Tölvumál - 01.11.1992, Side 6
Nóvember 1992
Stefnt er að því að gera árið
eftirminnilegt með ýmsum hætti
og verður dagskrá afmælisársins
kynnt nánar á næstunni.
Styrkur til geröar
oröasafns
Að frumkvæði formanns RUT
var stofnaður sjóður til verndar
íslenskunni eftir “Tyrkjaránið”
svonefnda síðastliðið vor.
Nokkur fjöldi fyrirtækja gaf fé til
sjóðsins. Nú hefur verið veitt úr
honum og hlaut SÍ 500.000 króna
styrk til útgáfu orðasafns á árinu
1993.
Gefendum vil ég þakka þeirra
framlag en útgáfa orðasafnsins
er liður í heildarendurskoðun á
Tölvuorðabók sem fyrirhugað er
að komi út innan ekki allt of
langs tíma.
Fagráö í
upplýsingatækni
Hinn 26. ágúst síðastliðinn var
stofnað Fagráð í Upplýsinga-
tækni í tengslum við Staðlaráð
íslands. Skýrslutæknifélag ís-
lands er einn stofnenda Fag-
ráðsins en því er ætlað að fjalla
um staðla, stöðlun og notkun
Punktar....
Endurvinnsla
gagna
Nokkur fyrirtæki sérhæfa sig
í að endurheimta gögn af
biluðum segulmiðlum. Eitt
þeirra er breska fyrirtækið
S&S Intemational, sem hefur
staðla í upplýsingatækni. For-
maður SÍ var kjörinn í stjóm sem
unnið hefur mikið undirbúnings-
og stefnumótunarstarf á liðnum
vikum og mánuðum.
A næstunni er að vænta nánari
upplýsinga um þetta starf sem er
okkur afar mikilvægt.
Inngangaí
Evrópusamtök
skýrslutæknifélaga -
CEPIS
Skýrslutæknifélagið hefur sótt
um inngöngu í CEPIS, sem eru
Evrópusamtök Skýrslutækni-
félaga. Ég bind miklar vonir við
þátttökuna og tel að hún muni
mynda nánari tengsl á milli
félagsmanna SI og systrafélaga
okkar í Evrópu auk þess sem við
komumst í nánari snertingu við
það starf sem fram fer á þessu
sviði í Evrópu.
Framkvæmdastjóra-
fundur norrænu
skýrslutækni-
félaganna - NDU
Framkvæmdastjórar norrænu
skýrslutæknifélaganna hittust í
Reykjavík 25. september síðast-
liðinn. Skipst var á upplýsingum
um það markverðasta sem er að
gerast á vettvangi norrænu
félaganna svo og á alþjóða-
vettvangi en samstarf er á milli
okkar þar.
Einnig var rætt urn samnorrænar
ráðstefnur á næstu árum en við
eigum kost á að halda slíka
ráðstefnu árið 1995. Fjölmörg
önnur mál voru til umræðu og
verða þeirn gerð betri skil síðar.
Breytingar á ritnefnd
Á liðnum vikum hafa átt sér stað
breytingar á ritnefnd Tölvumála.
í nefndinni hafa hætt, Sigrún
Harpa Hafsteinsdóttir og Björn
Þór Jónsson og vil ég fyrir hönd
stjórnar og félagsmanna þakka
þeim óeigingjarnt starf fyrir
félagið að útgáfu blaðsins.
I stað þeirra hafa tekið sæti í
ritnefnd, Dagný Halldórsdóttir,
Nýherja, Hjálmtýr Hafsteinsson,
Háskóla Islands, Jóhann
Haraldsson, Seðlabanka íslands
og Magnús Hauksson, Pósti og
síma, og vil ég bjóða þau
velkomin til starfa við væntum
mikils af samstarfinu.
þróað mjög næmt grein-
ingatæki til að lesa gögn af
biluðum diskum. Þeir hjá
S&S telja sig gcta lesið gögn
af diski þótt skrífað hafi vérið
yfir þau eitl skipti. Engin
furða er að JxemaðaryfirvÖld
siórveldanna kjósa frekar að
eyðileggja úreltan tölvu-
búnað en að selja hann.
Falsaöir DOS-
pakkar
Eögrcgl uyfirvöld. í Kaliforníu
og New Jersey hafa tekið í
sínavörslu lóflutningavagna
ogmeðþeim 150.000 ólögleg
afril af stjimkerfinu MSDOS
5.0. Söluverðmætið er talið
vera a.m.k. 9 milljóni r banda-
ríkjadala !
6 - Tölvumál