Tölvumál - 01.06.1993, Blaðsíða 20
Júní 1993
Að hugsa lengra en höndin nær
Anna Kristjánsdóttir, prófessor við Kennaraháskóla íslands og
varaformaður SÍ
Vorið 1992 fóru Fræðsluskrif-
stofa Reykjavíkur og Skóla-
skrifstofa Reykjavíkur fram á það
við Skýrslutæknifélag íslands,
Islenska menntanetið og 3F-Félag
tölvukennara að þau tilnefndu
fulltrúa í ráðgjafarnefnd vegna
tölvuvæðingar grunnskóla í
Reykjavík. Verkefni nefndarinnar
hefur einkum varðað fræðslu
fyrir kennara og annan stuðning
sem að gagni mætti koma fyrir
kennara og nemendur í nýtingu
tölvubúnaðarins. Undirrituð er
fulltrúi Skýrslutæknifélags
Islands í þessari nefnd. Það sem
hér fer á eftir er skrifað að afloknu
fyrsta starfsári nefndarinnar og
vonandi jafnt erindi til skóla-
manna og þeirra sem áhuga hafa á
nýtingu tækninnar í sem fjöl-
þættustum farvegi.
A liðlega hálfu ári hefur fjölmargt
gerst og margir kennarar hafa
unnið að málinu. Lífleg umræða
hefur komið upp á íslenska
menntanetinu (ISMENNT) og er
gaman að lesa jafnt kveðjur
nemenda og umræður kennara.
Þess má líka sjá merki að í skól-
unum láta fleiri sig þessi mál
varða en áður og á það ekki
síður við á barnastigi en ungl-
ingastigi. Tölvunotkun er nær því
að tengjast eðlilega náminu í
skólanum en verið hefur lengst
af. En hve langt eigum við í land
að slík tenging náist fullkomlega
og við getum notað tæknina til
að bæta námsaðstæður í
skólum?
Þegar nefnd á vegum Efnahags-
og framfarastofnunar Evrópu
(OECD) rannsakaði íslenska
skólakerfið fyrir nokkrum árum
kom fram í skýrslu hennar að
nefndin hefði m.a. komið í skóla
sem nýlega hefði eignast tölvu-
búnað og orð skólastjórans voru
á þann veg að nú væru tölvurnar
komnar og þá þyrfti að fara að
hugsa um hvernig menn gætu
notað þær. Annað hvort mátti
túlka þetta dæmi nefndarinnar á
þann veg að Islendingar væru
Tölva er ekki
bundin einu
notkunarsviöi
heldur býr í henni
hæfileikinn til að
bregða sér í allra
gerða kvikindi
tækjafíknir eða lítið fyrir að
skipuleggja til langs tíma hvað
þeir vildu geranemahvorttveggja
væri. En þurfum við að vinna
þannig að tölvuvæðingu mennta-
kerfisins?
Hvaða hlutverk leikur tölvu-
búnaður í námi? I umræðum
undanfarinna áratuga hafa menn
sveiflast milli þess að segja að
tölvur leysi kennara af hólmi yfir
í það að segja að tölvur séu bara
ósköp hversdagsleg tæki eins og
ritvélar og myndvarpar. Hvort
tveggja má að vissu leyti til sanns
vegar færa en allt fer það eftir því
hvaða möguleika við skynjum í
tölvubúnaði og hvaða augum við
lítum á nám og kennslu.
Hugbúnaður getur auðveldlega
miðlað til nemanda fróðleik, lagt
fyrir hann fremur þröngar spurn-
ingar og brugðist við á ýmsan
hátt eftir því hvert svar nemandans
hefur verið. Og það sem meira
er, þetta getur vel skrifaður
hugbúnaður gert á þolinmóðan
og hvetjandi hátt. Hugbúnaður
getur líka haldið utan um árangur
nemandans. Hann getur fylgst
með framförum nemandans,
borið hann saman við aðra
nemendur eða nemendahópa,
haldið saman upplýsingum um
bekki o.s.frv. Hér er vissulega um
að ræða verk sem kennarar telja
hluta starfa síns og oft allstóran
hluta.
Góður hugbúnaður er þó farinn
að gefa talsvert meiri möguleika
á ýmsum sviðum. Þess er kostur
jafnvel í venjulegri ritvinnslu að
leika sér með mál og þá ekki síst
stílgerð. Nýútkomið hefti norr-
æna ritsins Nytt om data i skolan
fjallar um tölvunotkun í móður-
málskennslu og byggist á því sem
fram kom á norrænu ráðstefnunni
um sama efni vorið 1992. Þar er
sagt frá tölvunotkun í skriftum og
lestri og frá nýtingu gagna-
safnsforrita, umbrotsforrita,
tölvuleikja og rafpósts í móður-
málsnáminu. Og í grein Dóru
Pálsdóttur sem starfar hjá
starfsþjálfun fatlaðra segir hún
frá því sama sem hún greindi frá
á ráðstefnu hér sumarið 1991,
þ.e. hvernig nota má ritvinnslu til
að styrkja nemendur með lestrar-
og skriftarörðugleika. Allt eru
þetta dæmi um hvað tölvu-
búnaður gefur okkur kost á að
gera umfram það sem áður hefur
verið unnt. Og þetta dæmi varðar
aðeins eina grein grunnskólans.
Hliðstæð dæmi eru til um þær
allar allt frá stærðfræði til íþrótta,
20 - Tölvumál