landinu er henni þegar lokið. Þar kemur í ljós að lágtekju- menn borga engan tekjuskatt lengur. Hjón með 3 böm á framfæri eru algjörlega skattlaus og útsvör þeirra hafa lækkað. Það nægir að benda á þetta eina atriði sem dæmi um það, hve ólík fjármálastefna síðustu ára er ey- steinskunni. Áður var almenningur skattpíndur. Nú eru skattar og tollar lækkaðir. Meira verður eftir í launaumslaginu fyrir vikið, enda hefir almenningur aldrei safnað jafn miklu sparifé sem þessi misserin. Það er ástæða til þess að gleðjast yfir þessu. Og það þýðir ekki að afneita þessum staðreyndum. Bankabókin skrökvar ekki. Róleg helgi Verzlunarmannahelgin er liðin. Þúsundir hóíu aft- ur störf í morgun, eftir að hafa notið útivistar yfir langa helgi. Því ber að fagna, að þessi helgi leið án þess að til stórslysa kæmi. Drykkjuskapur og óspektir vom nú lítt áberandi. Hin aukna löggæzla á tvímælalaust sinn ríka þátt í því, hve hér hefir vel tekizt til. Lög- gæzlumenn eiga þakkir skildar fyrir störf sín, og einn- ig þau samtök, sem önnuðust aðstoð á vegum úti. Smám saman er skrílsbragurinn að hverfa úr þjóð- lífinu. Það er vonandi, að hin rólega verzlunarmanna- helgi sé ein sönnun þess. Atorkukona á síldarplani Blaðamaður fró Vísi segir fró at- wikum é Raufarhöfn hafnar. Þegar komið er í Ljósa- vatnsskarð, er stytzt að fara Kinnarveginn og þaðan til Húsa víkur og svo eins og leið ligg- ur um Tjörnes og Axarfjörð v i a Kópasker, yfir Melrakka- sléttu og til Langaness. Raufar höfn sést eiginlega ekki fyrr en komið er alveg í námunda við plássið. Innreið í þorpið síðla dags um hábjargræðistímann, þegar allt heilsar með orkustreymi, hlýtur að lækna flesta af ferðalýju. Eitthvað liggur í loftinu, sem gefur lífinu gildi, fyrirheit um árangur og farsæld. Skítt veri argræðis Þorpið er annálað fyr- ir ljótleika, hvernig sem á því stendur. Ömurleika varð þar ekki vart á dögunum, þegar allt var í óða- gangi, og gjaldeyrisauð- lindir fossuðu á plönun- um. Síldinni hlóð niður í tunnurnar og»brætt var jafnt og þétt. Allir, sem vettlingi gátu valdið, voru að. Þorpið iðaði af getu. 1 TVyARGAR þingmannaleiðir eru frá Akureyri til Raufar- Þær keldhverfsku ganga upp tröppurnar að Sveinshöll með yfirborðið: Slorið, lyktina, nöturleikahýsin, braggatetrin. Var það ekki einmitt í ámóta umhverfi, sem skáldið fékk hug- Ijómun og orti Stjána bláa? Er ekki þetta morandi hráa á Rauf- arhöfn, sem gefur staðnum jafn- framt sálrænt inntak? Þar finn- ast nefnilega gnóttir af andlegu frumefni. Átök við síld skapa ótal þús- und sögur úr mannlífinu, þegar það er hvað næst upprunaleikn- um. Áður en haldið er inn í þetta frumstæða, sem beið eins og villigróður á vinnustöðunum og í bröggunum, var dokað við hjá kaupfélaginu til að fá bragð af borgaralegri siðmenningu, svona til samanburðar. Á efstu hæð er skilti úti £ glugga, sem á stendur: Lands- bandi Islands — Raufarhafnar- afgreiðsla. — Því ekki að koma þar við og grennslast? Þarna fara við- skipti fram. Það var búið að loka. Við þriðja högg, var svarað kunn- uglegri rödd: — Kom inn. Þegar inn var troðið, sáust akureyrsk andlit fyrir innan af- greiðsluborð: Tveir ung-mið- aldra menn með sæmilegt holdafar. Detta ekki af manni allar dauðar lýs. Þar voru engir aðr- ir en Sigurður Ringsted, banka- gjaldkeri útibúsins á Akureyri, og aðstoðarmaður hans, Frið- rik Þorvaldsson, aðjúnkt við Menntaskólann. — Þið ættuð ekki að fá slag, þótt komið sé í kurteisisheim- sókn til ykkar. — Nú krossbregður manni alveg, segir Friðrik, — — ja hérna... — Þetta er ekki „hold-up“, fóstri, vertu rólegur... — Hvað eruð þið að gera

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.