Vísir - 16.08.1962, Blaðsíða 3

Vísir - 16.08.1962, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 16. ágúst 1962. VISIR 3 Engin hjáiparvél Nýlega kom hér þýzkur segl- bátur, Peter von Danzig, sem er í eigu siglingaklúbbs stúd- enta við háskóiann í Kiel. Á bátnum er tólf mánna áhöfn. Þeir félagar sigldu hingað frá Kiel á tólf dögum og fengu gott veður. Segja þeir ferðina hafa gengið í alla staði hið bezta. Hér hafa þeir ferðazt um og aðallega farið „á puttanum“. Einn þeirra segir frá því að hann hafi komizt alla leið til Blönduóss og gengið vel. Aðrir fóru til Gullfoss og Geysis á sama hátt, en gekk ekki betur en svo að niðri á Skeiðum urðu þeir að taka rútu og þótti það verulega miður. Hingað hafa komið nokkrir seglbátar á undanförnum árum, en flestir hafa þcir haft veru- legar hjálparvélar. Þessi bátur hefur hins vegar engar siíkar. Kokkurinn að elda matinn. Hér sést áhöfnin öll um borð í bátnum. Skipstjórinn, Peter Gottwald, í klefa sínum. Er engin vél í bátnum og ekki við neitt annað að styðjast en seglin, til að komast áfram. í bátnum er þó loftskeyta- tæki og er það knúð rafgeym- um, sem einnig eru notaðir til ljósa. Ef ekki er leiði geta þeir því ekkert gert annað en að standa kyrrir. Báturinn er 18 metra langur og 23 tonna og sagður hið bezta sjóskip. Héðan fór báturinn til Akur- eyrar, en fer þaðan til Shet- landseyja og 'síðan til Kiel. Er ætlunin að annar hópur fari þá í siglingu sem verður styttri, eða upp með Noregsströndum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.