Tölvumál - 01.11.1992, Page 14
Nóvember 1992
geðþótta. Allar óskir um nýj-
ungar þurfa þá að koma frá einum
og sama aðilanum. Ekki er um
frjálsa samkeppni að ræða og er
það ekki í þágu kaupandans.
Dæmi um hið gagnstæða væru
kerfi sem bjóða upp á samtengdan
búnað frá fleiri en einum aðila
og ynnu saman eftir ákveðnum
staðli. Einfalt dæmi um slíkan
búnað er t.d. IBM PC samhæfð
tölva. Hún keyrir mismunandi
stýrikerfi og tengjanleg við net-
kerfi. frá mismunandi framleið-
endum og geta unnið sem ein
heild.
Við skulum samt hafa í huga að
íslenski markaðurinn er ekki stór
og auðvelt er fyrir þá sem eru að
fjárfesta í tölvubúnaði að feta í
fótspor annarra. Þess vegna er
nauðsynlegt að fræðsla sé góð
áþessusviði. Hér kemur til kasta
þeirra er selja tölvubúnað til
ríkisins, svo og þeirra sem starfa
við ráðgjöf fyrir ríkið. Mjög
mikilvægt er að halda námskeið
um þær nýjungar og breytingar
sem koma fram. Einnig er mikil-
vægt að þessir aðilar séu tilbúnir
til að prófa nýjungar og taki þeim
með opnum huga. Eg hef oft sagt
að þróunin á verkfærum og
aðbúnaði hjá hefðbundnum
iðnaðarmanni sé svipuð á 100
árum, eða einni öld, eins og hjá
okkur sem erum að glíma við
tölvuiðnaðinn, er á 3 til 5 árum.
Ég vil ítreka það að ég tel
nauðsynlegt fyrir ríkið að hafa
fasta og skýra stefnu í tölvumálum
sínum. Nauðsynlegt er að allir
geri sér grein fyrir þeim reglum
sem fylgja þarf og hér er ekki
síður nauðsynlegt að fylgja
stöðlum og opnum kerfum. Með
því næst fram hagkvæmni í
innkaupum, tryggir að ávallt sé
hægt að bæta við því nýjasta á
tölvusviðinu og tryggir eðlilega
framþróun tölvubúnaðar hjá
viðkomandi stofnun eða fyrir-
tæki.
Framtíöin opin kerfi
eða hvað?
Ég hef lýst því yfir að það sé
skoðun mín að framtíðin sé opin
kerfi. En hvað er átt við með
opnum kerfum? Er það eitthvað
sem allir geta tengst og allt á að
vinna saman. Nei, hér eins og
annars staðar þarf að gæta fyllsta
öryggis. En þó byggir hið opna
kerfi á því að tengja má saman
búnað frá mismunandi fram-
leiðendum, bæði á vél- og
hugbúnaðarsviði. Oft hafa opin
kerfi verið tengd við hugtakið
"downsizing" og er þá átt við að
minni tölvur taki við af stærri
tölvum. Það má segja að það sé
að hluta til skýringin á þessari
aðferð.
14 - Tölvumál