Vísir - 21.08.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 21.08.1962, Blaðsíða 10
Þriðjudagur 21. ágúst 1962. 10 VISIR Yeltuaukning Framhald af bls. ö. an dyra. Þetta var einkum kul- sælt á veturna. Verkefnin meiri en unnt var að anna. — Það er oft talað um erfiða byrjun þegar fyrirtækin eru stofnuð af litlum efnum. Var elcki sú raunin hjá ykkur? — Það get ég eiginlega ekki sagt. Það hlóðust 'strax að okkur meiri pantanir og meiri verkefni heldur en við gátum sinnt. Einkum voru það kassa- umbúðir fyrir ísvarðan fisk, sem seldur var til Bretlands og síð- an umbúðir fyrir hvers konar frystan fisk. Þörfin fyrir þær fór sí og æ vaxandi með til- komu frystihúsanna og aukinni útgerð. Við höfðum ekki yfir neinu að kvarta f þeim efnum. — Höfðuð þið mikið starfs- lið? — Eiginlega getum við ekki sagt að við höfum haft neitt starfslið, eða með öðrum orðum enga fastráðná menn. Það var allt unnið í ákvæðisvinnu og við fengum menn eftir þörfum hverju sinni. Þrír skipsfarmar. — Þá voru allar fiskumbúð- ir úr timbri. — Já, allt fram í stríðsbyrj- un. Timbrið keyptum við fyrst í stað hjá Völundi. En það kom á daginn að það timbur var of óhentugt og dýrt í kassaum- búðir, svo að við urðum að panta sérstakt timbur sem okk- ur hentaði. Lengi vel annaðist Völundur öll timburkaup fyrir okkur, en seinna önnuðumst við það líka sjálfir. — Þið hafið þurft mikið magn af timbri í alla þessa kassa. — Það árið sem mest var framleitt af trékössum í Kassa- gerðinni, notuðum við í þá um 800 standarda eða nær þrjá skipsfarma á einu ári. Það var ekki svo lítið. Nóg af kjöllurum. — Ekki hefur húsnæðið dugað ykkur lengi eftir að framleiðslan fór að aukast. — Það var of iítið í upphafi, en gjörsamlega ófullnægjandi er fram liðu stundir. Við leit- uðum þess vegna fyrir okkur um peningalán til verksmiðju- byggingar, en fengum heldur daufar undirtektir hjá lána- stofnunum. Svörin við urpleit- unum okkar voru helzt þau, að nóg væri til af nothæfum kjöllurum í bænum. En þá var það útlendur mað- ur, sem hljóp undir bagga með okkur og lánaði okkur peninga til að við gætum hafið bygg- ingaframkvæmdir. Þessi maður var Harald Gustafsson forstjóri Sænska frystihússins 1 Reykja- vík. Hann skildi manna bezt þörfina á fyrirtæki sem þessu og bauðst til að lána okkur 25 þús. sænskar krónur. Fyrir bragðið gátum við byggt fyrsta áfangann af verksmiðjuhúsinu á Skúlagötu 26 á árunum 1934 -35. Góð hjálp. — Notuðuzt þið alltaf við sömu vélarnar úr húsbrunan- um á Vatnsstig 3? — Nú víkur sögunni að því er Kristján heitinn Einarsson forstjóri sigldi eitt sinn til Vesturheims og hitti þar að máli kunnan Vestur-lslending, Þorkelsson, sem átti erksmiðju í Winni- peg. Kristján sagði Soffoníasi frá því að heima í Reykjavík væri búið að setja á stofn lítinn vísi að kassaverksmiðju, þar sem unnið væri með venjuleg- um trésmíðavélum. Soffoníasi var það manna ljósast að til þess að slíkur rekstur svaraði kostnaði þurfti kassagerðarvél- ar en ekki trésmíðavélar. Hann skrifaði okkur því bréf þar sem hann bauðst til að útvega kassa- gerðarvélar frá Ameríku og gat þess jafnframt að sér gerði það ekkert til þótt greiðsla fyr- ir þær bærist ekki á stundinni. Við tókum að sjálfsögðu þessu höfðinglega boði og feng- um vélarnar, sem reyndust á- gætlega í hvívetna. Soffonías sýndi mcð þessu einstakan vel- vilja og fyrirgreiðslu á allan hátt, og honum er það ekki sízt að þakka að verksmiðjan okkar komst á þann rekspöl sem raun varð á. Annars manns vil ég líka geta, sem reyndist fyrirtæki okkar hinn ágætasti haukur í horni hvenær sem við þurftum á að halda, en það var Helgi Guðmundsson bankastjóri Út- vegsbankans. Hann lét Útvegs- bankann ganga í ábyrgð fyrir timburfarminum, sem við keyptum á eigin spýtur. Hann reyndist okkur æ síðan hinn bezti vinur í raun. Breyttir framleiðsluhættir. — Seinna breyttust fram- , leiðsluhættir Kassagerðarinnar, þannig að nú framleiðir hún ekki trékassa nema að litlu leyti? — Áður smíðuðum við ein- göngu trékassa, en nú nemur smíði þeirra aðeins 3% af heildarframleiðslunni. — Hvernig orsakaðist sú breyting? — Það skeði snemma í stríð- inu, eða á árunum 1941—42. Bretar, sem þá keyptu allan frysta fiskinn af íslendingum kröfðust þess að fá hann í um- búðum úr bylgjupappa. Með þessu breytta viðhorfi urðum við að snúa okkur að því að fá nýjar vélar. Eina land- ið sem til greina kom var Ame- ríka en þeir vildu ekki selja, eða réttara sagt þeir máttu ekki selja úr landi neinn málm, né tæki búin til úr málmi. Það var skortur í landinu sjálfu á málmi til hernaðarframleiðslu ,og út- flutningur á honum bannaður. — Hvað tókuð þið þá til bragðs? — Við nutum enn sem fyrr aðstoðar góðra manna, að þessu sinni Thor Thors sendi- herra, sem benti amerískum stjórnarvöldum á þá staðreynd, að vélamar ætti að nota til framleiðslu á umbúðum utan um matvæli handa strlðsaðila — aðalbandamanni Ameríku. Þá loksins fengust þær. Þegar það var að fullu á- kveðið að vélarnar fengjust, sendi ég Agnar son minn, sem þá var aðeins 17 ára gamall, vestur um haf til að kynna sér meðferð á bylgjupappavélunum. Hánn átti og að koma með vél- arnar heim um leið og hann kæmi sjálfur. Það munaði litlu að sú för fengi illan endi, og söguleg varð hún, svo mikið er , víst. Söguleg keppni. — Á hvern hátt söguleg? — Um það leyti sem Agnar var tilbúinn að koma heim með vélarnar, en það var seint í nóvembermánuði 1944, vélarnar komnar niður að skipshlið og átti að fara að skipa þeim um borð, kom í ljós að þær voru svo fyrirferðarmiklar að þær komust ekki niður um lestar- opið á Goðafossi. Varð því að fresta heimsendingu þeirra þar til með Dettifossi, en hann var nýrra skip og lestaropin á hon- um stærri. Hann var væntan- legur nokkru síðar til New York. Af Agnari er það hins vegar að segja að hann tók sér far með Goðafossi svo sem ákveðið hafði verið í fyrstu en í þeirri ferð var Goðafoss skotinn niður. Agn ar var annar farþeginn sem bjargaðist, hinir fórust allir. Vélarnar komust svo heiiu og höldnu til Reykjavíkur með Dettifossi nokkru síðar, en það var hans síðasta för til íslands því í næstu ferð á eftir var hann skotinn niður. Það má því segja með nokkrum sanni að allt hafi þetta veri næsta tilviljunarkennt en hvað sem hverju líður þá var heppnin með okkur. ljós að kostnaðarverð erlendra fiskumbúða var kr. 0,89 pr. kassa, þar af kr. 0,71 gjaldeyris- eyðsla, en hinnar innlendu kr. 0,83 og þar af aðeins 0,35 í er- lendum gjaldeyri. Þessi verð- mismunur hefur þó komið enn betur í Ijós síðar með aukinni framleiðslu og bættum véla- lcosti Kassagerðarinnar. Er nú svo komið að fisköskjur okkar eru ekki aðeins 40 — 80% ó- dýrari en bandarískar öskjur, ' heldur standast þær allan sam- anburð við hinar erlendu fram- leiðslu. 25 millj. kr. verðmæti. — Þetta sýnir það m. a. að fyrirtækið býr yfir góðum véla- kosti, auk þess sem það er rekið af mikilli hagsýni. — Um vélakostinn er óhætt að fullyrða að hann er betri og fullkomnari hjá okkur heldur en í nokkurri hliðstæðri verk- smiðju annars staðar í Evrópu. Þessum ágæta vélakosti — sem samkvæmt núgildandi verðlagi kostar a. m. k. 25 milljónir króna — eigum við fyrst og fremst að þakka hve unnt er að framleiða umbúðirnar ódýrar. — Þið hafið komið upp nýrri og veglegri verksmiðjubygg- ingu? — Meðeigandi minn að Kassa gerðinni, Vilhjálmur Bjarnason, gekk úr fyrirtækinu árið 1958 og eftir það hefur það verið í eign fjölskyldu minnar. Ég telst forstjóri þess en Agnar sonur minn hefur aðalstjórn á sjálfum verksmiðjurekstrinum. Strax og við vorum orðnir einkaeigendur fyrirtækisins hófum við undir- búning á endurbyggingu verk- smiðjunnar og nú höfum við flutt hana í ný og stórbætt húsa- kynni við Kleppsveg,' en saman- lagður gólfflötur þeirra er um 6 þúsund fermetrar. í verksmiðj- unni starfa nú að staðaldri 90 — 100 manns og greidd vinnulaun á s. 1. ári námu 7 millj. kr., en heildarveltan á þessu ári verður að öllu forfallalausu um eða yfir 50 milljónir króna. Barátta og / samkeppni. — Þetta hefur sýnilega oft og einatt verið hörð barátta hjá ykkur, þó hún yrði ekki alltaf upp upp á líf og dauða. — Það var við margt að etja, en einkum þó við úrelta tolla- löggjöf, sem lengi vel var hinn versti þrándur í götu í sambandi við samningsaðstöðu við útlenda aðila. Þannig var það að þegar Kassagerðin hóf starfrækslu sína með innflutning á timbri til framleiðslu á trékössum, þá urðum við að greiða sama toll á teningsfet og greitt var af teningsfeti í innfluttum tréköss- um. Þetta var fullkomið misrétti því við urðum með þessu að borga toll á öllum úrgangi úr timbrinu, sem keppinautar okk- ar losnuðu við; ’ < Samkeppnin var út af fyrir sig hörð. Þegar fiskiumbúðirnar breyttust í pappaöskjur úr tré- kössum fuliyrtu ýmsir að íslend ingar yrðu aldrei samkeppnis- færir við Ameríkumenn um fisk- umbúðir, hvorki að gæðum né verðlagi. — Hvernig Iyktaði þeirri bar- áttu við ameríska heimsveldið? — Auðvitað sigraði Kassa- gerðin. Ég hef hér bæði til gam- ans og fróðleiks áiitsgerð stjórn- skipaðrar nefndar sem hafði það ! hlutverk með höndum að gera j samanburð á innlendum fram- i leiðsluvörum og tilsvarandi fram j leiðslu erlendis. Við samanburð sem nefndin gerði kom það í| fsfirðmgar hækka kennaralaunin Fræðsluráð ísafjarðar auglýsir þessa dagana að það veiti kennur- um við gagnfræðaskólann og barnaskólann á ísafirði launa- hækkun til viðbótar fastákveðnum launakjörum kennara, og nemur sú hækkun 750 krónum á mánuði til hvers kennara. Vísir spurðist fyrir um þetta hjá bæjarstjóra ísafjarðarkaupstaðar í morgun. Hann kvað enga launung vera á því, að mjög erfiðlega hafi gengið, ekki aðeins í ár heldur einnig undanfarin ár, að fá kenn- ara að gagnfræða- og barnaskól- anum á ísafirði. Við hvorn þess- ara skóla starfa 9 kennarar, auk skólastjóra. En undanfarið hefur oft orðið að grípa til þeirra úr- ræða að fá heimafólk á staðnum til að kenna að hálfu Ieyti yfir vetrarmánuðina, þar sem engin tök hafa verið á því að fá fast- ráðna kennara. Nú hafa ísfiðingar viljað fara inn á nýja braut í þessum málum með því að borga sjálfir' uppbót til kennaranna. Bæjarstjórinn sagði, að þetta væri engan veginn óþekkt fyrirbæri, að vissum stétt- um manna væri greitt svokallað „staðargjald“, með hliðsjón til þess hvort erfitt væri að fá fólk til starfa á ákveðnum stöðurn eða ekki. Þannig væru laun lækna í opinberri þjónustu nokkuð miðuð við hvort læknishéruðin væru af- skekkt og hvort læknar væru fús- ir að sækja um þau eða ekki. Voru kennarastöður við skólana á Isafirði auglýstar snemma í sumar, en þegar sýnt þótti, að umsóknir yrðu færri en skyldi taldi fræðsluráð ísafjarðar óhjá- kvæmilegt að grípa til einhverra ráðstafana sem að gagni gætu komið og varð pá helzt að ráði, að bjóða launahækkun. Var lesin upp í Rikisútvarpinu í gær auglýs- ing um þetta, og átti að endurtaka hana í dag, en að sjálfssögðu ekki vitað hvern árangur hún kann að hafa. ► Austur-þýzkur vörður gerði misheppnaða tilraun til þess að flýja vestur yfir Berlínarmúrinn í gær. Eftir skotbardaga milli hans og annarra varða var hann og tveir menn aðrir fluttir burt í sjúkra- bifreiðum. Geisiavirkir Hörðlendingar veröa athugaðir í haust Eins og getið hefir verið áður í Vísi, mun í haust verða hafizt handa um að athuga, hversu geislavirkir íbúar í ýmsum héruðum Noregs eru. Það er geislafræðistofnun ríkis- ins í Oslo, sem hafa mun rannsókn- ir þessar með höndum, að því er forstöðumaðurinn, Kristian Koren, hefir skýrt frá í norskum blöðum og undirbúningur rannsóknanna er hafinn fyrir nokkru. Er hann meðal annars fólginn í athugun á þeim gögnum sem fyrir hendi eru um, hvar sé um að ræða mest geisla- virkt úrfelli í landinu. Þessar athuganir sýna, að einkum er nauðsynlegt að fram kvæma mælingar á fólki á Hörðalandi, Mæri, og í Lofot- fylki, því að geislavirk úrkoma hefir verið þar mest. Sérstök rannsókn mun fram fara á mönnum frá Ytra-Hörðalandi, er neyta mikils geitaosts og sauða kjöts, og er það gert af því, að geitur og sauðfé gengur sjálfala mikinn hluta ársins og etur „hvað sem að kjafti kemur", ef svo má að orði komast, svo að fóður þeirra er eins mengað geislavirkni og hægt er. Geislavirku efnin lenda í jurtunum, er skepnurnar eta, og komast um síðir f bein eða vefi mannslíkamans. Forstöðumenn rannsóknanna I brýna mjög eindregið fyrir almenn- ingi, að menn megi ekki halda, að hér sé um stórkostlega geislunar- hættu að ræða, þótt rannsóknir þessar fari fram. Tilgangurinn sé aðeins að reyna að gera sér grein fyrir, hversu mikið af geislavirkum efnum mannslíkaminn tekur til sín að jafnaði á þeim svæðum, þar sem úrfallið hefir reynzt mest. Getur rannsóknin gefið margvís- legar og fróðl. upplýsingar fyrir vísindamenn í Noregi og annars staðar, sem glíma við þetta við- fangsefni. Rannsóknaátöðin í Oslo, sem get- ið er hér að fiaman, hefir fengið sérstakan „kroppteljara" til að gera mælingarnar á mönnum puim, sem athugaðir verða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.