Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1991, Blaðsíða 14

Tölvumál - 01.12.1991, Blaðsíða 14
Desember 1 991 Frá Orðanefnd Sigrún Helgadóttir, formaður orðanefndar SÍ Fyrir nokkru var ég stödd á fundi þar sem rætt var um tölvunet af ýmsu tagi og tæki sem notuð eru til þess að tengja þau saman og stjórna umferð gagna um þau. Þar var m.a. mikið rætt um svokallaða leiðstjóra, sem á ensku nefnast routers. í aprflhefti Tölvumála skrifaði ég um heiti á þessu tæki, sem einnig mætti kalla bdni. Ókosturinn við orðið beinir er sá að í þgf. ft. fellur beygingin saman við beygingu orðsins bein. Fyrirlesarar á fund- inum notuðu þó bæði þessi orð eins og ekkert væri sjálfsagðara. Á fundinum var einnig rætt um staðarnet, á ensku local area network. íslenska heitið staðarnet virðist hafa náð nokkurri fótfestu þótt sumir tali einnig um nærnet. í Tölvuorðasafninu frá 1986 er wide area network, sem nær yfir stærra svæði en staðarnet, kallað víðnet. Nú fmnst okkur jafnvel betra að kalla þessa gerð nets útnet. Hvað finnst lesendum Tölvumála? Fundarstjórinn, Jón Þór Þórhallsson, stakk því sfðan að formanni Orðanefndar að einnig þyrfti að finna íslenskt heiti fyrir total area network eða TAN. Eg er ekki alveg viss um hvers kyns net þetta er; nær það yfir heila heimsálfu eða jafnvel allan heiminn? Fundarmenn lögðu til heitin allsherjarnet og alnet, Orðanefndin leggur til samnet. Þrenningin yrði þá: local area network, LAN staðarnet wide area network, WAN útnet total area network, TAN samnet Á fyrrnefndum fundi var einnig talað um svokallaða front end processors. Þetta eru tölvur sem veita tiltekna þjónustu í tölvunetum, eða "sjá m.a. um línustýringu, meðferð skeyta, breytingu milli kóta og skekkjustjórn fyrir móðurtölvu" samkvæmtTölvuorðasafni. Þar eru þessi tæki nefnd framtölvur á íslensku . Annaðhvort vita menn ekki um þessa þýðingu eða finnst hún ekki nógu góð því að flestir töluðu um "ffont end prósessora" eða "FEP’s". Væri fortölva betra heiti á þessu tæki? í janúar síðastliðnum skrifaði ég um þýðingar á enska heitinu multimedia. Orðanefndin hafði þá eytt töluverðum tíma í að reyna að finna íslensktheiti fyrir þetta fyrirbæri. í pistli mínum þá var ég að velta fyrir mér hvað multimedia væri eiginlega; eins og allir vita er erfitt að finna heiti á óskilgreind hugtök. Nýlega eignaðist ég tölvuorðasafn frá skýrslutæknifélagi breskra (The British Computer Society). Þar stendur að multimedia sé "framsetning á upplýsingum í tölvu með því að nota teiknun, lífgun, hljóð og texta" (the presentation of information on a computer using graphics, animation, sound and text). Þar sem orðið fjölmiðlun er frátekið hafa ýmsir reynt að nota orðið margmiðlun fyrir multemedia. Orðið margmiðlun hefur að vfsu sömu merkingu og fjölmiðlun en vel mætti notast við það. Nýlega kom fram sú hugmynd að kalla multimedia sammiðlun. Hvernig líst lesendum á þá hugmynd? Jóhann Gunnarssonhafði nýlega samband við íslenska málstöð og bað um aðstoð við að þýða enska orðið scalability. Jóhann vildi að vísu frekar fá íslenskt lýs- ingarorð sem lýsti þeim eiginleika kerfa að unnt er að stækkaþau og minnka. Orðanefndinni var falið að flalla um þetta vandamál og var lagt til að nota lýsingarorðið stigfrjáls. Jóhanni leist vel á það. Sccdability yrði þá stigfrelsi. Nýlega var rætt um það á vinnustað formanns Orðanefiidar hvað ætti að kalla site license. En það er leyfi sem framleiðendur hugbúnaðar selja t.d. háskólum eða öðrum stórum stofnunum og má þá Ijölrita hugbúnaðinn í tilteknum (eða ótakmörkuðum Qölda) eintaka íyrir starfsmenn viðkomandi stofnunar. Lagt var til aðkallaslíktleyfistaðarleyfi. Að lokum vil ég leyfa mér að koma á framfæri ábendingu um almenna málnotkun. Á ýmsum eyðublöðum (t.d. innleggs- og úttektarseðlum í bönkum og svuntum símbréfa) þarf að tiltaka sendanda, greiðanda og viðtakanda. Stundum stendur á eyðublaðinu "til", "frá" eðahið hræðilega"innborgaðaf. Þessi stuðningsorð benda til þess að nafn þurfi að skrifa í aukafalli (þgf. eða ef.). Fæstir hafa þó hugsun á því og skrifa nöfn sín og annarra í nf. Á mörgum slíkum eyðublöðum stendur þó einfaldlega "greiðandi", "send- andi", "viðtakandi" eðaeitthvað þess háttar. Þá er eðlilegt að nöfn séu rituð í nf. Það var Jóhan Hendrik Poulsen, formaður Færeysku málnefndarinnar, sem vakti athygli mína á þessu 14- Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.