Vísir - 07.08.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 07.08.1962, Blaðsíða 4
( VISIR Þriðjudagar 7. ágúsL 1962. Stofnsveiflur þekkjast víðar en hjá rjúpunni það er undarlegt fyrir- bæri í íslenzkri nátt- úrufræði, hvernig rjúp- an hegðar sér. íslenzkir veiðimenn þekkja vel það fyrirbæri, að með nokkurra ára millibili, hrynur rjúpnastofninn svo að segja alveg nið- ur. Oftast gerist þetta einmitt eftir mikil rjúpnaár. Þá er allt í einu eins og rjúpnastofn inn sé þurrkaður út. Og þær fáu rjúpur, sem veið ast, seljast fyrir of fjár. Fyrr á árum vakti þetta ugg manna og í hvert skipti sem rjúpan hvarf, komu upp grun- semdir um að ofveiði væri or- sökin til þessa. Vár þá farið að grípa til þess ráðs að friða rjúp- urnar, þegar ástandið var verst. Á RIÐ 1948 kom eitt af þess- um rjúpnaleysisárum. Þá voru menn mjög uggandi um að verið væri að aleyða stofn- inn og komu fram háværar raddir um að friða þennan sér- kennilegá fugl aigerlega. En áð- ur en stjórnarvöldin fram- kvæmdu það, leituðu þau eftir áliti færasta fuglafræðings landsins, dr. Finns Guðmunds- sonar. Hann skilaði áliti eftir nokkra stund og vakti það á sínum tima miklar deilur og umtal. Finnur lýsti yfir því að það væri alger óþarfi að friða rjúpuna. Hin skyndilega fækkun hennar væri ekkert annað en eðlileg stofn- sveifla. Engu máli skipti þótt veiðar héldu áfram. Það myndi ekki líða á löngu áður en þessi frjósami fugl væri búinn að ná sér aftur. Farið var að ráðum Finns og rjúpan ekki friðuð og fór allt eins og hann hafði spáð. Eftir nokkur ár var nóg veiði. '-s Afstaða dr. Finns Guðmunfe sonar og stofnsveiflur rjúpunn- ar hér á landi hafa vakið athygli viðar en hér á landi. Um þetta hefur verið skrifað í ýmis nátt- úrufræðirit og árið 1958 flutti Finnur fyrirlestur um það á fuglafræðingaþingi i Helsing- fors. TjETTA hefur nú leitt til þess, A að fyrir nokkru kom banda- Próf. Pitelka virðir fyrir sér íslenzka rjúpu í vetrarbúningi. rískur dýrafræðingur í heim- sókn hingað til lands, til þess að kynna sér þetta mál og að- stæður hér. Hann heitir Frank A. Pitelka og er prófessor í dýrafræði við Kaliforníu-há- skóla í Berkeley. En þessi vís- indamaður hefur um margra ára skeið einbeitt sér að rannsókn- um á stofnsveiflum dýra, sem eru algengar hjá ýmsum dýra- tegundum í Norður-Afriku, sér- staklega hjá nagdýrum ýmsum. Mest áberandi eru þær þó eins og flestir vita, hjá læmingjun- um, sem fjölgar ótrúlega ört, en hrynja svo niður eftir að há- marki er náð. Þegar fréttamaður Visis hitti prófessor Pitelka fyrir nokkrum dögum, lýsti hann þvi í stuttu máli, að enn væri ekki fullvíst, þverjar orsakir þessara stofn- s'veiflna væru, en það hefði hins vegar mikla þýðingu hvað snerti grundvallaratriði þróunarsögu og dýrafræði, hvernig á þessu stæði. jþAÐ er athyglisvert, sagði hann, að stofnsveiflur ger- ast reglulega, ná hámarki með vissu árabili. í norðurhluta Ame ríku er um tvenns konar stofn- sveiflur að ræða. Þriggja ára stofnsveiflur eru rikjandi é svæði kringum heimskautsbaug, en 9 ára stofnsveiflur á suð- Iægara svæði, um það bil á Iandamærum Bandaríkjanna og Kanada. En það er undarlegt, að íslenzka rjúpan, sem lifir á svæði nálægt heimskautsbaug, hefur 9 ára stofnsveiflu, þó hún sé á nyrðra beltinu. — Hvaða kenningar eru helzt uppi um orsakir þessara breyt- inga? — Það má segja, að kenn- ingarnar séu aðallega þrjár. Fyrst að það séu ytri áhrif, svo sem geislar úr himingeimnum t.d. útfjólubláir geislar. í öðru lagi er sú skoðun að það sé fæðan, sem takmarkar fjöldann og að dýrin hrynji niður, þegar þeim hefur fjölgað svo mikið, að fæðan reynist ekki nóg. Og þriðja kenningin er sú, að eitt- hvað grípi inn í og dragi úr fjölgun stofnsins áður en til þess komi að fæðuuppsprettan gangi til þurrðar. Þetta siðasta er aðallega skoðun hormónalíf- fræðinga. — 4~kG hvert er yðar eigið ^ álit? — Ég er þeirrar skoðunar, að það sé fæðuskorturinn, sem valdi þvl að dýrin hrynji niður, þegar offjölgun hefur orðið. Ég skrifaði fyrstu ritgerð mína um þetta efni árið 1952 og fjallaði hún um stofnsveiflur hjá læm- ingjum. Siðan hef ég farið á hverju sumri til rannsókna á Santfal við prófessor Pitelka fró Kaliforniu- háskóla þessu fyrirbæri til staðarins Point Barrow á norðurströnd Alaska og með mér hafa verið stúdentar í náttúrufræði við Kaliforníu háskóla. Til þess að rannsóknin gefi fullan árangur er nauðsynlegt að láta einnig fara fram athugun á jurtalifinu og jarðveginum. Það getur jafn- vel hugsazt að næringarskortur geri vart við sig hjá dýrunum, þó að talsverður gróður sé sýni- legur. Höfum við nokkurn grun um, að það sé fyrst og fremst skortur á kalki og fosfóri í plöntunum, sem hafi sín áhrif og yfirleitt geta breytingar á næringarsöltum í jurtum haft mikil áhrif, því að dýrin verða þá ekki eins sterk. En stofn- sveiflanna gætir eingöngu með- al dýra, sem lifa á jurtum og laufum. , — Hvernig hefur rannsókn- araðstaðan verið þarna nyrzt í Alaska? — Hún hefur verið ágæt. Þarna á Point BarroW'er banda- rísk herstöð og er öll aðstaðan hin þægilegasta, gott húsnæði og nóg rúm fyrir rannsóknar- stofur. Það er enn fremur auð- veldara að rannsaka þriggja ára stofnsveiflurnar, sem þarna tíðkast heldur en níu ára sveifl- urnar, tekur ekki eins langan tíma. — EN te^u^ Þer gagnlegt að rannsaka nánar stofn- sveiflur rjúpunnar hér á landi? — Já, vissulega, slík rann- sókn gæti leitt margt i ljós og styrkt fyrri rannsóknir. Hér er að vísu um að ræða níu ára sveiflur, svo að rannsökn tælci nokkuð langan tíma. En að öðru leyti væri rannsöknaraðstaða mjög hagstæð hér, línurnar skýrar, þar sem jurtagróður er einfaldur og svæðið takmarkað vegna þess að landið er eyja og rjúpan flýgur ekki til annarra landa. Ég vildi hvetja islendinga til að rannsaka þetta nánar. Hér þarf sameinað starf á sviði dýra fræði, jurtafræði, jarðvegsfræði og e.t.v. einnig við athugun snikjudýra. Rannsóknin myndi vekja alþjóðlágan áhuga. J Að marggefnu tilefni vill hreppsnefnd Mosfellshrepps taka fram, að ólög- legt er að byggja hús eða önnur mannvirki innan takmarka hreppsins án leyfis hreppsnefndar. Land- eigendum og umráðamönnum Ióða ellegar lands- svæða er því bent á, að hafa ávallt samráð við hrepps- nefnd um allar framkvæmdir á löndum sínum. 3. ágúst 1962, Hreppsnefnd Mosfellshrepps. I t i M I i 1 1. * H I 1 1 1 I I t I I t ( H I I t ' n ! \ í : I M M I U < I 1 1 ' i 1 1 1 ‘ ' t ‘

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.