Tölvumál - 01.11.1992, Page 21
Nóvember 1992
Opin kerfi sem valkostur við stórtölvur
Frosti Bergsson
Greinin er byggð á erindi semflutt var á samnefndri ráðstefnu HP á Islandi.
Starfsemi HP á
íslandi
Tölvufyrirtæki áíslenskum mark-
aði eru á margan hátt ólík. Við
hjá HP á íslandi höfum valið
þann kost að sérhæfa okkur í því
að þjóna stærri viðskiptavinum.
Við seljurn t.d. ekki beint til
heimila eða minni fyrirtækja og
við seljum fyrst og fremst tölvu-
búnað frá einunr aðila, þ.e.a.s.
Hewlett-Packard. Salan er á
eftirfarandi hátt:
1. Sala á PC vélurn og jaðar-
tækjum til valinna söluaðila
sem eru með verslun.
2. Sala í samstarfi við hugbún-
aðarfyrirtæki þar sem áhersla
er lögð á heildarlausn.
3. Sala til stærri fyrirtækja þar
sem við bjóðum þjónustu frá
A til Ö.
Við gerum okkur grein fyrir því
að viðskiptavinir eins og
SKÝRR, RB og Flugleiðir gera
mjög miklar kröfur um góða
þjónustu. Við viljum skilja þær
þarfir sem þeir hafa og við viljum
hafa getu til þess að þjóna þeim
hratt og vel.
í dag leggur HP um heim allan
ríka áherslu á að bjóða stór-
tölvunotendum nýjan valkost þar
sem aðal áherslan er lögð á öryggi
en boðið upp á ódýrari lausn og
meiri sveigjanleika tölvukerfis-
ins sem byggir á nýjustu tækn-
iþróun á tölvusviðinu. Lykilorð
er RISC - opin kerfi sem byggja á
stöðlum.
Við höfurn ákveðið að sérhæfa
okkur á nokkrum sviðum sem
tengjast þessum málum.
1. Byggt hefur verið upp náið
samstarf við hugbúnaðar-
fyrirtæki sem hafa sérþekkingu
á stórtölvuumhverfinu. Við
ætlum ekki að gera alla hluti
sjálfir heldur setja sarnan
lausnina og kalla til þess þá
sem hafa reynslu og þekkingu.
2. OpenView neteftirlitskerfi.
Byggð hefur verið upp þekk-
ing á því sviði því við teljum
að um leið og vinnslan dreifist
sé nauðsynlegt að hafa mið-
stýrt eftirlitskerfi.
3. NewWave. Auðveld notenda-
skil eru eitt þýðingarmesta
atriðið í tölvunotkun. A-
kveðið er að koma með ís-
lenska útgáfu af NewWave
sem byggir á Windows.
4. SoftBench þróunarumhverfi.
Byggð hefur verið upp þekk-
ing á því sviði og góð kynn-
ingaraðstaða.
Islenski tölvumarkaðurinn - Þróun
PC vélar
Posix/Opin kerfl
Millitölvur/Lokuð kerfi
”MainframeM
Áætluð velta:
1980 1992 1995
0% 60% 60 %*
0% 10% 30%
50% 15% 5%
50% 15% 5%
100% 100% 100%
1.500 m 3.000 m 3.500 i
* á PC vélum verða keyrð POSIXsamhæfð stýrikerfi
21 - Tölvumál