Vísir - 16.08.1962, Síða 2

Vísir - 16.08.1962, Síða 2
2 VÍSIR Fimmtudagur 16. ágúst 1962. ■n faAa fe. o Lrr J Ll— “i r h 1— W//////Æ W///////ÚL WrAnr jafnaBi á síðustu mínátum KR hafði sótt mestallan leikinn og sýnt mun betri knattspyrnu, en skyndi- lega, um miðjan síðari hálf leikinn tóku Valsmenn sig saman og á 9 mínútum voru þeir búnir að taka ann að hinna tveggja dýrmætu stiga af KR og aðeins rúm mínúta eftir. Þannig léku Valsmenn hið niðurbrotna KR-Iið heldur grátt, en leik tnenn KR fóru mjög illa út ár landsleiknum í írlandi. Þannig máttu bræðurnir Hörður og Bjarni Felixsyn ir og Garðar Árnason vera utan vallar skakkir og skældir og Svéinn Jónsson hóf Ieik meira af vilja en mætti og varð brátt að yfir gefa völlinn. KR HAFÐI YFIRBURÐI Fyrsta markið í leiknum kom eftir 10 mínútna leik og skoraði Gunnar Felixsson fallega með nokk urri heppni. Jón Sigurðsson hljóp með boltann hratt upp miðjuna, en gaf á réttu augnabliki til Gunnars á vítateig, en hann notaði sér frá- munalega lélega staðsetningu Björg vins Hermannssonar, sem var ö til 6 metra út úr markinu og átti eng- in tök á að ná háum bolta Gunn- ars, sem lenti í hægra horninu. Rétt á eftir sóttu KR-ingar fast og tveir skallaboltar (Sigurþórs og Gunnars Felixsonar) voru ekki fjarri lagi. Fyrsta tilraun Vals og raunar ein af fáum, var skot á 21. mín. en það kom frá Bergsteini og var af of löngu færi og of augljóst til að Heimir lenti í vandræðum. Rétt fyrir hálfleikslok varð Gunn- ar Felixson á undan markverði Vals að lausum bolta við markteigshorn- ið, en flausturslegt skotið rúllaði í rólegheitum fram hjá horninu, virt ist lengi ætla inn f hornið, en fór svo rétt fram hjá. STÓRSÓKN KR - OG VALURSKORAR Strax í byrjun síðari hálfleiks skaut Gunnar Felixson hörkuskoti, sem var bjargað naumlega. Tveim mínútum síðar, eða á 4. mfnútu skoraði Jón Sigurðsson svo 2:0 frá vítateig, er Valsvörninni mistókst að hreinsa frá teignum, en skot Jóns með jörðinni fór milli fóta Valsmanna, ekki sérlega glæsilegt, en nógu gott og fyllilega verð- skuldað eftir yfirburðaleik KR. Um miðjan síðari hálfleikinn var sem hlutverkaskipti yrðu. Vals- menn byrjuðu að leika knattspyrnu, sem átti yfirleitt rót sína að rekja til hægri útherjans Skúla Þorvalds- sonar, sem átti sinn bezta meistara flokksleik nú, en hann kom inn á í fyrri hálfleik sem varamaður. Á 25. mínútu jaðraði tvívegis við að mark væri skorað á KR, en í bæði skiptin var bjargað. Á 30. mín. komst Bergur Guðnason innfyrir (hálfbróðir hins kunna landsliðs- manns Bjarna Guðnasonar, er Iék með Víking), en Heimir sá við hætt- unni í tíma og bjargaði með út hlaupi mjög laglega. Á 33. mínútu munaði minnstu að KR hefði skorað 3. mark sitt Leggur skóna á hilluna Jack Kelsey er nafn sem flestir muna síðan 1960, er hann og 2 félagar hans úr Arsenal dvöldu hér á landi á vegum Rfkharðar Jónssonar og um árabil verið einn bezti marjt- vörður Breta og því til sanninda merkis hefur hann leikið 41 sinni í welska landsliðinu, en hann er fæddur í Welsh og auk þess hefur hann að baki 327 Ieiki með Arsenal. Kelsey hefur nú ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir alvarleg meiðsli er hann hlaut í leik i Brazilíu í maí s. 1. en læknar telja óráð hið mesta fyrir hann að halda áfram. Kelsey sem er 32 ára gamall hafði kastað sér flötum fyr- ir brazilska innherjann Vava og hlaut mikil meiðsli á mæn- unni. . Welska knattspymusambandið mun greiða Kelsey 5.000 sterlingspund úr tryggingasjóði en Arsenal fær fyrir skaða sinn 25.000 pund. Sjaldgæf sjón I fym hálfleik. Heimir þurfti að hlaupa út og kýla boltann frá marki. og hefði svo farið hefði sigurinn líka eflaust orðið þeirra og þeir nú staðið betur að vígi í íslands- mótinu. Það var Gunnar Felixson, sem skaut góðu skoti í fang Björg- vins, en hann missti boltann, — í þverslá — niður á völlinn þar sem boltinn hoppaði á línunni, en Björg- vin tókst að verða aðeins á undan ásæknum KR-ingum að hirða bolt- ann af hættusvæðinu. MARK BEINT ÚR HORNI Þrítugasta og fimmta mínúta færði Val fyrra markið. Það kom jafnóvænt og þruma úr heiðskíru lofti. Matthías tók hornspyrnu frá vinstri, boltinn sveif fyrir markið eftir sterkum hliðarvindinum, yfir Heimi markverði og yfir Ellert Schram, sem stóð í horninu og gat ekki að hafzt, 2:1. Mikið fjör færðist í leikinn við þetta og sóttu Valsmenn ákaft og tókst furðu vel að finna leiðina gegnum vörn KR, og er klukka dóm arans sýndi 44 mínútur liðnar af hálfleik fékk Bergur góðan bolta inn fyrir Helga Jónsson miðvörð og notfærði sér færið og renndi fram Framhald á bls. 5. Staðan Akranes 7 4 2 1 17:8 10 Fram 7 3 3 1 13:5 9 Valur 8 3 3 2 11:6 9 K.R. 8 3 3 2 16:10 9 Akureyri 8 4 0 4 18:15 8 I’safjörður 8 0 1 7 1:32 1 Eins og sjá má er staða Akra- ness bezt, en Fram næstbezt í mótinu, en þrjú næstu lið eiga samt nokkra von um íslands- meistaratitilinn í þessu jafna móti, með 6 jafnteflisleikjum til þessa. Jafnteflið í gærkvöldi eykur möguleikana fyrir Fram og Akra- nes, og verður leikur þeirra aðila á mánudaginn á Laugardalsvell- inum sannarlega nokkurs konar úrslitaleikur mótsins. Næsti leikur mótsins er annað kvöld á Laugar- dalsvelli milli Fram og Isafjarðar, en ísafjörður er þegar fallinn og vart við miklu að búast af þeim, — — og þó, allt getur skeð í knattspyrnu! Víkingur ú ísafirði I síðustu viku heimsóttu hinir efnilegu 4. og 5. flokkur Víkings, ' sem báðir eru í úrslitum á íslands mótinu í knattspyrnu, hina gest- risnu knattspyrnumenn á Isafirði Víkingarnir léku 4 leiki þar, 2 í hvorum flokk. I 5 fl. sigruðu Vík- ingar með 7:1 og 3:1 og í 4. fl. sigruðu þeir einnig með 4:0 og 3:0. Móttökurnar voru frábærar eins og alltaf hjá ísfirðingum, þeg ar um íþróttaflokka er að ræða enda er ísafjörður einn vinsælasti staður á landinu að heimsækja l fyrir íþróttafólk. Boltinn hrökk f brjóst Björg- vins upp í stöngina — og af stönginni niður á grasi gróna marklínuna og þar gómar Björgvin boltann og grúfir sig vendilega yfir hann. Smá- heppni liefði getað fært KR þama 3:1 og þá hefðu þeir stað ið betur að vígi í íslandsmót- inu en þeir gera. Þetta gerð- ist á 33. mín. síðari hálfleiks (sbr. frásögn). Markhæstu menn Steingrímur Björnsson, Akure. 8 Ingvar Elísson, Akranes, 7 Gunnar Felixson, KR, 7 Þórður Jónsson, Akranes, 6 Skúli Ágústsson, Akureyri, 5 Grétar Sigurðsson, Fram, 5 Ellert Schram, KR, 4 Matthías Hjartarson, Val, 4 Guðm. Óskarsson, Fram, 3

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.