Tölvumál - 01.12.1991, Blaðsíða 20
Desember 1 991
Miðlægar tölvu-
miðstöðvar hverfa í
núverandi mynd
Þar sem aflið getur verið dreift
um allt netið hverfur þörfín fyrir
miðlægar tölvumiðstöðvar f þeirri
mynd sem við þekkjum þær nú.
Þær eru tvímælalaust tímaskekkja
ekki síður í ljósi þeirrar þróunar
sem orðin er í verði tölvuafls.
Til þess að lifa þessa byltingu af
verða þær að breyta hlutverki
sínu Framtíð þeirra felst fremur
í því að vera skiptistöðvar fyrir
upplýsingar, stunda upplýsinga-
innkaup, heildsölu og smásölu
og sem þjónustumiðstöðvar á
þessu sviði.
Margmiðlun
En þörfin fyrir flutningsgetu ræðst
einnig af þeirri breytingu á notkun
tölva sem kann að verða á
næstunni. Unnið er að því að
samtvinna skemmtanaiðnaðinn og
tölvutækni í formi margmiðlunar,
eða multimedia. Blandað er
saman lifandi myndum, kyrr-
myndum, tali og tónum og
aðganginum stjórnað með tölvu.
Með þessu opnast nýir möguleikar
til fræðslu, upplýsingaöflunar og
skemmtunar. Ljóst er að marg-
miðlun er áhugaverð sem
tæknilegt fyrirbrigði en praktísk
notkun fyrir almenna notendur
eru ekki fyrirséð að neinu marki
enn. Ástæður þess eru margar
ekki sfst sá vandi sem
höfundarréttur skapar en ekki
má heldur gleyma því að
tölvufælni er enn útbreidd og
kemur í veg fyrir að stór hluti
neytenda muni nýta þessa tækni.
Nái margmiðlun hins vegar því
stigi að almenn þörf verði fyrir
hana þá krefst það aukins hraða
f samtengingum tölva, langt
umffam það sem nú þekkist vegna
þess gífurlega gagnamagns sem
þarf að flytja um netin.
Geymsla myndrænna
upplýsinga
Skjalavistun og aðgangur að
pappírskjölum er stórt vandamál
víða. Fyrstogfremstvegnaþess
tíma sem það tekur að finna slík
skjöl aftur en einnig vegna þess
rýmissemþautaka. Þegarerutil
kerfi sem leyfa skönnun pappírs-
skjala inn í tölvu til þess að kalla
þau síðan fram með rafrænum
hætti á skjá. Þessi tækni er enn á
frumstigi og ekki allir sem sjá
þann hag af þessari geymsluaðferð
sem látinn er í veðri vaka af
fylgjendum hennar. Helsti kostur
þessarar aðferðar felst í gagna-
grunninum sem heldur utanum
um skjölin og leyfir að kalla þau
fram á örskotsstundu. Þessi
skjalavistunaraðferð krefst
mikillar bandbreiddar sé hún
notuð í miklum mæli ekki síst á
milli húsa og landshluta.
Stafrænt tal
í vaxandi mæli er farið að smíða
skjöl sem geyma tal og hljóð auk
texta og mynda. í tölvupóst-
kerfum er farið að senda saman
texta, skjöl og tal sem einn pakka.
Stafrænt tal kallar á mikla
bandbreidd í samskiptum og því
nauðsynlegt að hafa aðgang að
háhraðaneti til samskipta.
Háhraða staðarnet
Þau net sem eru í notkun nú Ieyfa
flutningshraða að 10-16 Mb á
sekúndu. Um langt skeið hefur
verið í mótun staðall, FDDI, um
háhraðanet með allt að 100 Mb
flutningsgetu. Ennfremur hefur
nokkuð verið unnið að því að
reyna að flytja 100 Mb gagna-
straum á snúnu pari ("símavír")
og hefúr nokkuð áunnist en þegar
er farið að flytja 10 og 16 Mb
gagnastraum eftir slíkum
strengjum. Talið er að staðall
um slík samskipti, CDDI, muni
líta ljós innan ekki langs tíma.
Hins vegar er það undantekning
ef þörf er á þessum hraða í þeim
netum sem nú eru í notkun með
þvf álagi sem nú er almennt á
þeim. Vegna sívaxandi þarfar
fyrir aukna bandbreidd í gagna-
samböndum er ekki fráleitt að
ætla að innan áratugs verði komin
gagnasambönd sem geta flutt
meira en 1 GB.
Framtíðarsýn -
vandamál
Ég hefi hér stiklað á mjög stóru
varðandi þá þróun sem orðið
hefur í fjarskiptum tölva og því
sem búast má við á næstu árum.
Ég ætla að lokum að vekja athygli
á þeim vandamálum sem mér
sýnist að verði að leysa á næstu
árum að því er varðar notkun
einstaklinga á tölvu- og fjarskipta-
tækni ef framþróun á að verða.
Númeraskógurinn
Flestir nota fleiri en eina aðferð
til þess að veita öðrum aðgang að
sér með aðstoð fjarskipta og tölvu-
kerfa. Má þar nefna til heima-
og vinnusíma, farsíma, bréfsíma,
sfmboða, talhólfaþjónustu, fjar-
rita, X.25 net, X.400 tölvupóst-
kerfið auk tölvupósthólfa á einni
eða fleiri tölvum sem einstakling-
urinn hefur aðgang að. Öll hafa
þessi kerfi sjálfstæð númer þannig
að hvern einstakling einkenna 2
-12 mismunandi númer. Áþessu
er sá megingalli að það getur
kallað á notkun margra þessara
númera að ná til einstaklingsins
og jafnvel þá er ekki tryggt að til
hans náist með þeim hætti sem
óskað er eða þar sem hann er. Þá
háir það hverjum og einum að
samskipti hans við umheiminn
eru bundin af þeim tækjabúnaði
sem hann hefur aðgang að hverju
sinni sem er í mörgum tilvikum
ekki hans eigin. Þrátt fyrir 10
mismunandi kerfi getur verið
20 - Tölvumál