Tölvumál - 01.11.1992, Síða 17

Tölvumál - 01.11.1992, Síða 17
Nóvember 1992 Upplýsingastefna RSK Öflun og úrvinnsla upplýsinga I. Markmiö og lagaskyldur 1. Lögum samkvæmt ber RSK og skattstjórum að halda skrá um greiðslustöðu launamanna og launagreiðenda í staðgreiðslu á staðgreiðsluári, skrá um launagreiðendur, skrá um álögð opinber gjöld, skrá um virðisaukaskattsskylda aðila, skrá um barnabætur, húsnæðisbætur og hvað annað er varðar ákvörðun opinberra gjalda. 2. Markmið RSK er RÉTTUR SKATTUR MEÐ RÉTTUM HÆTTI. í því skyni og vegna þarfa í skatteftirliti og annarra skattframkvæmda heldur RSK ýmsar skrár um upplýsingar til að ná því markmiði. 3. RSK nýtir sér opinber upplýsingakerfi til að ná frarn markmiðum sínum og heldur auk þess viðbótarskrár eða hliðarskrár þegar opinber upplýsingakerfi fullnægja ekki þörfum RSK. 4. RSK nýtir sér upplýsingar úr óopinberum upplýsingagögnum (frá bönkum, Bifreiðaskoðun íslands og fleirum). 5. Upplýsingar verði sóttarbeint til upplýsingaskyldra aðila (launagreiðendur, fasteignamat, þjóðskrá, bankar og fleira) í auknum mæli í stað gjaldenda. II. Einkenni viö framkvæmd upplýsingastefnu. 1. Gætt sé hagkvæmni. 2. Gætt sé óhlutdrægni í öflun og meðferð upplýsinga. 3. Veita gjaldendum og notendum skattkerfa góða þjónustu. 4. Sjálfvirkni verði sem mest (nútíma tölvuvæðing). 5. Öryggi gagna og upplýsinga sé tryggt. 6. Aðgengi upplýsinga sé gott. III. Leiðir. 1. Byggja á traustum þekktum lausnum. 2. Nýta sér nýjustu tækni með tillit til staðla. 3. RSK og skattstjórar verði tengdir sarnan í víðneti. 4. Allar skrár skattkerfis verði varðveittarhjá RSK nema skrár séu hluti opinbers upplýsingakerfis. 5. Opinber upplýsingakerfi RSK verði varðveitt hjá miðlægri tölvumiðstöð. 6. Aðkeypt þjónustua tölvumiðstöðva við rekstur tölvukerfa RSK verði í lágmarki. 7. Hönnun og framleiðsla upplýsingakerfa RSK verði boðin út á almennum markaði. 8. Hönnun kerfa verði sveigjanleg þannig að fyrirvaralitlar breytingar geti átt sér stað með lágmarkstilkostnaði. 9. Þarfagreining og viðhald hugbúnaðar verði hjá RSK. 10. Daglegt viðhald netkerfis verði hjá RSK og skattstjórum. hálfu embættisins. Eins og sjá má er frumskyldan að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til skattyfirvalda lögurn samkvæmt. Rík skylda er á ríkisskattsljóra og skattstjórum að halda ýmsar skrár. Það er óhjákvæmilegur hluti starfsemi þeirra stofnana að sinna þeirri skyldu. Markmiðasetning Þá hefur ríkisskattstjóri sett sér það nteginmarkmið að réttur skattur sé ákvarðaður nreð rétturn hætti. í hugtakinu réttur skattur felst að öllurn gjaldendum sé gert að greiða það sem þeirn ber, hvorki meira né minna. Þarfir í þágu skatteftirlits Skatteftirlit er ákaflega þýðingar- inikið í starfsemi skattyfirvalda. Til grundvallar þess þarf að halda ýmsar skrár um upplýsingar til að ná frarn árangri í skatteftirliti. Þá er leitað upplýsinga og fanga í óopinberum upplýsingagögnum 17 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.