Vísir - 21.08.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 21.08.1962, Blaðsíða 8
VISIR Þriðjudagur 21. ágúst 1962. Útgefandi: Biaðaútgáfan VlSIR. Ritstjórar. Hersteinn Pálcson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ö. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 45 króuur á mánuði. I lausasölu 3 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Visis. — Edda h.f. Óskabarn úr öskustó Fyrr í sumar birtum við forystugrein hér í blað- inu, þar sem vitnað var í ummæli forstjóra Eimskipa- félagsins, er hann benti á að „óskabarnið“ væri orð- ið að „olnbogabami“. Tilefni greinarinnar var að vekja athygli á því hver nauðsyn það væri að þetta óskabarn þjóðarinn- ar, stærsta skipafélag hennar og líftaug í tveimur heimsstyrjöldum, fengi réttan hlut sinn í farmgjalda- málúm. Árum saman hefir Eimskipafélagið átt við farmgjöld að búa, sem mjög litla stoð hafa átt í raun- veruleikanum. Kostnaðurinn einn við útskipun sekkja- vöru í New York hefir þannig stundum numið jafn- miklu og allt farmgjaldið til Reykjavíkur og síðan á höfn úti á landi. Mismuninn hefir félagið orðið að greiða úr eigin vasa. Afleiðingarnar hafa ekki látið á sér standa. Síð- astliðið ár var félagið rekið með tugmilljón króna tapi og í þessari ófæm var ókleift fyrir forráðamenn þess að efna til nýrra skipakaupa og stækkunar starfssviðs þess. Núverandi ríkisstjórn hefir sýnt fullan skilning á þessu ófremdarástandi og nú hefir nokkur leiðrétt- ing fengizt á farmgjöldunum. Það verður ekki hjá því komizt, að þar sé hliðsjón höfð af farmgjöldum á hin- um alþjóðlega markaði. Ella er starfsgrundvöllur fé- lagsins rofinn, þótt hækkunin hafi nokkurn kostnað- arauka í för með sér fyrir farmeigendur. Atvinnurekstur fær aldrei blómgazt, ef hann nýt- ur ekki sanngjarnra starfsskilyrða og Eimskipafélag- ið er þar engin undantekning. Hagur þess er sam- tvinnaður hag íslenzku þjóðarinnar og því er það gleði- efni að félagið hefir fengið nokkra leiðréttingu mála sinna. Að efna loforðin Nú em brátt þrír mánuðir Iiðnir frá borgarstjórn- arkosningunum. Fyrir kosningarnar hét Sjálfstæðis- flokkurinn kjósendum ýmsum merkum framfömm á kjörtímabilinu. Rætt var um skipulag bæjarins, ný byggðahverfi, byggingu íþróttamannvirkja, stóraukna gatnagerð, fegrun borgarinnar og margt fleira. Þrír mánuðir em ekki langur tími. Borgaramir sjá engu að síður að þessi loforð voru ekki gefin til þess að svíkja þau, heldur til efnda. Margir vinnuflokkar vinna sleitulaust að því að rækta eyðisvæði í borgarlandinu, gróðursetja og prýða borgina. Gatnagerðin hefir gengið mjög vel og þeil hverfi fá greiðfærar götur fyrir haustið. Hitaveitan kemur í æ fleiri hús. íþróttamannvirki rísa. Og ný- lokið er við að skipuleggja lóðir undir 550 íbúðir og unnið er að frágangi þeirra svo bygging geti hafizt. Á næstu fáum árum verður gengið frá lóðum undir 12-15000 íbúðir að auki. Þannig er hver hönd að verki við að efla fram- farir bæjarins og auka þægindi íbúanna. Sjálfstæðis- flokkurinn efnir loforð sín. Hér birtist hræðileg mynd frá glæpsamlegum verknaði austur-þýzkra komm- únista við Berlínarmúrinn fyrir helgi. Vopnaðir austur-þýzkir lögreglumenn bera hinn unga flóttamann burt liðið lík eftir að þeir höfðu skotið hann og látið honum blæða út á auðu svæði. Glæpsamlegur verknaður s Skutu fEóttamanN &§ ðéfu honum bðæða út Ægileg reiði ríkir meðal Ber- línarbúa vegna hræðilegs at- burðar, sem gerðist við múrinn á markalínu Austur- og Vestur- Berlínar á Iaugardaginn. Þá gerðist það að ungur pilt- ur á að gizka 18 ára gerði til- raun til að flýja Austur-Berlín. En meðan hann var að hlaupa yfir eyðusvæðið sem rutt hef- ur verið meðfram markalínunni komu austur-þýzkir lögreglu- verðir auga á hann og skutu hann niður. — ★ — Þetta gerðist á stað þar sem fjöldi fólks úr Vestur-Berlín sá til. Það óhugnanlegasta var að eftir að komniúnistamir höfðu skotið piltinn niður, iétu þeir hann liggja hjálparlausan i blóði sínu í heila klukkustund. Það sást að hann var með lifi í fyrstu, en virtist síðan blæða út. Þegar hann var dáinn komu kommúnískir Iögreglumenn loks að honum og báru Iíkið burt. — ★ — Atburði þessum hefur verið lýst svo, að hann sé ógeðsleg- asta og slðlausásta verk komm- únistanna við múrinn. Reiði Berlínarbúa hefur m.a. komið fram í því, að þeir hafa ráðizt með grjótkasti að bílum sem flytja rússneska lögreglu- verði fram og til baka til rúss- neska stríðsminnismerkisins, sem stendur í Vestur-Berlín. Á laugardagskvöldið söfnuð- ust þúsundir manna saman f grennd við múrinn, þar sem hinn ungi maður hafði verið skotinn og hrópaði fólkið í tal- kór langt fram á nótt til austur- þýzku varðmannanna: „Morð- ingjar“ „Glæpamenn“. Þá hafa blöð f Vestur-Berlín og ýmsir leiðtogar fólksins Iýst yfir harmi sínum, að herlið Vesturveldanna, sem var statt skammt frá staðnum, skyldi ekki í þessu einstaka tilfelli fara yfir múrinn með vopna- valdi og bjarga piltinum sem var að blæða út. — ★ — Borgarstjórn Vestur-Berlínar Framhald á bls. 13.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.