Tölvumál - 01.11.1992, Síða 10

Tölvumál - 01.11.1992, Síða 10
Nóvember 1992 Almenn stefna danska ríkisins í upplýsingatækni * Áhersla á árangur: tryggir aö upplýsingatækni verði fléttað inn í almenna nýsköpunar- og hagsýslustefnu. Markaðsstýring: markaðurinn verði svo sem fært er látinn stýra þróuninni. Dreifing: mál verði afgreidd á lægsta skipulagsþrepi sem við verður komið. Einungis vegna sérstakra aðstæðna skulu hærri þrep koma til sögunnar. - Stofnun sem heild - Starfssvið einstaks ráðuneytis - Ríkiskerfið í heild - EB og skjalavistun getur gerst sam- tímis um leið og bréfið verður til, og jafnvel afgreiðsla erindis í sömu andránni. Fleira má nefna af því tagi. Með tækni við framsetningu efnis eiga þeir við "multimedia" og þá möguleika sem í þeirri tækni felast að blanda saman texta, grafík, hljóði og hreyfanlegum myndum. Er ríkiskerfið tilbuiö? Þeir telja ríkiskeifið vel búið til að tileinka sér nýja möguleika. Hvarvetna á Norðurlöndum er talið að ríkisstofnanir séu vel búnar upplýsingakerfum sem ekki séu nærri því að vera fullnýtt. Er þá átt við bæði hug- og vélbúnað. Jafnframt sé starfsfólk tiltölulega vel kunnugt tækninni. Þetta tel ég að við íslendingar getum allt tekið undir varðandi okkur sjálfa. Og með því að útlit sé fyrir áframhaldandi hagstœða þróun eiga þeir við að sífellt verður hagstæðara hlutfall milli kaup- verðs upplýsingabúnaðar og þess afls og þeirra gæða sem fyrir peningana fást. Auk þess verða tæknilegir möguleikar, svo sem í framsetningu efnis, sífellt fjöl- breyttari. Stefna ríkisins og framkvæmdaáætlun Ogþákemur almenna stefnan. í fyrsta lagi áhersla á árangur þ.e.a.s. tryggja á að upplýsingatækni verði fléttuð inn í almenna nýsköpunar- og hagsýslustefnu. Samhliða þessu er geysimikið lagt upp úr því að árangur sé mældur. í fyrsta lagi geri menn áætlanir fyrirfram um hvaða árangri skuli náð og síðan verði kappkostað að fylgjast með því hvernig til hefur tekist og árangurinn mældur jafnt og þétt. Markaðsstýring. Markaðurinn verði svo sem fært er látinn stýra þróuninni, þ.e. horfið verði frá tilskipunum og miðstýringu og markaðurinn verði látinn ráða ferðinni þar sem slíkt þykir væn- legt til árangurs. Dreifing. Mál verði afgreidd á lægsta skipulagsþrepi sem við verður komið og það sé einungis við sérstakar aðstæður sem hærri þrep koma til sögunnar. Það sem átt er við með lægsta skipulags- þrepi er að fundið verði eðlilegt samhengi hlutanna, en það er oft- ast nær stofnun. Vissir þættir geta átt við starfsemi einstaks ráðuneytis og eins getur verið eðlilegt að hugsa aðra þætti frá sjónarmiði ríkisins sem heildar. Ég legg hér áherslu á og endurtek orðin eðlilegt samhengi hlut- anna, séð frá nægilega víðsýnum sjónarhóli. S vo taka þeir Efnahagsbandalagið með sem sérstakan lið. Kem ég þá að tækjunum, fram- kvæmdaáætlunum um einstök svið eða málaflokka. Ég sýni hér nokkrar þeirra: 10 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.