Vísir - 16.08.1962, Síða 7

Vísir - 16.08.1962, Síða 7
Fimmtudagur 16. ágúst 1962. VISIR Mikil hátíð í höíuðstað Norðurlands Eftir tæpan hálfan mánuð hefst mikil hátíð á Akureyri. Verður þá haldið upp á 100 ára af- mæli kaupstaðarins og stendur hátíðin linnu- laust að heita má í fimm daga. Verður þá mikið um dýrðir í höfuðstað Norðurlands. Bærinn all ur prýddur og skrýdd- ur, dansað á torgum á kvöldin, skrautlýsingar í miðbænum, flugeldasýn ingar og hinar margvís- legustu skemmtanir. Mikil hátíð. Akureyringar hafa jafnan kunnað vel að halda gleði, þeir eru skemmtimenn miklir en þó hófsamir, söngurinn situr þar í fyrirrúmi og á hátíðarstundum sameinast allir bæjarbúar um að gera sóma staðarins sem mestan. Hátíðahöldin sem fram fara síðast í þessum mánuði hafa verið lengi í undirbúningi. Og sá undirbúningur liggur að langmestu leyti í styrkum höndum Hermanns Stefánsson- ar, í þróttakennara Menntaskól- ans. Hermann er mikill þúsund þjala smiður, gæddur ríkri skipulagsgáfu og hefir að auki langa reynslu að baki í fé- lagsmálum, eftir að hafa ver- ið höfuðleiðtogi íþróttamanna norðanlands í áratugi. Fátt er til sparað, svo að hátíðahöldin megi verða sem v.eglegust, og er ekki að efa að undirbúningur allur er í samræmi við það. Blaðamaður Vísis var fyrir nokkru á ferð á Akureyri. Nót- aði hann tækifærið og knúði á dyr skrifstofu undirbúnings- nefndar inn af Flugfélagsskrif- stofunni við Kaupvangsstræti. Þar sat Hermann snöggklædd- ur, umkringdur líkönum, teikn- ingum, fánum og fleiri plöggum og bauð fréttamanni góðan daginn. Mikill undirbúningur. — Hér er mikið í bígerð. Hermann. — Já, vfst má segja það. Við höfum unnið að undirbúningn- um í nokkurn tíma. Um hann sér sérstök nefnd er bæjar- stjórnin kaus undir forsaéti bæjarstjóra. Er ég starfsmaður hennar. Munu allir Akureyring- ar sammára um að minnast ald- arafmælis kaupstaðarins með sóma. — Hvað hafið þið svo á prjónunum? — Ekki vil ég ræða það í mikil bygging og nú loks að heita má fullgerð. Eftir hádegið verður farið í skrúðgongu inn á íþróttasvæð- ið. Mun Davíð skáld Stefáns- son frá Fagraskógi flytja hátíð- arræðuna. Sögusýning • hefst þennan sýning mikii í Amarohúsinu í Hafnarstræti. Verður sýningin, sem er umfangsmikil, þar á tveimur efstu hæðunum. Verð- ur þar brugðið upp nokkurri heiidarmynd af iðnaðinum á Ak ureyri, en bærinn er blómleg- ur iðnaðarbær sem kunnugt er. Hermann Stefánsson. Að baki er íþróttavangurinn, — önnur miðstöð hátíðarinnar. \ smáatriðum, enn sem komið er, en á nokkur helztu atriðin skal ég drepa. í ráði er að hátíðin hefjist raunverulega sunnudaginn 26. ágúst, þótt afmælið sé ekki fyrr en 29. ágúst, en þá verða aðal- hátíðahöldin, svo sem gefur að skilja. Sunnudaginn 26. ágúst verður opnuð sýning málverka eftir Ásgrím Jónsson. Hefir frú Bjarnveig Bjarnhéðinsdóttir tek- ið að sér að velja myndirnar á sýninguna. Hún verður haldin í Oddeyrarskólanum. Þá er og í ráði að bæjarkeppni í knatt- spyrnu fari fram milli Akureyr- ar og Reykjavíkur þennan sama dag. Fer þá einnig fram vígsla vallarhússins á íþrótta- vellinum nýja, en þar eru bún- ingsklefar, böð, fundarherbergi fyrir íþróttamenn o. fl. Aldarafmælið. Aldarafmæli Akureyrar sem kaupstaðar er ekki fyrr en rnið- vikudaginn 29. ágúst og hefst þá hin raunverulega afmælis- hátíð. Elliheimilið nýja verður vígt um morguninn, en það er sama dag og verður hún í Gagn- fræðaskóla Akureyrar. Verður þar brugðið upp svipmyndum úr sögu bæjarins, af húsum og borgurum liðins tíma, atburð- um og öðru. Sér Sverrir Pálsson gagntræðaskólakennari um að setja sýningu þessa saman. Þá verður og haldinn sérstak- ur hátíðarfundur í bæjarstjórn Akureyrar og fer hann fram í samkomuhúsinu gamla, þar sem fundir voru haldnir um ára- tuga skeið. Jafnframt verður barnaskemmtun á torginu og úti skemmtun og væntanlega dans- að um kvöldið. Iðnsýning. Daginn eftir, fimmtudaginn ,30. ágúst, verður opnuð iðn- Þá mun hinn finnski karlakór Muntre Musikanter yæntanlega syngja þennan dag, en 65 söng menn eru í kórnum. Og um kvöldið verður skemmtun á Ráð hústorgi. Enn hefir ekki verið gengið frá dagskrá fyrir föstudaginn, en á laugardaginn halda hátíða höldin áfram. Dagur íþróttanna. Þann dag mun Róðramót ís- lands verða haldið á Akureyr- arpolli. Þá verður væntanlega einnig handknattleiksmót, þar sem aðkomulið keppa við Akur eyringa. Sundmeistaramót Norð urlands verður haldið í lauginni en unnið hefir verið við það í sumar að endurbæta lóðina umhverfis laugina og fegra hana. Væntanlega fer Unglinga- meistaramót íslands i frjálsum íþróttum einnig fram á Akur- eyri þennan sama dag. Miðstöð hátíðáhaldanna verð- ur þanriig íþróttasvæðið og Ráðhústorg, segir Hermann okk ur ennfremur. Dagana sem há- tíðin stendur mun miðbærinn verða fagurlega skrautlýstur og hátalarakerfi komið fyrir í mið- bænurn svo allir geti fylgzt með því sem fram fer. Flugeldasýn- ingar verða og á hátíðinni og ýmislegt annað til skemmtunar. Sinfóníuhljómsveit íslands mun koma til Akureyrar um miðjan september á vegum Tón listarfélags Akureyrar og Ieika í Akureyrarkirkju undir stjórn Páls ísólfssonar. Góðir gestir. Til aldarafmælisins hafa Ak- ureyringar boðið ýmsum góðum gestum. Ber þar fyrst að telja forseta íslands og forsetafrú, ráðherra, fulltrúa annarra bæja og gamla embættismenn Akur- eyrarkaupstaðar sem nú hafa látið af störfum. Að frátöldum núverandi bæjarstjóra Magnúsi Guðjónssyni, hafa aðeins tveir bæjarstjórar verið í Akureyrar- kaupstað. Það eru þeir Jón Sveinsson síðar skattdómari og Steinn Steinsen verkfræðingur. Jón Sveinsson er nú látinn fyrir nokkrum árum, en Steinn Stein- sen mun væntanlega koma til hátíðarinnar. Formaður hátíðarnefndarinn- ar er bæjarstjórinn Magnús , Guðjónsson, en auk hans eiga aæti í nefndinni þeir Jónas G. Rafnar, Bragi Sigurjónsson, Rós berg Snædal og Jakob Frímanns son. Bærinn hefir látið gera merki bæjarins. Er það á bálum feldi og prýðir það einnig bæjarfán- ann sem blakta mun á hátfð- Eftir að við höfðum fengið framangreindar upplýsingar hjá Hermanni Stefánssyni lagði hann áherzlu á það, að aldrei væri að vita nema eitthvað breyttist í dagskránni á síð- ustu stundu frá því sem hér er sagt. Akureyringar búast við mikl- um fjölda aðkomumanna í bæ- inn hátíðardagana. Eru þar fremstir gamlir Akureyringar, sem nú eru búsettir í öðrum byggðarlögum en einnig aðrir aðkomumenn. Munu öll hótel bæjarins verða þéttsetin og fjöldi fólks búa hjá vinum og kunningjum úti um bæ. Er ekki að efa að marga mun fýsa norðurfarar er líður á mán uðinn. En eins og jafnan skipt- ir miklu hvernig viðrar er slík hátíð skal haldin. Vonandi reyn ast veðurguðirnir Akureyring- um hagstæðir síðustu viku þessa mánaðar. Viðtal dagsins Framhald af bls. 4. fékk við það löngun til að kynn ast íslandi nánar og sjá það af eigin sjón. Ég hef staðið í þeirri meiningu að það væri engan veginn algengt að óvið- komandi fólk leitaði á náðir bókaútgefenda í Þýzkalandi til , að ræða við þá um efni bóka. En ég hef persónulega allt aðra reynslu í þeim efnum. Það hafa margir, sem ég hef hvorki þekkt haus eða sporð á kom- ið til mín til að leita hjá mér ráða og upplýsinga um Islands- ferð. Ég hef reynt að leiðbeina þessu fólki eftir beztu vitund og getu. Sá síðasti sem til mín kom, þessara erinda heimsótti mig skömmu áður en ég lagði af stað hingað á dögunum. — Þetta var ungur maður. Hann sagðist hafa skoðað íslandsbók ina og hann spurði mig hvort landið væri raunverulega jafn fallegt og bókin gæfi til kynna. Ég sagði honum að það væri enn fegurra, og það væri bezt að hann kynntist því af eigin En undrun minni verður varla með orðum lýst þegar ég veitti því athygli í flugvélinni á leið- inni hingað að þessi sami ungi maður var sessunautur minn og líka á Ieiðinni til íslands. Þá sá ég að þetta landkynningar- starf var ekki unnið fyrir gýg. ► Kusnetzov vara-utanríkisráðherra Sovétríkjanna hefur tekið við af Zorin sem aðalsamningamaður í Genf. Afstaða Rússa þar er óbreytt. Godber fulltrúi Bretlands segir ekki annað sjáanlegt en að Rússar vilji ekki semja til þess að geta haldið áfram tilraunum. Fulhrúaróð SpSfsfseðisffélagu stofnað í Barðastrandarsýslu Þann 31. júlí sl. var haldinn á Patreksfirði stofnfundur Fulltrúa ráðs Sjálfstæðisfélaganna í Barða- strandarsýslu. Fundarstjóri var Ari Kristinsson, sýslumaður og fundar- ritari Trausti Árnason. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, framkvæmdarstjóri Sjálfstæðis- flokksins flutti erindi um skipulag flokksins og lagði fram frumvarp að Iögum fyrir fulltrúaráðið og rakti helztu verkefni ráðsins. Stjórn Fulltrúaráðsins skipa: Ari Kristinsson, sýslumaður, Patreks- firði, formaður, Sveinn Guðmunds- son, Miðhúsum, Reykhólasveit, Jó- hann Jónsson, Mýratungu, Reyk- hólasveit, Aðalsteinn Aðalsteinsson, Hvallátrum, Flateyjarhreppi, Bjarni Hákonarson, Haga, Barðaströnd, Þórður Jónsson, Látrum, Rauða- sandshreppi, Ásmundur B. Olsen, Patreksfirði, Páll Hannesson, Bíldu dal, HjálmaiSlÁgústss., Bíldudal, og Hannes Friðriksson, Bíldudal. Á fundinum voru kjörnir fulltrú- ar í Kjördæmisráð Sjálfstæðis- flokksins f Vestfjarðakjördæmi.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.