Vísir - 11.09.1962, Blaðsíða 3

Vísir - 11.09.1962, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 11. september 1962. 'MS/Í? istarmanna Það er þröngt á þingi i Lista- mannaskálanum, því haustsýn- ingin er stórviðburður i islenzku listalífi ár hvert. Jlér gefur að líta samnefnara þess, sem ís- lenzkir myndiistarmenn hafa gert síðastliðið ár. Það kennir því margra grasa. — Þegar skyggnzt er um salinn við opn- un sýningarinnar, er áberandi, hve mikið er þar af listamönn- um, ekki endilega máiurum eða myndhöggvurum, þeir forðast sýninguna margir hverjir. Þarna eru lika rithöfundar og skáld. Og stóra myndin ber þess greini lega merki, að skáldin byggja sérstakan heim, þó ólíkir séu innbyrðis. Hér gefur að líta Jó- hannes úr Kötlum, Þórberg og Laxness, þeir taka sér hvíld frá myndskoðun og rabba saman. Þórbergur hefur orðið, það bregður fyrir glampa í augum hans, skáldin hlæja saman, og hlátur þeirra berst um salinn og blandast andrúmslofti mynd- anna. Það er alvarlegri blær yfir Selmu Jónsdóttur listfræðingi og þeim málurunum Þórvaldi Skúla syni og Sigurði Sigurðssyni, þvi þetta er þeirra fag. Fremst á myndinni sést það listaverk, sem hvað mesta athygli vekur, það er höggmynd eftir Sverri Har- aldsson. Einhver sagði, að þetta væri minnisvarði um Marilyn Monroe. Þau stóðu lengi og ræddu saman fyrir framan þessa höggmynd. Þriðja myndin sýnir ungan og cfnilegan myndlistarmann, Stein þór Sigurðsson á tali við tvær ungar stúlkur. Steinþór á hiýja og bjarta há-iumarmynd á sýning unni, og ekkert er skyldara há- sumardeginum en ungar stúikur. Haraldur Björnsson leikari lét ve! af sýningunni, honum þótti mest gaman að „realisma Schev ings“ eins og hann kailaði það. Annars þótti honum þetta allt ágætt, sagði hann og brosti breitt eins og menn gera þegar þeir eru ánægðir. Svo gekk hann burt og stóð lengi í þung- um þönkum fyrir framan eina myndina. Það sást greinilega á svi phans að milli einstaklings og listaverks skapast persónu- legt leyndarmál sem aldrei lítur dagsins Ijós. l f

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.