Tölvumál - 01.11.1992, Side 27

Tölvumál - 01.11.1992, Side 27
ETdagurinn 4.desember 1992 HótelLoftleiðum ET dagurinn (eínmenningstölvudagurinn) er einn af fjölsóttustur viðburöum sem Skýrslutæknifélagið stendur fyrir ár hvert. Á hann mæta 120 til 150 manns sem eru gott þversnið af þeim sem láta sig tölvur og upplýsingatækni einhverju varða. Þó nafn viðburðarins sé "ET dagurinn" er oft fjallað um önnur málefni en einmenningstölvur, t.a.m. það sem áhugavert er að gerast á hverjum tíma án þess að það rúmist innan annarra viðburða sem félagið stendur fyrir. ET dagurinn verður haldinn á Hótel Loftleiðum, 4. desember og hefst dagskrá kl. 13:00 og lýkur laust fyrir kl. 17:00. að lokinni dagskrá býður Apple umboðið upp á léttar veitingar, epladrykk og eitthvað fleira gott. Á dagskrá verða mörg áhugaverð erindi og margir góðir fyrirlesarar, s.s. Thor Vilhjálmsson, rithöfundur, Hjörtur Emilsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Samskipa, Sigurður Hjálmarsson, Taugagreiningu, Magnús Þór Ásmundsson, rafmagnsverkfræðingur hjá Marel hf., Guðjón Már Guðjónsson hjá Oz hf. og Heimir Þór Sverrisson. í lokin mun svo Halldór Kristjánsson flytja annál ársins og spá í framtíðina. Skráning fer fram á skrifstofu félagsins í síma 27577 að venju og lýkur 3. desember. Skýrslutæknifélag íslands i

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.