Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1991, Blaðsíða 5

Tölvumál - 01.12.1991, Blaðsíða 5
Desember 1991 Mannlegi þátturinn í tölvunotkun Höfundur: Arlene Meyers Þýtt og endursagt: Guðlaug Richter Um höfundinn: Arlene Meyers fæddist í Reykjavík en fluttist mjög ung til Bandaríkjanna. í æsku kynntist hún fslenskum siðum og bök- menntum og hún hefur mikinn áhuga á að rækta sambandið við land og þjóð. Arlene er sálfræðingur og vann við deildina "Human Factors" hjá IBM. Starfsmenn þessarar deildar rannsaka áhrif tölva á okkur mennina og viðbrögð okkar við notkun hugbúnaðar. Hlut- verk þeirra er einnig að meta hvort nægilegt tillit sé tekið til notendanna við hönnun nýrra tölvukerfa. Markmiðið er að gera tölvunotkun eins auðvelda og mögulegt er. Arlene starfaði hjá IBM í átján ár og hefur komið hingað nokkrum sinnum á vegum fyrirtækisins. Hún hefur nú ákveðið að stofna eigið ráðgjafafyrirtæki á þessu sviði. Ættingjar hennar hér á landi hafa hvatt hana til að dvelja hér næsta sumar og hyggst hún koma f lok apríl og vera fram í september. Henni væri sönn ánægja af því að nota þennan tíma til að kynna viðfangsefni sfn íyrir okkur. Hún er reiðubúin til að halda fyrirlestra og námskeið og veita hugbúnaðarfyrirtækjum ráðgjöf. Hér á eftir fara svör Arlene við nokkrum algengum spurningum um samræmd notendaskil eða "Common User Access" (CUA). Ættu þau að varpa nokkru ljósi á viðhorf hennar og viðfangs- efni. 1. Hvaða gagn hafa tölvu- notendur af samrœmdum notendaskilum (CUA)? Samræmd notendaskil eru til mikilla hagsbóta fyrir notendur enda eru tölvu- og hug- búnaðarframleiðendur um allan Samræmdum notendaskilum fylgir sú þægilega vissa að ekkert í uppbyggingu og framsetningu forrita komi á óvart heim að taka þau upp. Af því tilefni hefúr IBM m.a. tekið saman tvær handbækur sem fjalla um samræmd notendaskil. Þærheita "Common User Access Basic Interface Design Guide" og "Common User Access Advanced Interface Design Guide". Sem dæmi um hagkvæmni sam- ræmdra notendaskila fyrir notendur má nefna að tfminn sem fer í að þjálfa notkun ein- stakra forrita styttist mjög. Þegar notandinn hefur kynnst upp- byggingu notendaskilanna veit hann hvernig öll notandaforrit sem fylgja staðlinum virka. Dæmi: * Þegar stutt er á PFIO fer bendillinn í aðgerðalínuna. * Einn áfangi verks er unninn þegar stutt er á færsluhnappinn. * Verk er rofið með PF12. Þá er farið afturábak um eitt þrep. PF3 er notaður til að ljúka verki og fara út úr forritinu. * Tölusettur listi gefur til kynna að velja megi eitt atriði. Ótölusettur listi með auðu staíbili á undan hverjum valkosti gefur til kynna að velja megi fleiri en eitt atriði. Reitur sem myndaður er með línustrikum er inn- sláttarsvæði. * Gluggarnir í OS/2- umhverfinu gera notendum kleift að vinna mörg verk í senn. Ef notandi setur t.d. upp tólf forrit, getur hann unnið í einu þeirra eða haft þau öll í gangi samtímis. Þegar nýtt forrit er sett upp þarf notandinn einungis að kynna sér hvaða aðgerðir það býður upp á. Samræmdum notendaskilum fylgir sú þægilega vissa að ekkert í uppbyggingu og framsetningu forrita komi á óvart. Allur hugbúnaður mun því framvegis auka vinnuafköst til muna. Gremjan og óvissan sem gjarnan hefúr fylgt tölvunotkuninni ætti því smám saman að verða úr sögunni. 2. Hvað viltu segja um upp- setningu samrœmdra notenda- skila á stafaskjástöðvum? Stafaskjástöðvar setja engar skorður en það getur orðið manni Qötur um fót að hafna uppsetn- ingu samræmdra notendaskila. Það sem máli skiptir er að vera fylginn breytingunni; að gera sér grein fyrir því að þörf er á samræmdum notendaskilum og hefjast handa við að koma þeim á. Undirbúningsvinnan felst í því að kenna aðalatriðin í upp- 5 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.