Tölvumál - 01.11.1992, Page 18

Tölvumál - 01.11.1992, Page 18
Nóvember 1992 hjá ýmsum störum aðilum og ekki síst það atriði að upplýsing- areru sóttartil upplýsingaskyldra aðila. Fyrirframgerö skattframtöl Takmarkið með þessu er m.a. að fara á síðasta stigi til skatt- aðila og láta þá gera grein fyrir upplýsingum ef þær eru til reiðu annars staðarfrá. Ríkisskattstjóri stefnir að því í komandi framtíð, ef til vill árið 1995, að skatt- framtöl gjaldenda verði að nokkru leyti útfyllt þegar að þau verðasendgjaldendum. Þarkomi fram upplýsingar urn laun, fast- eignir, eignir, ökutækjaskrá, inn- eignir og fleira. Gert er ráð fyrir því að ef gjaldandi hafi engar frekari upplýsingar fram að færa þá sé hlutverki hans við gerð framtalsins lokið og ekki þurfa að sinna því meira. Einkenni - hagkvæmni, óhlutdrægni, öryggi, aðgengi Einkenni upplýsingastefnu skulu þau helstu vera að þar ráði hag- kvæmni, gætt sé óhlutdrægni í öflun og meðferð upplýsinga og gjaldendum og notendum sé veitt góð þjónusta. Lögð er áhersla á að sjálfvirkni verði sem mest og þar með nútímatölvuvæðing. Hafa verður þó í huga að tölvu- væðing er einungis verkfæri til þess að koma þessum hlutum í ákveðið umhverfi. Miklaáherslu þarf að leggja á öryggi gagna og að aðgengi upplýsinga sé gott. Kostnaður við gagnavinnslu Aðkeyptur skýrsluvélakostnaður Sé litið á mögulegar leiðir til að framkvæma upplýsingastefnu kemur ýmislegt til greina. Skoð- um aðeins áður en lengra er haldið hver hefur verið rekstrar- kostnaður hjá skattkerfinu við aðkeyptan skýrsluvélakostnað. Aðallega er um kostnað að ræða frá einu fyrirtæki. Vöxturinn frá 1987 - 1990 er frá 87 milljónum og upp í röskar 200 milljónir á ári. A árinu 1991 er þó aðeins farið að síga niður á við og áætlaður kostnaðuráárinu 1992 erum 160 milljónir. Sé spáð aðeins fram í tímann þá má áætla að með mik- illi hagkvæmni, fækkun keyrslna og að dregið verði almennt úr umfangi tölvuvinnslu eins og frekast sé kostur, ásamt því að ekki sé framleiddur neinn nýr hug- búnaður og að fyrirliggjandi hugbúnaður hljóti einungis lág- marks viðhald, verði stærðar- gráðan 130 - 140 milljónir á ári. Vegna nokkurra ára yrði kostn- aðurinn samanlagt nær einum milljarði. Því er brýn nauðsyn á að finna lausn á þessu kostnaðar- vandamáli. Eins og sakir standa er ekki unnt að halda áfram á þessari braut. Framkvæmd upp- lýsingastefnu RSK Lækkun kostnaðar með dreifðri vinnslu Þær leiðir sem hér eru raktar mið- ast fyrst og fremst við að fara hagkvæmari leiðir en hingað til. Þau sjónarmið sem sett eru fram í þessum leiðum við framkvæmd upplýsingastefnu er að velja traustar,þekktarlausnir. ísumum tilfellum verður það áfram stór- tölvuumhverfi en það má einnig nýta sér opið umhverfi og tengja saman RSK og skattstjórana í víð- net. Það má velta fyrir sér þeim möguleika að taka vissar skrár frá aðkeyptri tölvumiðstöð sem þar eru vistaðar og geyma þær á staðarneti, einkum skrár sem skattkerfið þarf að nota og í eðli sínu þurfa ekki að vera á miðlægri tölvumiðstöð. Það þarf einnig að huga sérstaklega að rekstrar- kostnaði við geymslu gagna sem fletta þarf upp í. í fimmta lagi þarf að huga að því að ríkis- skattstjóri heldur ýmsar opinberar skrár sem óhjákvæmilegt er að séu aðgengilegar öðrum aðilum. Þær skrár eru vistaðar hjá mið- lægri tölvumiðstöð og yrðu þar áfram þannig að aðilar sem eru í viðskiptum þar með sín tölvu- kerfi geta komist þangað til þess að nota þær. Arangurinn af fram- anröktu yrði að unnt væri að draga verulega úr aðkeyptri þjónustu tölvumiðstöðvar. Útboö á almennum markaði Sé litið til framleiðslu upplýs- ingakerfa er það skoðun ríkis- skattstjóra að framleiðslu og hönnun upplýsingakerfaembætt- isins eigi að bjóða út á almennum markaði. Nú er það því miður oft svo að tilteknar þarfir myndast óvænt. A grundvelli þeirra er hafinframleiðslaátölvukerfi. Oft er þetta ekki horft til enda og af þeim ástæðum verður iðulega tvíverknaður og aukinn kostn- aður vegna þess. Það þarf þó að hafa í huga að á undanfömum árum hafa orðið örar lagabreyt- ingar varðandi skattheimtu og að ekki hefur verið nægjanlegur tími til að undirbúa slíkar breyt- ingar sem hefur komið fram í því að framleiðsla tölvukerfa hefur fyrir bragðið orðið dýrari. Slíkt getur þó ekki gengið til lengdar, einkum að verk af þessu tagi séu unnin í tímavinnu. Niðurstaðan er sú að hönnun og framleiðsla upplýsingakerfa verði boðin út á almennum mark- aði. Það gerir hins vegar miklu ríkarikröfurtil starfsmannaþeirrar 18 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.