Vísir - 21.08.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 21.08.1962, Blaðsíða 16
Þriðjudagur 21. ágúst 1962. Litlar fréttir hafa borizt af sundmönnum okkar á Evrópu- meistaramótinu í Leipzig, sem fram fer þessa dagana. Vitað er þó að Guðmundur Gfslason komst ekki í undanúrslit í 400 metra fjórsundi, fékk tímann 5.19.1 mín. Eyjólfur og Axel synda ekki í ár Hvorki Eyjólfur Jónsson né Axel Kvaran munu reyna að synda Ermarsundið í ár. Það hef ur staðið til hjá þeim félögum að halda utan í þessum mánuði og hafa þeir æft allt árið með það fyrir augum. Nú hefur hins veg ar komið strik í reikninginn sem veldur því að hvorugur þeirra syndir í ár. Axel Kvaran tjáði Vísi í gærdag þessar fréttir. Ástæðurnar fyrir Uppselt Geysilegur áhugi er meðal 1 manna að sjá hinn heimsfræga I ballettflokk José Greco, sem hér I sýnir í vikunni. Á laugardaginn , voru seldir miðar á þær þrjár sýningar, sem auglýstar hafa 1 I verið í þjóðleikhúsinu í þessari | I viku. Löng biðröð myndaðist, , þegar og Iátlausar símahring- ingar voru í miðasölu Ieikhúss- 1 ins, með þeim afleiðingum að I l miðar seldust upp á skönimum i I tíma. Sýningar þessar verða á' ' þrigjudag, miðvikudag og I I fimmtudag. Vonir standa til að | I þrjár aðrar sýningar verði haldn , , ar seinna í vikunni. þessu eru veikindi hjá Eyjólfi og meiðsli Axels. Eyjólfur Jónsson veiktist af taugaveikibróður í sumar og varð að liggja á sjúkrahúsi í nokkrar vikur. Samkvæmt læknisráði verð- ur hann að hvíla sig á sundinu næstu vikurnar. Axel fékk sina- skeiðabólgu í hægri fót er hann synti Svalbarðseyrarsund fyrir nokkru, og þrátt fyrir ýmsar að- gerðir og góða hvíld, er hann ekki orðinn góður af því enn. Allt þetta hefur valdið því að þeir félagar hafa tekið þá ákvörð- un að hætta við Ermarsundstilraun í ár, en æfa markvisst undir sund- ið í ágúst næsta ár. Það ýtti undir ákvörðun þeirra að miklir erfiðleikar eru með far- areyri, því mikill kostnaður er sam fara sundinu. Spjóf lenfí í fæfi pilts Unglingspiltur, á fermingaraldri eða lítið eitt eldri, varð fyrir kast- spjóti á Melavellinum síðdegis í gær og særðist illa á fæti. Pilturinn gætti sín ekki sem skyldi er verið var að kasta spjóti á æfingu á íþróttavellinum á Mel- unum í gær. Lenti spjótið í fæti piltsins, þannig að oddurinn kom í ristina, fór síðan í gegn og fló undir ilina. Varð af þessu svöðusár og var pilturinn fluttur í slysa- varðstofuna þar sem gert var að meiðslum hans. Á íþróttavellinum í gær Mikil barátta var í Ieiknum í gærkvöldi og kemur það kannske hvað greinilegast fram í þessari mynd. Á henni sjást hægri útherjar beggja Iiða kljást, en það er auðvitað næsta óvenjulegt að þeir menn skuli lenda saman í einvígi. Útherjamir eru Ingvar Elísson Akra- nesi og Hallgrímur Scheving Fram. Myndina tók ljósm. Vísis, IM. ? spyr leigutaki árínnar Kjarni deilunnar um veiðina í Vatnsdalsá er þessi, sagði Guðmundur Ásgeirsson leigu- taki, — hvar á ég að vera, ef allir bændur í dalnuin leggja silunganet t ána? — Við skul- um segja að allar netalagnir þeirra væru Iöglegar með hundr að metra miliibili. Ef þeir leggja allir nct í ána, þá er ekkert pláss fyrir mig, sem hef tekið ána á leigu. Tökum t.d. netalögnina við Steinnes. Þar voru að því er nú er sagt 700 til 800 metra svæði sem netalagnir voru í. Það má ekki koma með stöng nær neta- lögn en 100 metra. Þannig var búið að taka undan leigu minni á ánni einn kílómeter af bakk- anuni. Ég vil eindregið taka Vatns- dalsá aftur á leigu næsta ár, hélt Guðmundur áfram. Ég var að hefja þar nýjung, að leigja wm: útlendum laxveiðimönnum út ána, en áður en ég tek hana aftur á leigu, þá verður þetta að breytast, það verður að vera tryggt að veiðimenn mínir kom- ist að í ánni fyrir netalögnum. Þetta er kjarni málsins, — hvar á ég að vera, ef bændur leggja alls staðar silunganet? Það verður ekkert pláss eftir fyrir mig. Kjúklingaflutniitgar búnir Þessi mynd var tekin er skólaskipið Sæbjörg var að leggja út í lokasiglingu með þrjá strákahópa, sem verið hafa á skipinu í sumar. Er þar um að ræða sjóvinnunám- skeið. 1 síðustu ferð fengu strákarnir 2813 fiska. Frá því í ágúst á síðasta ári fram í maí í sumar fluttu skip Eimskipafélagsins mikið magn af kjúklinguin frá Bándaríkjun- urn til Evrópu. Voru þessir flutningar hagstæðir fyrir fé- lagið. Nú eru þeir hins vegar úr t sögunni — að minnsta kosti í ' bili. Ástæðan er sú, að í vor gengu í gildi tollahækkanir Efnahags- bandalagsins m. a. á innfluttum kjúklingum. Áður en hækkun- in kom til framkvæmda var mjög mikið magn af bandarísk- um kjúklingum flutt til Ham- borgar og Rotterdam með skip- um E. í. Söfnuðust við það miklar birgðir svo innflutning- urinn hefir legið niðri frá því í maí. Vonir standa þó til að þegar kjúklingarnir hafi allir verið steiktir hefjist kaup aftur á bandarískum kjúklingum — þótt verðið sé nú hærra en áður. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.