Vísir - 16.08.1962, Síða 6

Vísir - 16.08.1962, Síða 6
6 l/'ISIR Fimmtudagur 16. ágúst 1962. Tjaldstaður við Kjalvatn í Búðarhálsi sem er tanginn milli Þjórsár og Tungnaár Leiðin er fremur greiðfærir melar. Verst er að eiga við læki og gil, þar kemur grjótið . Sprengisandsferð að hefjast. Fólksvagninum ekið upp á pall vatnabílsins, sem síðan öslaði með hann yfir Tungnaá og Blautukvísl. Ferðin yfir Sprengi- sand um helgina gekk i alla staði vel og sann- færðust menn um það, að ef Tungnaá væri brú- uð myndu margir jeppa- eigendur leggja leið sína norður yfir miðhálendið. Leiðin frá Tungnaá norð ur yfir Sprengisand var alls staðar fremur greið- fær nema ef vera skyldi síðasti kaflinn niður í Bárðardal og yfir Mjóa- dalsá, rétt við bæinn Mýri í Bárðardal. Fólksvagninn fór fremstur í bílafylkingunni eins og hann ætti öræfin. Það bar til tíðinda í þessum leiðangri, að sléttum og réttum Volkswagen-bíl var ekið alla leiðina yfir hálendið. Mikinn hluta leiðarinnar voru þrír menn í Fólksvagninum, en jeppar, sem fylgdu honum báru hins vegar mestan hluta farangurs þessara manna. Ekki hafði Fólksvagninn verið búinn neitt sérstaklega til fjallaferðarinnar, ekkert gert til að hækka hann upp á fjöðrum eða gormum og þó komst hann klakklaust yfir án þess að nokk urn tíma þyrfti að draga hann eða þá lyfta honum með hand- afli. Erfiðast var það yfir fyrr- nefnda Mjóadalsá, þvf að þar náði vatnið aðeins upp á fram- rúðuna, en Finnbogi Eyjólfsson starfsmaður Volkswagen um- boðsins sem var við stýrið klöngraðist þetta á honum yfir ána. Framhald á bls. 10. I Fólksvagni yfir Sprengisand

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.