Vísir - 07.08.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 07.08.1962, Blaðsíða 16
VÍSIR Þriðjudagur 7. ágúst 1962. Taugaveiki- bróðuraðljúka Allt bendir nú til þess, að tauga- veikibróðurnum í Reykjavík sé að ijúka, Heyrist nú fátt um ný til- felli í borginni. Er það borgarbúum mikill léttir að veikin er gengin yfir. Borgarlæknir sagði Vísi í morg- un, að hann vonaði nú fastlega, að veikin væri að mestu hjá liðin. Hér hefur eins og áður hefur ver- ið skýrt frá, ekki verið um að ræða eiginlegan taugaveikibróður, held- ur mjög skyldan sjúkdóm, er lík- ist meira matareitrun og kailast erlendis músatyflus. Er hann ekki eins smitandi og hinn eiginlegi taugaveikibróðir. Heimdallur kmr>!Íríí:ir. iiii: Þessi mynd var tekin af dánarbeði Marilyn Monroe eftir að lík hennar hafði verið flutt brott. Á náttborðinu stóðu tóm meðalaglös. í einu glasinu höfðu verið 50 svefntöflur. á sjósfangaveiðí Heimdallur F.U.S. efnir til sjó- stangarveiðiferðar í Faxaflóa á morgun, miðvikudag, og verður lagt af stað klukkan'sex eftir há- degi frá Loftsbryggju og komið til baka um miðnætti. Farkostur verð- ur báturinn Nói. Þátttaka er mjög takmörkuð og eru væntanlegir þátt takendur beðnir að hafa samband við skrifstofu félagsins í Valhöll sem fyrst. Brúðkaup 1 dag verða gefin saman í hjóna band a fsr. Jóni Thorarensen, ung- frú Ragna Þorsteins (Karls Þor- steins ræðismanns) og Ásmundur Einarsson (Einars Ásmundssonár hrl.), blaðamaður við Vísi. Brúð- hjónin leggja I kvöld af stað til útlanda. fannst látin í rúmi sínu HIN y n d i s I e g a fagra Marilyn Monroe fannst dá- in í rúmi sínu aðfaranótt sunnudagsins. Hún hafði framið sjálfsmorð með því að taka banvænan skammt af svefntöflum. Þetta gerðist í húsi henn ar, mexikanska bungalow- inum, sem hún keypti fyr- ir nokkru um 15 km frá Hollywood, en rétt hjá barnaheimilinu fyrir mun- aðarlaus börnj sem hún ólst upp á í bernsku. Marilyn lá allsnakin í rúmi sínu með stóra sæng yfir sér. í annarri hendinni héit hún á símtóli eins og hún hefði ákveðið að hringja á hjálp, þegar það var orðið um seinan. Þegar læknir fann hana Iátna í rúminu, hafði hún verið dáin í 7 klst. Ljós undir hurð. Húsvörðurinn, frú Eunice Murray, sá ljós undir svefnher- bergishurðinni um miðnætti. Klukkan þrjú um nóttina sá hún enn ljós undir hurðinni. Hún varð undrandi á þessu, þvi að Marilyn hafði farið snemma i háttinn og sagzt þurfa að hvíla sig. Frú Murray tók í hurðarhúninn, dyrn- ar voru Iæstar. Þá símaði hún til læknis Mari- lyn, dr. Ralph Greenson. Hann gat ekki heldur opnað dyrnar. Hann fór þá út fyrir húsið, leit inn um gluggann og sá Marilyn liggjandi Framh. á bls. 5. Kommúnistar beittu ofbeldi í Helsinki Alþjóðamót æskulýðsins i Hels- inki mistókst algerlega. Til þess Mikill e" Surprise Eldur kom upp í togaranum Surprise um kl. 10 í morgun við bryggju I Hafnarfirði. Slökkvi- lið bæjarins var klukkustund að berjast við eldinn en tókst um síðir að slökkva hann. Vél- arrúmið var alelda og um tíma var jafnvel talin hætta á spreng ingu í olíugeymum skipsins, en þeir hitnuðu mjög mikið. Kunn- ugur taldi að það hefði komið í veg fyrir spreng- ingu í geymunum, að sá tankur sem eldur Iék um var fullur, en þá er sprengihættan minni en í hálffullum tönkum, sem olfugas getur myndazt í. Miklar skemmdir urðu á skip- inu. Þegar eldurinn kviknaði var verið að taka olíu um borð og er talið að olía hafi runnið ofan á rafal ljósavélar, sem var í gangi. Varð vélarúmið skyndi- lega alelda. Stóðu ioga upp um Ioftventlana. Þegar einn olíu- Framh. á 5. síðu var stofnað af kommúnistum sem hinna fyrri, en svo ofbeldisleg var framkoma stjórnendanna nú, að tugum og hundruðum fulltrúa frá ýmsum löndum ofbauð. Báru þeir fram kröftug mótmæli og fóru heim áður en mótinu lauk. Meðal þess, sem megna óánægju vakti, var að raunverulega ríkti ekkert málfrelsi á ráðstefnunni, að kommúnistar höfðu þar varðmenn, sem komu fram af ofbeldi, og lögðu hendur á fulltrúa o.s.frv. Nærri helmingur fulltrúanna frá Ceylon gekk af fundi, og margir fulltrúar frá Nigeriu og Uganda og fleiri Afríkulöndum. Rrent var austur-þýzkri stúlku, sem hafði hug á að flýja til Vestur-Þýzka- lands, en 9 austur-þýzk ungmenni, sem sóttu mótið notuðu tækifærið til þess að flýja til Vestur-Þýzka- lands. Sagt var um stúlkuna, að hún hefði ætlað að flýja með unn- usta sínum ,sem kominn var til Helsingfors til að sækja hana, og hafi þau verið komin af stað í bif- reið, er árás var gerð og stúlkunni rænt. Lögreglunni í Helsingfors var tilkynnt ránið en frekara er ekki um málið kunnugt. Hún var flutt um borð í austur-þýzkt skip, sem flutti austur-þýzk ungmenni til Helsinki. Eitt af því sem vakti stórkost- lega athygli fulltrúa frá ýmsum löndum og opnaði augu þeirra fyr- ir í hvaða tilgangi þessi mót eru haldin, þ.e. til stuðnings við áform kommúnista, var, að því var hald- ið fram, að Bandaríkin sprengdu kjarnorkusprengjur í árásar til- gangi, en Rússar í friðar tilgangi. Þetta gagnrýndi danskur fulltrúi á mótinu, og kom hann gagnrýninni fram, af því að hann talaði á rússnesku. Sú skoðun er almenn meðal þátt takenda frá ýmsum löndum, að þetta æskulýðsmót verði hið sein- asta, sem kommúnistar halda, svo mjög hafi þeir hneykslað fulltrúa fjölda þjóða — og ekki sfzt hinna nýju Afríkuþjóða, sem þeir hafa reynt að hæna að sér. Myndin sýnn slokkvistamð við togarann Surprise í morgun. Hafnfirzkir slökkviliðsmaður dælir vatni á síðu skipsins, sem hitnaði mikið. Áskrifendahappdrætti Vísis Dregið verður í áskrifendahappdrætti Vísis hinn 20. ágúst. Fer dráttur fram nokkrum dögum síðar í mánuðin- um en vanalegt er, vegna hinna almennu sumarfría í þess- um mánuði. Vinningurinn í happdrættinu er glæsilegur. Er hann bús- áhöld, kaffistell og matarstell fyrir tólf manns og fleira úr verzluninni Valver, Laugavegi 43. Er verðmæti vinningsins 10 þúsund krónur. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.