Tölvumál - 01.11.1992, Qupperneq 8
Nóvember 1992
Ríkið og tölvumálin - setningarávarp
Jóhann Gunnarsson, deildarstjóri í Fjármálaráðuneytinu
og heiðursfélagi SÍ
Byggt á erindi semflutt var á ráðstefnu SÍ um ríkið og tölvumálin, 24. september s.l.
Inngangur
Mér er það mikill heiður og á-
nægja að fá að setja þessa ráð-
stefnu. Ég held að hér sé fjallað
um mjög áhugavert efni og tel
þarft að ræða þetta einmitt á mjög
breiðum grundvelli.
Ríkið og tölvumálin, hvert stefnir?
er yfirskrift þessarrar ráðstefnu.
An þess að ég sé að lýsa van-
trausti á þessa ágætu undirbún-
ingsnefnd eða félagið okkar, fjarri
er mér það, ætla ég að biðja ykkur,
eins og skáldið sagði, að lyfta
þessu upp á örlítið hærra plan og
tala frekar um Ríkið og
upplýsingastefnuna - hvertstefnir.
Það er örlítill munur á þessu,
munur á hvar áherslumar liggja.
Ég ætla allavega að reyna þetta og
nú skyldi það síst koma fyrir mig
að taka orðið frá þeim
ræðumönnum sem eiga að koma
hér á eftir. Ég var í svolitlum
vandræðum með hvernig ég ætti
að byrja, en mér datt í hug að það
væri svona tiltölulega hlutlaust
að segja ykkur örlítið frá
tölvumálastefnu danska ríkisins.
í júní í fyrra var sett niður nefnd
hjá Dönum, 14 manna nefnd.
Voruþrírúrfjármálaráðuneytinu,
sem fer með skipulagsmál og sam-
ræmingu upplýsingamála þar,
síðan voru fulltrúar frá sjö ráðu-
neytum og öðrum ríkisstofnunum
og svo var fulltrúi frá félagi
rekstrarráðgjafa, fulltrúi fráfélagi
sem heitir Kontor og data, sem
eru nokkurskonar markaðs-
samtök, og svo frá Dansk Data-
forening, eða danska skýrslu-
tæknifélaginu. Þessi nefnd hefur
unnið allhratt og gaf í apríl í vor út
tvær bækur. Ég sýni ykkur titlana
á þeim hér á eftir. Þeir byrjuðu á
því að setja sér markmið:
Athyglisvert er við þetta að fók-
usinn er tekinn frá véltækninni
sjálfri. Það er verið að reyna að
líta á véltæknina og upplýsinga-
tæknina sem lið í því að hagræða
í samfélaginu til þess að við
þegnarnir fáum betri þjónustu og
hún verðiódýrari. Það eru tvennar
forsendur sem þeir sjá þarna,
annarsvegar nýir möguleikar úli
við sjóndeildarhringinn eða
jafnvel nær, og hinsvegar að
ríkiskerfið sé tiltölulega vel búið
til þess að tileinka sér þessa nýju
möguleika. Síðan setja þeir upp
Stefna danska ríkisins í upplýsingatækni
Markmið: Áþessumáratugeigi upplýsingatækninveruleganþáttíþví
að viðfangsefni hins opinbera verði leysta af hendi með betri
og ódýrari hætti.
* Nýir möguleikar við sjóndeildarhring
* Ríkiskerfið vel búið til að tileinka sér þá
* Almenn stefna ríkisins í upplýsingatækni
* Framkvæmdaáætlanir á tilteknum sviðum
8 - Tölvumál