Tölvumál - 01.06.1993, Blaðsíða 24

Tölvumál - 01.06.1993, Blaðsíða 24
Júní 1993 Textasími fyrir heyrnarlausa Kristinn Jóhannsson, verkfræðingur hjá Pósti og síma Allt frá upphafi símans hefur ríkt mikil óvissa í símamálum heyrnar- og mállausra en lítið hefur verið gert í samræmingu textasímakerfa milli landa og hafa jafnvel sum lönd notað margar lausnir sem ekki hafa getað tengst saman. Fyrsti vísir að textasíma varð til í Bandaríkjunum árið 1964 þegar Robert Weitbrect hannaði svokallaðan "acoustic coupler" sem gerði tveimur fjarritum (telextækjum) kleift að tala saman í gegnum almenna símanetið. Þessi tæki notuðu 5 bita Baudot stafakóða og unnu á hraðanum 45,5 bitar/s. Flestir þeir textasímar sem notaðir eru í Bandaríkjunum í dag hafa einnar- eða tveggjalínu skjái fyrir 32 stafi í línu og senda enn á sama hraða og sama stafakóða og þeir fyrstu og eru samskonar textasímar notaðir hér á landi. Til Evrópu komu fyrstu texta- símarnir frá Bandaríkjunum, fluttir inn af einstaklingum á ferðalögum þar vestra. Þjóð- verjar voru fyrstir til að hanna textasíma og koma á markað í Evrópu og byggði hann á svo- kölluðum EDT staðli (European Deaf Telephone, 110 baud, half duplex, V.21) en að honum var staðið án samráðs við stjórnvöld og hann seldur í Austurríki og Sviss auk Þýskalandi. Ýmsir textasímar hafa komið fram í Evrópu og byggja flestir á V.21 staðli. Svíar hófu fram- leiðslu og notkun á Diatex 1 textasíma 1979 sem byggði á V.21 (þó ekki EDT) og skömmu síðar var hann innleiddur sem textasími í Noregi og Finnlandi. Danir gerðu nokkrar tilraunir með ýmsa textasíma 1979 en komu ekki með ákveðið kerfi fyrr en 1986 aðallega vegna fjár- skorts. Danski textasíminn er byggður á Commodore +4 tölvu sem vegna misheppnaðrar mark- aðssetningar fékkst á mjög lágu verði. Það einkennilega var að þrátt fyrir að í nágrannalöndum Danmerkur væru notaðir texta- símar sem unnu skv. V.21 staðli tóku þeir upp annað kerfi sem byggði á DTMF (Dual Tone Multi-Frequency) sem notað er sem tónval á venjulegum símum. Árið 1989 var sett á laggirnar norræn nefnd, NFTH (Nordisk Foruin för Telecommuninkation och Handikapp), sem er ráð- gefandi og sér um upplýsinga- streymi milli landannaum málefni sem varða símamál fatlaðra. Gylfi Már Jónsson, yfirtækni- fræðingur hjá Pósti og síma, var skipaður í nefndina af samgöngu- ráðuneytinu að beiðni félags- málaráðuneytisins. Nefndin kemur saman tvisvar á ári og hefur Gylfi eða fulltrúi hans reynt að taka þátt í a.m.k einum fundi á ári. Seinnipart ársins 1989 upplýstu norsku fulltrúarnir nefndina um textasímaverkefni sem þeir voru að vinna að og sýndu jafnframt fyrstu útgáfu af forriti, fyrir IBM samhæfða tölvu, til notkunar sem textasími með tengingu við almenna símanetið í gegn um upphringimótald. Þetta forrit hafði ýmsa kosti til að bera enda vakti það mikla athygli nefndar- innar. Fyrir það fyrsta var hægt að hafa samskipti við þá texta- síma sem fyrir voru í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi en aðrir kostir og möguleikar verða taldir upp hér á eftir. Hér á Islandi hefur eins og áður segir verið notast við textasíma af Bandarískri gerð og er ekki hægt að eiga bein samskipti við textasíma á hinum norðurlönd- unum með þeim. Þetta forrit var því áhugavert fyrir okkur og var ákveðið að skoða möguleika þess gaumgæfilega og var því, í framhaldi af þessu, snarað yfir á íslensku og sett í prófun hjá nokkrum aðilum á sama tíma og það var í prófun hjá aðilum á hinum norðurlöndunum. Nokkrir gallar komu í ljós og hafa þeir verið bættir síðan og forritið fullunnið að öðru leyti. Þegar litið er yfir sögu texta- símans má sjá að lítið hefur verið gert, við hönnun þeirra, til þess að koma upplýsingunum til not- andans á sem þægilegastan hátt. Það er frekar erfitt að nota hefð- bundinn textasíma til tjáskipta samanborið við venjulegan síma. Samskiptin eru hæg, ekki er hægt að grípa fram í og sá sem hefur orðið verður að gefa til kynna þegar hann hefur lokið máli sínu. Einnig virðist svo hafa verið litið á, við hönnun textasíma, að einungis heymar- og mállausir væru hugsanlegir notendur. Með tilkomu textasímaforritsins eru þessi og önnur vandamál úr sögunni. Kostnaður við tækja- búnað er óverulegur samanborið við fyrri textasíma og þurfa fyrirtæki og aðilar margir hverjir einungis að verða sér úti um 24 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.