Tölvumál - 01.06.1993, Blaðsíða 17

Tölvumál - 01.06.1993, Blaðsíða 17
Júní 1993 Breytingar á fjarskiptalögum: Viðleitni til aö fylgjast með heimsþróun á sviði tækni og rekstrarumhverfis Þórhallur Jósepsson, aðstoðarmaður samgönguráðherra og formaður nefndar um endurskoðun fjarskiptalaga Tilefni lagabreytinganna í samningnum um hið Evrópska efnahagssvæði segir svo, í kafl- anum um þjónustu: "Samkvæmt ákvæðum samnings þessa skulu engin höft vera á frelsi ríkisborg- ara aðildarríkja EB og EFTA- ríkja til að veita þjónustu á yfirráðasvæði samningsaðila enda þótt þeir hafi staðfestu í öðru aðildarríki EB eða EFTA- ríki en sá sem þjónustan er ætluð." Síðan er útskýrt hvað átt er við með þjónustu. Síðar í samn- ingnum eru svo ákvæði um mark- mið um aukna samvinnu á sviðum sem ekki falla undir skil- greininguna á hinu fjórþætta frelsi, en geta tengst þeim málaflokkum beint eða óbeint. Þar má nefna rannsókna og tækniþróun, upp- lýsingaþjónustu, neytendavernd og myndmiðlun sem dæmi. Séu þessi ákvæði samningsins, sem eru býsna almennt orðuð, tekin bókstaflega, mætti ætla að á flestum sviðum skuli framvegis ríkja óheft frelsi til viðskipta og hverskonaratvinnustarfsemi. Séu fjarskipti tekin sem dæmi, hefur frameftir öldinni verið megin- regla, að sú þjónusta hefur ekki verið opin öllum og hafa yfirleitt gilt strangar reglur um hver megi gera hvað. Hér á landi þekkjum við að rrkið hefur haft einkarétt á flestum sviðum fjarskipta og Póst- og símamálastofnun með lögum falið að fara með þann einkarétt. Með aðild að EES sáttmálanum skuldbindum við okkur til að laga lög okkar og reglur að regl- um Evrópubandalagsins varðandi fjarskipti. Það þýðir þó ekki að við setjum í okkar lög óbreytt ákvæði EB-reglugerða eða til- skipana. Við höfum, eins og aðrar aðildarþjóðir sáttmálans, nokkuð svigrúm til útfærslu, en meginlínur eru þó skýrar. Fylgifiskar EES samningsins, svonefndir viðaukar, sem sam- þykktir eru sem hluti af heildar- pakkanum, gefa nánari fyrirmæli um útfærslu samningsákvæðanna í einstökum greinum. XI viðauki fjallar um fjarskipti. Þar er vísað til þeirra gerða sem nánar skil- greina markmið EES samkomu- lagsins, en gerðir kallast ákvarð- anir EB af ýmsu tagi, til dæmis reglugerðir, tilskipanir, ályktanir o.s.frv. Tvær tilskipanir eru hvað mikil- vægastar þegar rætt er um fjar- skipti almennt, Tilskipun um sam- keppni á sviði fjarskiptaþjónustu nr. 90/388 og Tilskipun um að koma á frjálsum aðgangi að fjar- skiptanetum, nr. 90/387. Kjami þessara tilskipana er annars vegar að skilmálar fyrir frjálsum aðgangi að netum megi ekki tak- marka aðgang að almennum fjar- skiptanetum eða almennri fjar- skiptaþjónustu nema af ástæðum sem byggjast á grunnkröfum innan ramma laga bandalagsins, hér EES samkomulagsins, það er kröfum um rekstraröryggi netsins, tryggingu á samstæði netsins, rekstrarsamhæfni mismunandi þjónustukerfa í rökstuddum til- vikum og verndun gagna. Hins vegar að aðildarríkin skuli fella úr gildi öll sérstök réttindi eða einkarétt til að veita fjarskipta- þjónustu aðra en talsímaþjónustu og gera nauðsynlegar ráðstafanir til að hver rekstraraðili eigi rétt til að veita fjarskiptaþjónustu. Þó er þarna undanskilið farsíma- kerfi, fjarritar, gervihnattaþjón- usta og boðkerfi. Að baki þessum tilskipunum stendur áætlun EB um þróun innri markaðarfyrirfjarskiptaþjónustu sem birt er í svonefndri Grænbók. Með þeirri áætlun er stefnt að því að bæta fjarskipti innan bandalagsins, enda er það talin forsenda fyrir samstilltri þróun atvinnulífs og samkeppnisfærum markaði í bandalaginu, bæði frá sjónarmiði þeirra sem veita þjón- ustu og þeirra sem njóta hennar. Áætlunin miðar að því að tækni- framfarir á sviði fjarskipta komi að fullum notum innan EB. Upp í þennan vagn stökkvum við með aðild að Evrópska efnahags- svæðinu. Okkar fyrstu viðbrögð á þessu sviði voru að leggja fram frum- varp á Alþingi, þar sem lagðar 17 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.